Skepnurnar í lauginni

Snail in the sea pool

Í fjöruborðinu fyrir neðan Europe Villa Cortes GL hótelið á Tenerife er sjávarlaug. Sá ég fáar manneskjur synda í þessari laug. Hún leit því út fyrir að vera frekar líflaus. En þegar betur var að gáð var hún full af lífi. Í lauginni var urmull krabba, snigla og annarra kvikinda sem ég kann lítil deili á.
Síðla dags þann 22. desember 2011, rétt fyrir sólsetur, stakk ég hljóðnemum í laugina og gleymdi mér í rúman klukkutíma við að hlusta á einhver kvikindi gefa frá sér hljóð. Í bland við öldunið og fótatak fólks sem gekk um laugarbakkann mátti heyra ýmis hljóð. Öðru hvoru skvettust öldur inn í laugina en háværastir voru líklega sniglar sem nörtuðu botn og veggi laugarinnar í ætisleit.

Stutt hljóðrit Sækja mp3 skrá (192kbps / 4,2Mb) 

Langt hljóðrit Sækja mp3 skrá (192kbps / 28Mb)

Sjá meira og heyra á www.fieldrecording.net

Recorder: Sound Devices 744 (24bit / 48Khz)
Mic: Aquarian H2a-XLR
Pix: Olympus 4040 (underwater) and Canon 30D (See more pictures)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband