Færsluflokkur: Bloggar

Hljóðin í Víðgelmi í Hallmundarhrauni

Viðgelmir í Hallmundarhrauni

Víðgelmir er einn af lengstu (1.585 m) hellum landsins og rúmtaksmestu (148.000 m³) hraunhellum heims. Hann er í Hallmundarhrauni, u.þ.b. 2 km suðaustur af Fljótstungu í Hvítársíðu. Þak hellisins hefur hrunið á allstórum kafla, nærri norðurenda hans, og er það eini inngangurinn. Hellirinn er víður fremst en þrengist á köflum þegar innar dregur. Þar var, í október árið 1991 sett upp járnhlið af félagsmönnum í Hellarannsóknafélagi Íslands til að vernda þær dropasteinsmyndanir sem ekki hafa þegar verið eyðilagðar. Mannvistarleifar sem fundust í hellinum eru varðveittar í Þjóðminjasafninu og eru að líkindum frá víkingaöld. Hellirinn er á köflum afar erfiður yfirferðar og tæpast ráðlegt að fara um hann nema með leiðsögumanni. Leiðsögn og aðgangur að innri hluta hellisins er fáanleg frá Fljótstungu.
Hellirinn var lokaður af ís frá árinu 1918 til ársins 1930 en hann lokaðist aftur um veturinn 1972-1973. Í apríl 1990 fór hópur á vegum Hellarannsóknafélags Íslands með tól og tæki og freistaði þess að opna hellinn. Ekki tókst það að þessu sinni en árið eftir tóku nokkrir heimamenn af bæjum í Hvítársíðu og Hálsasveit sig saman, undir forystu Kristleifs Þorsteinssonar bónda í Húsafelli og kláruðu verkið (*Wikipedia)

Download mp3 file. (192kbps / 28,1Mb)
Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net

Recorder. Sound devices 788
Mic: Rode NT1a (NOS)
Pic: Canon 30D. Sjá fleiri myndir pictures at Google. Og myndir sem teknar voru í þessari upptökuferð þó myndavélin hafi ekki virkað sem skildi.

Tónverk fyrir háspennustrengi, bassa, vind og fugla.

 

Það er ekki á hverjum degi sem maður fær frið frá þrúgandi véladrunum höfuðborgarinnar. En þegar það gerist þá opnast heimur ýmissa annarra hljóða sem venja er að framhjá manni fari. Það gerðist einmitt við Krossholt á Barðaströnd í byrjun júní 2012.
Nótt eina var einhver í nágrenninu að spila tónlist með þungum bassa alla nóttina. Rétt fyrir miðnætti tók vindinn upp og áttin breyttist. Þá gerðist það undraverða. Háspennulína í nágrenninu fór að klappa saman strengjum og gefa frá sér són. Skyndilega breyttust pirrandi taktföstu bassadrunurnar í skemmtilegan og framandi undirleik með strengjaleik háspennulínunnar. Söngur mó- og bjargfugla bættist svo við í bakgrunni eins og til að fullkomna tónverkið. Í fúlustu alvöru, þetta tónverk slær flestu því sem ég hef heyrt í langan tíma. Tónleikarnir stóðu frá kvöldi og langt fram undir morgun með ýmsum blæbrigðum með fjölbreyttu lagavali. Því miður tók ég aðeins upp tvö og hálft tónverk. Er fyrra heila tónverkið að finna hér.
Mælt er með að á þetta sé hlustað með góðum heyrnartólum.

Download mp3 file (192kbps / 34,7Mb)
Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net

Recorder: Sound Devices 744 (24bit/48Khz)
Mics: Rode NT1a.  NOS setup.
Pix: Canon 30D
Áhugaverður linkur: Wired Lab


Það gustar um Mariuerlu

Það var um júróvisjonhelgina 2012 sem fjölskyldan fór í orlofshús við Apavatn. Veðrið var ágætt að sunnlenskum hætti. Sól, en fremur svalt og gekk á með norðan rokum.
Mikið var um fólk á svæðinu. Því var umtalsverður skarkali, ekki síst á leiktækjasvæðinu þar sem meðal annars var risavaxið trampólín. Þar hoppuðu börn sem fullorðnir ákafast eins og heyra má í bakgrunni.
Öldur börðu grjótið við vatnið og vindur gnauðaði í trjánum. Við hvert orlofshús var grenitré og virtust fuglar hafa hreiður í þeim öllum. Maríuerla ein var stöðugt á vappi við sólpallinn og góndi reglulega inn um gluggan hjá okkur. Þegar ég svo setti hljóðnemana út fyrir hús gerði hún sér litið fyrir og tísti góða aríu í gegn um rokið.

Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Download mp3 file (192kbps / 24,6mb)

Recorder: Sound devices 744
Mic: Rode NT2a in spaced omni (60cm AB setup )


Skepnurnar í lauginni

Snail in the sea pool

Í fjöruborðinu fyrir neðan Europe Villa Cortes GL hótelið á Tenerife er sjávarlaug. Sá ég fáar manneskjur synda í þessari laug. Hún leit því út fyrir að vera frekar líflaus. En þegar betur var að gáð var hún full af lífi. Í lauginni var urmull krabba, snigla og annarra kvikinda sem ég kann lítil deili á.
Síðla dags þann 22. desember 2011, rétt fyrir sólsetur, stakk ég hljóðnemum í laugina og gleymdi mér í rúman klukkutíma við að hlusta á einhver kvikindi gefa frá sér hljóð. Í bland við öldunið og fótatak fólks sem gekk um laugarbakkann mátti heyra ýmis hljóð. Öðru hvoru skvettust öldur inn í laugina en háværastir voru líklega sniglar sem nörtuðu botn og veggi laugarinnar í ætisleit.

Stutt hljóðrit Sækja mp3 skrá (192kbps / 4,2Mb) 

Langt hljóðrit Sækja mp3 skrá (192kbps / 28Mb)

Sjá meira og heyra á www.fieldrecording.net

Recorder: Sound Devices 744 (24bit / 48Khz)
Mic: Aquarian H2a-XLR
Pix: Olympus 4040 (underwater) and Canon 30D (See more pictures)


Í tveimur heimum

Reykjavíkurtjörn

 

Í vetur bárust landsmönnum þær döpru fréttir að fuglalífi við Reykjavíkurtjörn hefði hrakað mikið síðustu ár. Það leiddi huga minn að því að ég ætti sama sem engin hljóðrit af fuglalífi við Tjörnina. En einhvers staðar á ég þó upptöku sem ég tók upp framan við Iðnó fyrir 30 árum.
Yfirþyrmandi umferðarniður hefur annars valdið því að ég hef ekki lagt það í vana minn að eltast við náttúruhljóð í miðbæ Reykjavíkur.
Framvegis skal verða breyting á, því spennandi verður að sjá hvort mönnum takist að endurheimta þá fugla sem verptu og komu upp ungum við Tjörnina um miðja síðustu öld .
Tvær helgar í janúar gerði ágæis veður. Arkaði ég með upptökutækin niður að Reykjavíkurtjörn sem var ísilögð. Stóð allt eins til að hljóðrita brak og bresti í ísnum, en ég komst fljótt að því að hann var ekki nógu kaldur, of mikill snjór á honum og að vanda of mikill umferðahávaði.
Fuglalífið varð því aðal viðfangsefnið þessar tvær helgar. Ákvað ég að staðsetja tækin á göngubrúnni frá Iðnó að Ráðhúsinu. Tveimur vatnahljóðnemum var stungið í Tjörnina u.þ.b. 20sm fyrir ofan botn með tveggja metra millibili. Fyrir ofan, á brúnni, voru hljóðnemar í XY uppsetningu.
Þarna má heyra hundgá, í fólki gefa öndum brauð og í útlendum ferðamönnum.
Undir yfirborði tjarnarinnar heyrast mikil skvamphljóð frá fuglum sem börðust um brauðið á yfirborðinu, einnig í skúfönd sem oftsinnis kafaði nærri hljóðnemunum. Þá heyrist málmhljóð þegar gengið er á brúnni og eitthvað slæst í burðarvirki hennar.

Sækja mp3 skrá (192kbps / 10,1Mb) Fyrir ofan tjörnina

Sækja mp3 skrá (192kbps / 10,1Mb) Bæði fyrir ofan og neðan tjarnarinnar.

Sækja mp3 skrá (192kbps / 10,1Mb) Niðrí tjörninni

Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net

Recorder: Sound devices 744 w/552 preamp
Mics: Aquarian H2a-XLR (spaced omni) and Rode NT1a (XY)
Pix: Canon 30D


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband