Úr öskunni í eldinn

Ég óttast að ef lögreglan ætlar að ganga til bols og höfuðs á þessum "grasbændum" þá munu alvöru glæpamenn snúa sér að innflutningi á hörðum efnum. Líklega er það grasbændum að þakka að hér sé ekki allt fljótandi í hörðum efnum. Það er alveg skelfilegt og næsta víst að aðgerðir lögreglu leiða til þess að lyktarlaus efni eins og LSD fara nú örugglega að flæða um dópheima. Ef fólk heldur í alvöru að  lögreglan sé hér að stunda þjóðþrifamál þá er það rangt. Hún er að gera mistök. Því miður er markaður fyrir dóp til staðar og hann verður ekki upprættur með því að eyða allri innlendri ræktun á Kannabis. Það er skárra að dópmarkaðurinn bjóði upp á Kannabis hvað þá innlent, fremur en innflutt Amfetamín, Kókaín, LSD eða Heroin.  Síðustu daga hafa menn því farið úr öskunni í eldinn.


mbl.is Hald lagt á 650 kannabisplöntur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Þór Þorsteinsson

Góð færsla. Verst að fólk sem stjórnar þjóðfélaginu nennir ekki einu sinni að kynna sér þetta mál vel.

Davíð Þór Þorsteinsson, 26.3.2009 kl. 01:15

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þetta eru glæpamenn og lögreglan er að vinna gott starf og mætti njóta stuðnings almennings við aðgerðir sínar.

Hilmar Gunnlaugsson, 26.3.2009 kl. 01:28

3 Smámynd: Davíð Þór Þorsteinsson

Hilmar segðu mér það bara hreint út hérna, finnst þér það allt í lagi ef að allt þetta kannabisböst fær dópsalana til að einbeita sér meir á að selja sterkari og mun verri efni? 

Davíð Þór Þorsteinsson, 26.3.2009 kl. 01:58

4 Smámynd: Davíð Þór Þorsteinsson

Ég vil endurorða svarið;

Hilmar segðu mér það bara hreint út hérna, finnst þér betra ef allt þetta kannabisböst fær dópsalana til að einbeita sér meir á að selja sterkari og mun verri efni? 

Davíð Þór Þorsteinsson, 26.3.2009 kl. 01:58

5 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Hárrétt, það er farið úr öskunni í eldinn.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 26.3.2009 kl. 14:39

6 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ég hef heyrt að ástæðan fyrir "góðri uppskeru" lögreglunnar sé ábending frá Rafmagnsveitunum.  Að það fari óhemju mikið rafmagn í svona ræktun.  Hvað sem er til í því.  Ég má þá eiga von á heimsókn hvað úr hverju.  Ekki af því ég sé með neinn heimilisiðnað, en á tímabili voru þvegnar nokkrar þvottavélar á dag, þegar yngri gormurinn gubbaði "a la exorcist", tókst merkilega oft að æla yfir sig, mig, pabba sinn, rúmið sitt og okkar í einni gusu.  Sá eldri pissaði undir hverja einustu nótt svo það fór allt af rúminu hans (sængin og koddinn líka) í þvottavél og þurrkara á hverjum degi.  Þvottavél og þurrkari 3-5 sinnum á dag eyðir kannski engu á við ljósalampana og loftræstikerfi.

Annars var ég að rökræða k-neyslu við vin minn (hann reykir, ég ekki), ég reifaði áhyggjur mínar af langtímaáhrifum, t.d. skertu minni, minnti hann á að hann væri oft gleyminn, hann spurði hvenær hann hefði gleymt einhverju, en ég gat bara ómögulega munað það, hahaha, þetta kallar maður að skjóta sig í fótinn

En já, ég er ansi hrædd um að við fáum annað og verra yfir okkur í staðinn.

Hjóla-Hrönn, 27.3.2009 kl. 14:47

7 Smámynd: Magnús Bergsson

Mér datt það sama í hug þegar ég frétti að löggan væri líklega með uppljóstrara hjá rafveitunni. Einn góðan veðurdag mundi fíknó ryðjast inn til mín með látum.  Þó ég almennt reyni að framfylgja vistvernd í verki þá er ég ofboðslegur rafmagnssóði. En líklega þarf tvennt til að lögguna geri áhlaup á grasbónda. Blómailm og rafmagnseyðslu í "mannlausu húsi".

...og guð minn góður. Ég má ekki við meiru minnisleysi. Ekki reyki ég gras en ef ég gerði það má mundu allir segja að minnisleysi mitt væri grasinu um að kenna.

Það verður svo hjólreiðum ekki til framdráttar þegar hjólreiðamenn þurfa að hjóla meðal ökumanna sem droppað hafa sýru. Hjólreiðamönnum verður hreynlega eytt af götunum....jafnvel utan vega.

Magnús Bergsson, 28.3.2009 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband