Frábær frammistaða

Þér félagar og Pétur og Hafsteinn eru greinilega í feikna góðu formi. Þeir ættu hiklaust að fá stuðning til að æfa og keppa erlendis. Við íslendingar eigum ekki aðeins þokkalega tuðrusparkara heldur líka alvöru hjólreiðamenn í heimsklassa. Við höfum svo sem áður átt athyglisverða hjólreiðamenn, en þeir fengu aldrei þann stuðning sem þeir þurftu til að ná langt. Nú þarf það að breytast. Við íslendingar getum vel átt okkar Lance Armstrong og jafnvel tvo. Menn þurfa bara stuðning til að sinna sínum hjólreiðum af fullri alvöru, ekki bara í hjáverkum eftir vinnu eins og þeir félagar Pétur og Haffi.  
mbl.is Hafsteinn og Pétur langfyrstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Sammála þér. En hér á landi kemst ekkert að nema fótbolti eða handbolti í íþróttafréttunum. Er það vegna þess að menn fá borgað fyrir að iðka þessa íþróttir? Er auðhyggjan ennþá svo ríkjandi? Mér er til dæmis hulin ráðgáta hvers vegna götu- og viðavangshlaup rata aldrei í íþróttadálkinn. Sama með hjólreiðum.

Úrsúla Jünemann, 12.7.2009 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband