Samfélag fávita

Mér er ofboðið.

Ég skammast mín fyrir að teljast vera íslendingur. Þessi heimska þjóð á greinilega ekkert betra skilið en að fá yfir sig heimsendi. Hún getur greinilega ekkert lært af sínum heimskulegu mistökum. Helmingur "þjóðarinnar" dáir enn landráðaflokkana sem komu í henni það klandur sem hún greinilega botnar ekkert í.

Það eina sem bjargar þjóðernisvitund minni er að ég fæddist ekki á íslandi heldur í Þýskalandi. Guð sé lof.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skammast mín líka. Er sammála öllu sem þú segir.

Ína (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 02:30

2 Smámynd: Laxinn

Maður skilur samt sem áður alveg að fólk treysti ekki þessu rauðsokka-kommúnistapakki sem er við völd í dag. Lækkun skatta og aukin atvinna - er það ekki besta lausnin á atvinnuleysi? Þó að ég sé ekki sérstakur aðdáandi sjálfstæðisflokksins þá er hann því miður eini flokkurinn sem stendur fyrir þessum sjónarmiðum og því "neyðist" maður víst til að kjósa hann næst til að losa þjóðina undan skattpínínga- og forræðisstjórninni sem við búum við í dag.

Laxinn, 19.9.2009 kl. 14:47

3 Smámynd: Magnús Bergsson

Lax!

Þú sannfærir mig ágætilega um að ég hafi rétta skoðun á ástandi þjóðarinnar.

Magnús Bergsson, 19.9.2009 kl. 23:19

4 Smámynd: Morten Lange

Það væri mjög gott mál að lækka skatta á atvinnu, en halda skatta-álagið, eða mögulega auka eitthvað í þessu árferði.  Auka fjarmagnstekjur yfir visst lágmark þannig að ekki mundi snerta 95% landsmanna, en ekki síst ætti að auka græna skatta á móti.  Þetta saman væri atvinnuskapandi og mundi leiða til sparnaðs í viðu samhengi. Og væri vísir að aðeins grænni og vænni stefnu og framtíð.

Morten Lange, 20.9.2009 kl. 11:10

5 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Já, hverjum dettur í hug að dást að þessum flokkum sem komu okkur í þessa slæma stöðu? Ekki skil ég fólk sem vill ennþá kjósa Sjálfstökuflokkinn. Hvað er að í okkar þjóðfélagi?

Úrsúla Jünemann, 21.9.2009 kl. 12:03

6 identicon

flokkar gera engum neitt, einstaklingar innan flokka geta gert óskunda, og hafa gert. sjálfstæðisflokkurinn er ekki sami flokkurinn og hann var fyrir 2 árum, nýtt fólk, nýjar hugmyndir (sama er ekki hægt að segja um aðra flokka, sem endurnýja sig ekkert), ég er ekki að segja að ég sé sjálfstæðismaður, ég missti bara trúna á flokkakerfinu eins og það leggur sig eftir afglöp D, B og S.

ef fólk ákveður að kjósa sjálfstæðisflokkinn í dag, er það ekki að kjósa sama flokkinn og kom okkur í þessi vandræði, vonandi skiljið þið það, eins og ég sagði, flokkurinn sem slíkur gerði ekkert, heldur einstaklingar innan flokksins, sem eru langflestir hættir, guði sé lof.

Hannes (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 14:31

7 Smámynd: Magnús Bergsson

Að sumu leiti sammála þér Hannes. En þú ert þó að segja það sama og Davíð eða Geir sögðu á landsfundi Sjálfstæðismanna, "Það ver ekki hugmyndafræði flokksins sem brást heldur fólkið".

Í þessum orðum felst bæði lygi og sannleikur. Fólkið var gráðugt, það er satt. En það er bara eðli fólks, ekki síst þess sem aðhyllist frjálshyggju. Frjálshyggjupostular eru og geta aldrei verið húmanistar eða nægjusamir græningjar. Þá eru þeir einfaldlega ekki frjálshyggjumenn. Síðustu áratugi hefur heimsk þjóðin kosið frjálshyggju Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn töldu öll opinber afskipti af markaðnum vera hreinræktaður Kommúnismi Skipti engu hvort það var banki eða eitthvað fyrirtæki úti í bæ. Þess vegna var t.d. fjármálaeftirlitið svona mátlaust. Ef það var aðeins fólkið sem brást þá trúa þeir þessu enn.  Það var líka hugmyndafræði Sjálfstæðismanna hafa bankaleynd. Þeir börðust alla tíð gegn öllu gegnsæi og sjálfsögðu upplýsingaflæði. Voru það ekki Heimdellingar sem stóðu á skattstofunni og meinuðu fólki aðgangi að skattaframtölum. Það má endalaust tína til dæmi um fáránlega stjórnarhætti þessara fjallheimsku frjálshyggju-sjálfstæðismanna.

Það hefur enginn flokkur skipt um fólk. Þó Framsóknarflokkurinn hafi skipt um andlit þá er þar ennþá gamla verktaka- og spillingarhyskið sem stjórnar flokknum í reykfylltum bakherbergjum. Það sama gildir um allt slektið í Sjálfstæðisflokknum. Þó eitthvað ræfils- og landráðalið hafi hellst úr lestinni þá er Sjálfstæðisflokkurinn enn eins og krabbamein í íslensku samfélagi, dómskerfi, stjórnkerfi og fjármálakerfi. Það má vera að þér finnist að "gamli" Sjálfstæðisflokkurinn hafi kunnað sig. Það má eitthvað vera til í því, en sá flokkur er dauður og mun ekki koma aftur því fólkið er dautt af elli. En gleymdu því ekki. Það eru börnin þeirra sem ráða öllu í dag. Því er það óhugnarlegt að NAUTHEIMSK  þjóðin skuli enn vilja kjósa landráðapakk frjálshyggjunnar yfir sig.

Þjóðverjar losuðu sig við Nasistaflokkinn eftir stríð. Íslendingar þurfa að losa sig við XD, XB, og XS

Landið væri líklega í allt annarri stöðu í dag hefði þjóðin kosið VG frá upphafi. Fyrst hún gerði það ekki má þjóðin fara norður og niður. Fyrr lærir hún ekki ef reynslunni.

Magnús Bergsson, 2.10.2009 kl. 02:48

8 Smámynd: steinimagg

Nú, þú fæddist í Þýskalandi, það skýrir ýmislegt

steinimagg, 4.10.2009 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband