Leyndarmálið sem þjóðin má ekki sjá.

Það er greinilegt að ekki á að upplýsa þjóðina um stærsta landráð íslandssögunar. Það sýnir allur seinagangur í aðgerðum. Landráðapakkið situr enn inn á alþingi, í stjórnkerfinu og í bönkunum og bíður nú í mikilli óþreyju eftir að  öll "málin fyrnist".

En á Íslandi höfum við "svo gott" sem enn fullan aðgang að internetinu. Því er það dásamlegt þegar netið opinberar smá part af spillingunni með birtingu svokallaðra "trúnaðarskjala". Það nýjasta og vonandi ekki það síðasta er fjármagnsaustur hjá Kaupþingi rétt fyrir hrunið í október á Wikileaks.org

Ég vona svo innilega að innan bankakerfisins sé í dag að finna einhverja heiðarlega einstaklinga sem munu smygla út skjölum svo almenningur sem á að borga brúsann fái að vita sannleikann.

... eða var Wikileaks skjalið eitthvað sem óvart fór ekki í pappírstætarann?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband