Bullið endalausa

Hvernig var það. Átti Kárahnjúkavirkjun ekki að redda okkar efnahagsmálum? Þó nærri allt austurhálendið sé undirlagt af þeirri ömurlegu 690MW framkvæmd þá hefur hún EKKI bjargað okkar efnahagsmálum. Þvert á móti þá skuldum við þá framkvæmd og ef við hefðum ekki farið í þá framkvæmd þá væri þjóðin í mun betri málum í dag. Þjóðin hefur ekki efni á því að taka lán til að rústa enn meira af óspilltri náttúru bara til þess eins að borga vaxtagreiðslur af stórkallalegum og heimskulegum framkvæmdum. Fallvötn íslendinga munu ekki bjarga neinu. Ef við ætlum að selja raforku úr landi um sæstreng er besti og jafnframt eini virkjanakostur okkar að loka álverum.  Best væri að við fyndum leiðir til að spara raforku frekar en að hlaupa stöðugt eftir að fullnægja sífellt aukinni orkusóun. Við gætum jafnvel selt þá hugmynd úr land.


mbl.is Borgum Icesave með rafmagni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurðsson

það er ekki sama hvort verið sé að virkja fyrir álver eða fyrir frjálsa sölu á rafmagni.

álverin hafa alltaf fengið rafmagnið nánast gefins, ásamt því að vera skattfrjáls, þurfa ekki að greiða aðstöðugjöld oþh.

með því að selja rafmagnið á frjálsum markaði þá fáum við margfallt meira fyrir kWh en við fáum frá álverunum þannig að svoleiðis framkvæmd gæti í raun borgað sig.

það er þó betra að fara í svona framkvæmd og leyfa fólki að vinna sig út úr skuldunum sínum næstu 7 árin í stað þess að láta aleigu íslendinga renna beint í IceSlave samninginn.

almenningur gæti þá allavegna verið þokkalega staddur fjárhagslega þegar ríkið fer á hausinn og er yfirtekið af erlendu ríki.

Daníel Sigurðsson, 25.6.2009 kl. 13:06

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er greinilegt að áróður öfgakenndra umhverfissamtaka hafa heilaþvegið ykkur varðandi Kárahnjúka.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.6.2009 kl. 13:39

3 Smámynd: Magnús Bergsson

Gunnar! Þið virkjanasinnar eruð furðulegir fuglar. Þið lærið ekkert af reynslunni heldur stingið hausnum bara í sandinn.

Það þarf ekki heilaþvott til að komast að því að framkvæmdin á austurhálendinu hafi kostað okkur nokkur hundruð miljarða. Við Íslendingar áttum ekki til þessa miljarða. Því tókum við þá að láni. Það er bæði opinbert og skjalfest. Framkvæmdin fór líka nokkur tugi prósenta fram úr kostnaðaráætlun. Nú þegar vinnuvélar eru þagnaðar á hálendinu skuldum við framkvæmdina alla og þurfum líka að borga af henni vexti. Meira að segja Landsvirkjun er gjaldþrota. Það er bara spurning hvenær lánadrottnum dettur í hug að slá eign sinni á allt draslið. Líklega hafa þeir engan áhuga á því með þessa heimskulegu samninga við ALCOA bakinu. Þessi framkvæmd er nefnilega ekki arðbær og er þá ekki talin með fórnarkostnaðurinn á náttúrunni.

Það er ömurlegt til þess að vita að allt það sem t.d. Vinstri Grænir sögðu í upphafi framkvæmdanna hefur orðið að veruleika. Útkoman er bara enn verri en ég bjóst við. Erlendir fjárfestar fengu ærna ástæðu til að veðja á krónuna á meðan á framkvæmdum stóð. Og þeir gerðu það óspart. Einkavæðing bankana var svo aðeins til að bæta olíu á eldinn.  Við fórnuðum ekki bara óspilltri náttúru á hálendinu heldur líka sjálfstæðinu. 

Magnús Bergsson, 26.6.2009 kl. 00:55

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Magnús, hver einasta staðhæfing í athugasemd þinni er bull og vitleysa. Prófaðu nú að skoða hlutina sjálfstætt en ekki láta ljúga þig svona fullan af öfgafólki.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.6.2009 kl. 02:35

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Gunnar. Hvarnig væri að koma með rök á móti því, sem Magnús er að segja frekar en að slá fram órökstuddri fullyrðingu um að þetta sé bull og lygar frá öfgafólki. Svona málflutningur er ekki trúverðugur og leggur ekkert til umræðunnar.

Sigurður M Grétarsson, 9.7.2009 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband