Þjóðin virðist vera að vakna

Það verður að segjast að ég er hlynntari raforkuverum í byggð en á hálendinu en það var afar ánægjulegt að sjá allt þetta fjölmenni í Árnesi. Við verðum að stöðva þessa geggjuðu framkvæmda- og þenslugleði sem byggist aðallega á nauðgun á óspilltri náttúru. Gott að fólk er farið að átta sig.
Sjálfur hefði ég viljað mæta á þennan fund en gat það ekki þar sem ég er bíllaus. Og þó ég hefði átt bíl hefði ég ekki talið það réttlætanlegt að fara einn austur vegna mengunar frá bílnum. Ég spyr því, er ekki komin tími til að umhverfis- og náttúruverndarsamtök sameinist um að opna vefsíðu þar sem menn bjóðist til að keyra eða biðja um far. Það er mikilvægt að sameinast í bílum svo minnka megi mengandi umferð. Ég sé þó að fólk frá Sól í Straumi mætti þarna á rútu. Frábært framtak!

Og aðeins meira vegna vakningar almennings.
Mér þykir það bara afar sárt að almenningur hafi ekki verið svona vakandi fyrir fimm árum þegar versta hryðjuverk íslandssögunar var enn í undirbúningi við Kárahnjúka.  Þá var aðeins einn stjórnmálaflokkur sem spáði fyrir öllum þeim hremmingum sem þjóðin og náttúran hefur mátt þola fram til þessa.

Það voru og eru Vinstri grænir. Kjósum þá í vor, þeir eiga það skilið.


mbl.is Troðfullt í Árnesi á fundi gegn virkjunum neðri hluta Þjórsár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband