Ömurlegur fréttaflutningur

Nokkra fréttatíma á RÚV hefur borið á fréttum frá vestfjörðum um að einhverjir “menn” hafi farið að smala fé í fjöllum ofan við Tálknafjörð. Af fréttum að dæma þá er þarna um að ræða óhugnarlegt sauðfé sem hrakist hafi við ömurlegar aðstæður um aldaraðir án þess að “menn” hafi komið á þeim böndum.

 Þetta er svo sem ekki ný frétt. Áður hefur borið á því að þessir “menn” á vestfjörðum hafi fengið alla landsmenn til að taka þátt í þessum kindadrápum sínum með þátttöku Landhelgisgæslunnar.

En nú skal þessu óhugnarlega sauðfé útrýmt eitt skipti fyrir öll. Þó ekki berist fréttir af því hvað réttlæti beinlínis útrýmingu þessa kinda þá má lesa það á milli linana. Þessar kindur fara um rænandi og ruplandi, líklega líka nauðgandi konum, börnum og jafnvel mönnum og það sem örugglega þykir verst af öllu, skemma örugglega bíla.   

En því miður. Ég er bara ekki svo einfaldur að trúa þessu upp á þessar kindur.  

Getur verið að þessir mannræflar sem nú eru að smala fjöllin fyrir vestan hafi rokið af stað eftir að hafa séð “hetjudáðir” Færeyinga við sína smölun í sjónvarpinu? 

Hvað réttlætir það að útrýma einstöku afbrigði af villtu sauðfé aðeins vegna þess að það hefur ekki “réttu vöðvafyllinguna” að sögn eins kindadráparans?   

Varðar það ekki við dýraverndunarlög ef sauðfé er hrakið fram af klettum eins og gerist alltaf þegar þessir djöfuls vestfirsku aular smala þessum kindum?  

Ætlar RÚV ekki að spyrja nánar fræðimenn um þetta sauðfjárafbrigði?

 

Er ekki nauðsynlegt að stöðva drápin áður en allt þetta "háfætta" sauðfé er horfið af yfirborði jarðar?   

Hvað er að því að þetta sauðfé sé á stöðum sem enginn fer um nema í besta lagi fuglinn fljúgandi? Það er ekki svar við þessu drápum að einhver lög banni “lausagöngu búfjár”. Þá gildir það líka um hreindýrin á austurlandi. 

Ég hvet fréttastofu RÚV til að taka faglega á fréttaflutningi í þessu máli. Það er öruggt að ákvörðun um þessi suðadráp eru ekki tekin á faglegum grunni. Það hlýtur líka að vera ábyrgðarhluti að útrýma einstöku sauðfé á heimsvísu aðeins vegna þess að það uppfyllir ekki kröfur um vöðvafyllingu hjá einhverjum vestfirskum aula eða þrönga orðatúlkun "dýraverndunarlaga".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Innilega sammála þér. Hvers vegna í ósköpunum er farið í þessa drápsleiðangra.

Þetta fé hlýtur að vera harðgerðasta kindakyn í heimi, að hafa lifað þarna af í svo langan tíma. Verst  að það getur lítið getað fjölgað sér ef það fengi að vera í friði þar sem lítið er eftir af ám. Er hægt að stöðva þetta ? Og skömm sé þeim sem í þessu standa. RUV ætti að taka allt öðruvísi á þessari frétt. Leggja áherslu á dýravernd.

Sigurður Ingólfsson, 28.10.2009 kl. 15:00

2 Smámynd: Magnús Bergsson

Sendi skammarbréf á fréttastofu RÚV og bað þá um að koma með víðsýnni fréttir af sauðadrápunum. Ég var svo sem ekki einn um það því fréttastofa talaði við fleiri en vestfirska smala í gær og í dag. Eftir viðtal við Ólaf Dýrmund þá stefndi fréttaflutningurinn í rétta átt og mál fóru að skýrast.

Niðurstaðan er samt sú að það þykir réttlætanlegt að smala þessu "villta" fé til slátrunar og hrekja fjórðung safnsins fram af björgum. Þannig má bjarga því frá vondum veðrum, frá náttúrulegu líferni og dauða og ekki síst að það falli ekki fyrir björg. Þá þótti það merki um ömurlegt líferni að ekki væri meira fé að finna í þessum klettum. (Það fylgdi þó ekki sögunni að morðóðir vestfirðingar höfðu nokkrum sinnum reynt að útrýma fénu og orðið nokkuð ágengt)

Ef yfirfæri dýraverndunarlög í almenn mannréttindi þá skil ég þau á þennan veg....

Útrýmum öllum sjálfstæðis- og framsóknarmönnum. Það er þeim sjálfum og þjóðinni fyrir beztu.

Ekki svo vitlaust :-)

Magnús Bergsson, 30.10.2009 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband