Færsluflokkur: Menning og listir

Svartþröstur, Jimmy Hendrix og Janis Joplin

080620124130

 
Í byrjun febrúar kynnti Sonic Terrain bloggið skemmtilagan og áhugaverðan sjónvarpsþátt frá BBC4. Fjallaði þátturinn aðallega um David Rothenberg og bókina hans “Whay bird sing” Tekist er á um kenningar milli fræðimanna um tilgang fuglasöngs og ólíka sýn manna í þeim efnum.

Eftir að hafa séð þáttinn á YouTube í 6 bútum leiddi ég hugann að mínum fuglaupptökum þar sem segja má að fugl hafi sungið sér til ánægju fremur en annað.
Jú og viti menn ég fann eina upptöku úr garðinum frá því 9. júní 2012 undir flokknum “test”. Var ég þar að prófa parabóluskerm með Shure MX391/O hljóðnemum og biluðum PIP-Phantom power breyti sem ég hafði fengið sendan frá Sound Professionals.
Þó upptakan hafi sína galla þá hefur hún að geyma skemmtilega uppákomu úti í garði þetta kvöld.
Í nágrenninu var nokkuð fjörugt garðpartí með útitónleikum þegar svartþrösturinn í næsta garði fór upp á loftnet og tók lagið með hljómsveitinni. Fyrst þegar hann kom var hann jafn hljóðlátur og venjulega þar sem hann muldraði í barm sér. En skyndilega tók hann við sér og söng allt hvað af tók, svo mjög að ég hafði ekki heyrt annað eins úr barka hans frá því hann kom í hverfið nokkrum árum áður.
Því miður voru ekki réttu græjurnar á staðnum. Hljómurinn er því ekki eins góður og á verður kosið, auk þess sem hávaði frá bílaumferð er allt of mikill að vanda. En upptakan er engu síður þess virði að á hana sé hlustað.

Download mp3 file (192kbps / 38,3Mb)
 

Recorder: Sound Devices 744T
Mics: Shure MX391 fit into 54cm parabolic disk, connected to SP-XLRM-MINI-2-PHANTOM
Pics. Nokia N82


Fánar í vindi

Seltjarnarnes

Ætli það séu ekki í u.þ.b. 80% þeirra ferða sem ég fer til að hljóðrita, að ekkert kemur út úr því. Oftar en ekki er ætlunin að taka upp eitt, en ég kem heim með eitthvað annað. Þá gerist stundum það óvænta að slík hljóðrit koma skemmtilega á óvart.
Eitt af slíkum tilviljunum var hljóðritað 4. júlí 2012.
Logn og blíða var í Austurbænum svo ég ákvað að skjótast út á Seltjarnarnes til að fanga dásamlegt sumarkvöld nærri sjó með fjölskrúðugu fuglalífi. En því nær sem dró Nesið því snarpari gerðist vindurinn og þegar þangað var komið var ekkert veður til að fanga nein rólegheit.
Áður en ég lét goluna feykja mér til baka þá ákvað ég að leita skjóls undir skyggninu við Golfskálann. Þar vanaði ekki hljóðin sem umsvifalaust gripu áhuga minn. Tveir golffánar á nestisborðum hömuðust þar í takt við breytilegan vind. Þegar svo við bættust önnur hljóð frá kríu, tjaldi og öðrum fuglum sem og þungum nið haföldunnar, þá hljómaði þetta eins og skemmtilegt tónverk.
Ég kveikti á upptöku og naut tónverksins í klukkutíma á meðan ég horfði á breytilegan reyk leggja frá eldsvoða í Kópavogi.
Hér má heyra 20 mínútur af þessu hljóðriti.

Download mp3 file (192kbps / 32,6Mb)
Sjá og heyra meira á http://fieldrecording.net

Recorder: Sound devices 744T
Mics: RodeNT1a (NOS 90°/30cm)
Pics: Nokia N82


Harmónikudagurinn 5. maí 2012

Harmonikur á Hallærisplani

 

Um allt land virðist sem þann 5. maí 2012 hafi “harmonikudagur” verið haldinn  með pomp og prakt. Það kom ekki skýrt fram á heimasíðu harmonikufélaganna en um það mátti lesa á ýmsum öðrum blogg- og vefsíðum. Þennan dag var þó auglýst harmonikuball á Hallærisplaninu í Ríkisútvarpinu.
Það var því kjörið að bruna þangað á reiðhjólinu með upptökutæki og heimatilbúna “Binaural” hljóðnema. Það er því best að hlusta á upptökuna í góðum heyrnartólum.

Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Download mp3 file (192kbps / 24,2Mb)

Recoder: Olympus LS10 (24hz/48Khz)
Mic. Binaural (Primo EM172)
Pix: Sony DSC-P120


Arlo Guthri og Franz Anton Hoffmeister

Þann 27. nóvember 2011 hélt Sinfóníuhljómsveit áhugamanna stórskemmtilega tónleika. Á efnisskrá voru Mozart og fleiri furðufuglar. Tónleikarnir einkenndust af skemmtiatriðum milli og á meðan flutningi tónverka stóð þar sem Dean Ferrell bassaleikari, Gissur Páll Gissurarson tenor og Oliver Kentish stjórnandi voru í aðalhlutverkum. Hluta af tónleikunum má sjá hér á Youtube.
Tvö lög þar sem Dean Ferrell fer á kostum má heyra hér fyrir neðan. Fyrra lagið er The Pause of Mr. Claus eftir Arlo Guthri og seinn lagið er Menuett eftir Franz Anton Hoffmeister.
Dean er óvenulega fjölhæfur tónlistamaður. Hann leikur á fjölmörg bassahljóðfæri og er nánast jafnvígur á þau öll. Hann er sérfræðingur í afbrigðilegum stillingum kontrabassa (scordatura) og standa honum þar fáir á sporði. Hann hefur sótt fundi Alþjóðlega bassaleikarfélagsins undanfarin ár og getið sér þar frægð fyrir sérlega frumleg atriði sem finna má á Youtube. Þar sameinar hann afburða færni sína á hljóðfæri, leikræna tilburði og afrakstur rannsókna sinna á gamalli tónlist og hljóðfærum.
Lögin tvo sem hér má heyra eru birt með leyfi Dean og Olivers

Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Sækja mp3 skrá.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband