Öld á eftir nágrannalöndunum

Það hefur löngum verið sagt að það taki okkur íslendinga 30 ár að taka upp það sem aðrar þjóðir hafa  gert að sínu. Það er gott að íslenskir stjórnmálamenn séu farnir að stíga í vitið. En að sama skapi ömurlegt að það skuli gerast svona seint, því bílavæðing höfuðborgarsvæðisins hefur valdið okkur öllum ómældu tjóni, efnahagslega, umhverfislega, heilsufarslega og skipulagslega.

Í samgöngum erum við íslendingar öld á eftir Dönum. Hér kemur kynningarkvikmynd um Kaupmannahöfn frá árinu 1937. Þeir voru þá löngu búnir að ákveða það sem við ætlum að fara að gera núna. Að bjóða borgarbúum upp á nothæfar hjólasamgöngur.

 

 Hollendingar eru jafnvel enn flottari en Danir. Fyrir utan að krefjast þess að íslenskir þjófar skili sínu þýfi, þá hafa þeir aldrei fórnað reiðhjólum fyrir bíla í samgöngu. Þess vegna hafa þeir alla tíð verið flottastir. Sjáið bara hvað heimurinn gæti verið dásamlegur án bíla. Þessi kvikmynd er frá 1950

 


 


mbl.is Reykjavík verður hjólaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Skemmtileg myndbönd.  Sérstaklega klæðaburðurinn á fólki.  Það þarf ekkert að klæða sig eins og spandex geimveru til að hjóla, þó að mér finnist það raunar þægilegast og skipta um föt á leiðarenda ef tilefnið krefst þess.

Þessi leið sem á að verða með sér hjólabrautum er núna hjólaleiðin mín í vinnuna, (Langholtsvegur - Kleppsvegur) - Sundlaugarvegur - Borgartún - Skúlagata.  Það verður gaman að sjá hvort þetta er eitthvað kosningaloforðs-dæmi eða hvort þetta verður að veruleika fljótlega.  Og hvort útfærslan verði bein og greið eins og hún þarf að vera eða hvort það verði skringileg og hlykkjótt hönnun á hjólabrautinni eins og maður sér t.d. í Lönguhlíð.

En það er engin spurning, við erum alveg öldinni á eftir nágrannaþjóðunum.

Hjóla-Hrönn, 4.2.2010 kl. 15:27

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Jæja, seint kemur sumt en það kemur. Kreppan er kannski ekki alslæm því hugsunarhátturinn breytist, alla vega hjá sumum.

Úrsúla Jünemann, 5.2.2010 kl. 18:21

3 Smámynd: Magnús Bergsson

Kemur seint....ég er ekki mjög bjartsýnn. Bara sem dæmi voru LHM menn að funda í samgönguráðuneytinu í dag. Í því ráðuneyti ríkir mikil forneskja og púströrsfnykur. Allavega vitum við ekki um neinn ráðandi þar sem hefur svo mikið sem lesið okkar gögn, eða það sýnis mér.

Framkvæmdir munu ekki taka mið af forgangsröðun LHM í Reykjavík. Aðeins ganga í að flikka upp staði þar sem vandamálið er léttvægt. Ekkert bendir til þess að sveitafélögin ætli að ræða saman og tryggja nothæfar samgönguleiðir milli sveitafélag. Reykjavík hefur ákveðið eina stefnu og Kópavogur ætlar að fara sína leið. Þá er Vegagerðin er svo að vinna í sínu horni óháð sveitafélögunum og ekkert bendir til að byggja eigi upp nothæfar samgönguleiðir meðfram stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Þá er að koma í ljós að Samgönguráðuneytið les líklega ekki umsagnir LHM.

Við skulum sjá til. Þeir hafa nú ár til að gera eitthvað mjög rótækt. Ég óttast að þetta hafi aðeins verið flottasta kosningatrikk síðustu áratuga og ég fái áfram að  bíða í önnur 30 ár.

Magnús Bergsson, 6.2.2010 kl. 01:03

4 Smámynd: Magnús Bergsson

Mér list vel á að Hrönn skuli fá svona góðar endurbætur á sinni leið. Ég nota svo sem Langholtsveginn daglega. Þar voru hjólavísar lagðir í október í miðju hruninu 2008.  Þeir svínvirkuðu og voru mjög ódýr lausn. Þeim fylgdi hinsvegar enginn kynning eins og LHM menn höfðu lagt til og það var ekkert gert í því að endurnýja merkingar eða staðið fyrir kynningu vorið 2009. Við skulum sjá til hvað gerist í vorið 2010

Magnús Bergsson, 7.2.2010 kl. 01:10

5 Smámynd: steinimagg

Þið hjá LHM eigið heiður skilinn fyrir alla þessa vinnu sem þið hafið lagt á ykkur fyrir okkur sem erum að hjóla, takk takk.

steinimagg, 7.2.2010 kl. 01:32

6 Smámynd: Árni Davíðsson

Frábær myndbönd.

Mér finnst athyglisvert að þetta er fyrir tíma aðgreiningar á hjólum og bílum í þessum löndum. Þarna sést ekki hjólabraut.

Það er líka athyglisvert að bera saman þennan fréttaflutning bandaríkjamanna af þessum löndum og svo þann sem maður sér á Omega í dag. Þar er gefið í skyn að lífið í þessum löndum sé hræðileg hörmung undir örgustu kommunistum með guð hjálpi okkur: Opinberu heilbrigðiskerfi!


Árni Davíðsson, 20.2.2010 kl. 13:14

7 identicon

Manni verður illt af því að horfa á allt þetta fólk án hjálms. Veit það ekki að það mun allt deyja?

Haukur (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband