Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Nýr hreingerningarráðherra í Sóðalandi

Það er sorglegt að þurfa sjá eftir Kolbrúnu úr umhverfisráðuneytinu. Það eru ekki margir þingmenn sem voru/eru jafn vel til þess fallnir og hún. En maður getur ekki annað en verið sáttur við að fá Svandísi. Hún hefur sýnt að hún er með bein í nefinu. 

Ef Kolbrúnu hefði ekki verið hafnað af sínum flokkssystkinum hefði þjóðin áfram haft best til þess fallna þingmanninn í stóli Umhverfisráðherra. Kolbrún hefur alla tíð staðið vörð um náttúru landsins. Þar hefur hún látið málefnin ráða fremur en vinsældir. Það er ákaflega sjaldgæfur kostur í fari pólitíkusa í jafn mikilvægu málefni. Mig grunar að slæm útkoma Kolbrúnar í forvali flokksins sé nýju ungu fólki um að kenna sem hafði ekki pólitískt minni og lét því rótgróið baktal ráða för fremur en málefni síðustu ára. Kolbrún hefur alla tíð verið á milli tannanna á virkjana- og stóriðjusóðum þessa lands. Hún á sér því ekki marga stuðningsmenn. Helst er þá að finna í röðum einlægra náttúruverndarsinna sem því miður eru enn allt of fáir í okkar Sóðalandi.

Nú er bara að vona að VG þurfi ekki að fórna Svandísi í þessu mikilvæga ráðuneyti. Það sýndi sig í síðustu kosningum að Þórunn Sveinbjarnar fékk margar útstrikanir líklega aðeins fyrir það eitt að standa sig vel í þessu mikilvæga umhverfisráðuneyti. Svandísi bíður því það mikilvæga verkefni að koma vitinu fyrir heimska og þröngsýna sóðaþjóð sem hefur engan skilning á sjálfbærri þróun.


mbl.is Svandís tekur við embætti umhverfisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirmynd fyrir hugmyndasnauða Íslendinga

Rakst á ágæta vefsíðu http://www.biomega.dk. Þarna hafa nokkrir hönnuðir tekið sig til og markaðssett t.d. reiðhjól sem að mörgu leiti gætu vel hentað íslenskum aðstæðum, s.s. hjól með drifsköft og diskabremsur. Svo nota þeir bara internetið til markaðssetningar.

Er ekki tímabært að við íslendingar förum að hugsa eins og þessir hönnuðir?

Þarna er ekki mengandi stóriðja heldur aðeins litið 7 manna fyrirtæki með litla yfirbyggingu sem framleiðir vistvæna vöru. Það hefur svo örugglega kostað minna en 250-300 miljónir að koma því á legg sem samsvarar einu atvinnutækifæri í áverinu á Reiðarfirði.

Þjóðin missir fyrsta alvöru umhverfisráðherrann

Það er ferlegt að Kolbrún skildi falla af þingi. Því þó Vinstri grænir hefðu unnið sinn besta sigur þá komst Kolbrún ekki inn. Þegar mér varð þetta ljóst á kosningakvöldi missti ég alveg áhugann á þessum annars merku kosningum. Kolbrún fékk heldur ekki mikinn stuðning frá sínum flokksfélögum í síðasta forvali. Mig grunar að það stafi af mikilli þátttöku ungs fólks sem hafði ekki kynnt sér þingsögu Kolbrúnar síðastliðin tíu ár.  Allir muna hinsvegar eftir neikvæðum spurningum fréttamanna sem gátu aldrei spurt hana um neitt nema það mundi skapa neikvæða umfjöllun.

Síðustu ríkistjórnir hafa svívirt umhverfisráðuneytið með því að nota það eins og afgreiðsluráðuneyti fyrir iðnaðarráðuneytið. Þó Kolbrún hafi alla tíð greinilega verið best til þess fallinn að sjá um ráðuneytið þá hafði þessi sóðaþjóð ekki rænu á því að gefa henni atvæði sitt. Kolbrún fékk því gullið tækifæri til að láta gott af sér leiða þann stutta tíma sem minnihlutastjórnin var við völd. Sjálfur var ég búinn að bíða eftir þessari stöðu í 10 ár Og satt best að segja mátti greinilega sjá og heyra að Umhverfisráðuneytið stóð allt í einu undir nafni. Þó Þórunn Sveinbjarnar hafi staðið sig furðu vel þá benti allt til þess að Kolbrún mundi gera betur.

En nú er stóra spurningin sú hver kemur í stað Kolbrúnar í Umhverfisráðuneytið? Fyrir mér er Umhverfisráðuneytið eitt mikilvægasta ráðuneytið. Það er því ekki sama hver því stjórnar. Sem stendur sé ég ekki nokkurn þingmann, jafnvel ekki úr röðum Vinstri grænna. Því vona ég að næsti umhverfisráðherra verði úr röðum fagmanna. 

Næstu dagar verða því nokkuð spennandi.

Sjá einnig blogg Hjörleifs


Gott hjá Kolbrúnu

Frábært! Það eru ekki allir stjórnmálamenn jafn skynsamir og Kolbrún Halldórsdóttir.

Auðvitað eigum við ekki róta upp olíu af Drekasvæðinu ef hún verður aðallega brennd í einhverjum fáránlegum bílvélum.  Á meðan nóg framboð er af olíu þá verður hún áfram ódýr sem leiðir til þess að við breytum ekki orkunotkun okkar. Við munum áfram brenna henni öllum til tjóns.

Við munum þurfa að nota olíu í allt annað og gáfulegra í framtíðinni en að brenna henni.  Við munum því ekki gera neitt annað en að hagnast á því að bíða þar til óþarfa olíubrennsla heyrir sögunni til.


mbl.is VG gegn olíuleit á Drekasvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helför Síonista mótmælt

Ég er ánægður með þá íslendingana sem gengu ekki út eins og þeir kjánar sem væntanlega vita lítið um hvað Íranforseti sagði í ræðu sinni.

Það má vera að Íranforseti afneyti helför nasista. En hún heyrir sögunni til. Væri ekki nær að halda sig við nútímann eins og mér skilst að Íranforseti hafi gert. Ég get ekki séð mikinn mun á helför nasista og þeirri helför sem síonistar stunda nú í hertekinni Palestínu. Það er enginn munur á Síonisma og Nasisma. Í öfgum sínum eru þeir klónaðir tvíburar. Það er því vægast sagt ömurlegt að sjá vestræna ræfla rjúka á dyr undir ræðu Íransforseta. Það bendir því allt til þess að síonistar eiga hættulega mikil ítök á vestrænum stjórnmálaleiðtogum. 

Það er ekki undarlegt þó við vesturlandabúar eigum okkur svona marga óvini. Ég óttast að Síonistar eigi eftir að draga okkur öll til helvítis með því að velta sér endalaust upp úr fortíðinni. 


mbl.is Frakkar: Óréttlætanlegur hatursáróður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dásamlegt

Það dásamlega við þjóðfélagsástandið er að misvitrir og spilltir stjórnmálamenn virðast tína tölunni af Alþingi þessa dagana.  Álgerður var ein þessara "þingmanna" sem eiga margt á samviskunni og á stóran þátt í því gjaldþroti sem bæði land og þjóð hefur orðið fyrir.  Ég fagna þessum löngu tímabæru fréttum ákaft og innilega. Þetta hefði bara mátt gerast fyrir Kárahnjúkaharmleikinn.
mbl.is 22 ára þingferli Valgerðar lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiminum vantar ekki einkabíla

Þetta er ömurleg frétt eins og allt sem tengist bílum.

Vandamálin sem tengjast bílum verður ekki eitt með því að losa hann við púströrið. Það kostar alltaf orku að færa allt þetta óþarfa drasl á milli staða. Sú orka sem í það fer er alltaf á kostnað einhvers. Einkabíllinn heldur áfram að skapa heilbrigðisvandamál, limlesta og drepa fólk. Bíllinn skapar líka gríðar mikil skipulagsvandamál.

Leggjumst nú öll á að láta einkabílinn heyra sögunni til. Það geta ekki allir jarðabúar eignast einkabíla. Því höfum við ekki rétt á því að markaðsetja hann sem einhverja nauðsynjavöru. Göngum hjólum og notum almenningssamgöngur. Látum svo flutningafyrirtæki sjá um að flytja stærri hluti þau fáu skipti sem þess gerist þörf.


mbl.is Rafmagnsbílar sækja á þrátt fyrir kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr öskunni í eldinn

Ég óttast að ef lögreglan ætlar að ganga til bols og höfuðs á þessum "grasbændum" þá munu alvöru glæpamenn snúa sér að innflutningi á hörðum efnum. Líklega er það grasbændum að þakka að hér sé ekki allt fljótandi í hörðum efnum. Það er alveg skelfilegt og næsta víst að aðgerðir lögreglu leiða til þess að lyktarlaus efni eins og LSD fara nú örugglega að flæða um dópheima. Ef fólk heldur í alvöru að  lögreglan sé hér að stunda þjóðþrifamál þá er það rangt. Hún er að gera mistök. Því miður er markaður fyrir dóp til staðar og hann verður ekki upprættur með því að eyða allri innlendri ræktun á Kannabis. Það er skárra að dópmarkaðurinn bjóði upp á Kannabis hvað þá innlent, fremur en innflutt Amfetamín, Kókaín, LSD eða Heroin.  Síðustu daga hafa menn því farið úr öskunni í eldinn.


mbl.is Hald lagt á 650 kannabisplöntur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

29% tóku þátt í landráðinu

Þá veit ég það.
29 % þjóðarinnar hefur hagsmuni að gæta svo ekki komist upp um landráð þess.
Þessi "Sjálfstæðisflokkur" landráðamanna er sá flokkurinn sem sýndi með aðgerðarleysi sínu að hann stendur vörð um hagsmuni þeirra sem rændu þjóðina síðustu ár. Á meðan pappírs- og diskatætarar gengu í fjóra mánuði gerði þessi "Sjálfstæðisflokkur" ekki neitt til að stöðva það.

Í þessum fjölda má svo eflaust finna einhver prósent sem teljast saklaus pólitísk viðrini.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfis- og samgöngusvið fær ábendingu

Föstudaginn var fór ég á vef Reykjavíkur og sendi ábendingu um vetrarhreinsun gangstétta. Fyrir hjólreiðafólk er ástandið á gangstéttum alveg skelfilegt. Ekki er hægt að bjóða fólki upp á að fara eftir akbrautum þó það séu einu samgönguæðar höfuðborgarsvæðisins. Því verður hjólreiðafólk að sætta sig við gangstíga sem eru annaðhvort illa ruddir eða flughálir, ekki síst vegna sands sem oftast er dreift á röngum tíma og við rangar aðstæður. Það hafa líklega allir hjólreiðamenn fyllt skóna sína af sandi eða skautað eftir flughálum og klakalausum stígum þegar síst skyldi.

Verður spennandi að sjá hvort ábendingin sem ég sendi beri árangur í þessari viku. Fram til þessa hef ég ekki vanist því að borgin taki tillit til ábendinga minna. En ábendingin hljóðaði svo:

 

Efni: Færð á göngustígum

Góðan dag.

Þar sem nú er að koma hlýindakafli í veðráttu þá hvet ég borgina til að losa klakann af gangstéttum meðfram stofn og tengivegum borgarinnar.

Það hefur verið mjög illa staðið að snjóruðningi á gangstéttum í vetur. Það hefur svo sem ekki vantar tækin en þau hafa aðeins skafið efsta lagið á snjónum. Þá hefur sést til traktorana hossast eftir göngustígunum án þess að skafa en þess í stað dreift sandi í lausan snjó. Tækin verða að skafa stígana betur og hætta að bera sand í hvítan snjó. Sand á bara að dreifa í neyð á stíga sem eru glerjaðir af klaka.´

Nú hefur skapast veðurlag til að losa klakann sem myndast hefur vegna lélegs snjóruðnings. Þegar klakinn er farinn þarf ekki að bera sand á stígana. Sandur er það versta sem hægt er að bjóða hjólandi fólki á sama hátt og engum dytti í hug að bera möl á helstu akbrautir borgarinnar.

Ég hvet borgina til að taka sandinn af göngustígunum um leið og snjó tekur upp í þessari viku eða næstu. Fyrir utan slysahættu sem sandurinn veldur er mikið um glerbrot á göngustígum um alla borg.

Ég vill taka það fram að ég er ekki að biðja um aðgerðir á gangstéttum um alla borg heldur aðeins á þeim gangstéttum sem teljast til stofn og tengistíga meðfram umferðaþyngstu götum borgarinnar.

Kveðja

Magnús B


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband