Færsluflokkur: Spaugilegt
25.10.2012 | 22:00
Tónverk fyrir háspennustrengi, bassa, vind og fugla.
Það er ekki á hverjum degi sem maður fær frið frá þrúgandi véladrunum höfuðborgarinnar. En þegar það gerist þá opnast heimur ýmissa annarra hljóða sem venja er að framhjá manni fari. Það gerðist einmitt við Krossholt á Barðaströnd í byrjun júní 2012.
Nótt eina var einhver í nágrenninu að spila tónlist með þungum bassa alla nóttina. Rétt fyrir miðnætti tók vindinn upp og áttin breyttist. Þá gerðist það undraverða. Háspennulína í nágrenninu fór að klappa saman strengjum og gefa frá sér són. Skyndilega breyttust pirrandi taktföstu bassadrunurnar í skemmtilegan og framandi undirleik með strengjaleik háspennulínunnar. Söngur mó- og bjargfugla bættist svo við í bakgrunni eins og til að fullkomna tónverkið. Í fúlustu alvöru, þetta tónverk slær flestu því sem ég hef heyrt í langan tíma. Tónleikarnir stóðu frá kvöldi og langt fram undir morgun með ýmsum blæbrigðum með fjölbreyttu lagavali. Því miður tók ég aðeins upp tvö og hálft tónverk. Er fyrra heila tónverkið að finna hér.
Mælt er með að á þetta sé hlustað með góðum heyrnartólum.
Download mp3 file (192kbps / 34,7Mb)
Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Recorder: Sound Devices 744 (24bit/48Khz)
Mics: Rode NT1a. NOS setup.
Pix: Canon 30D
Áhugaverður linkur: Wired Lab
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2008 | 10:10
Sýnum skjót viðbrögð
Skjótum þessi óhugarlegu hross. Þau geta slasað okkar ástkæru bíla og hugsanlega stundað hryðjuverk eins og að tefja för ökumanna eða kúkað á bílastæði Smáralyndar.
Hestar lausir við Smáratorg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |