Fćrsluflokkur: Menning og listir

Svartţröstur, Jimmy Hendrix og Janis Joplin

080620124130

 
Í byrjun febrúar kynnti Sonic Terrain bloggiđ skemmtilagan og áhugaverđan sjónvarpsţátt frá BBC4. Fjallađi ţátturinn ađallega um David Rothenberg og bókina hans “Whay bird sing” Tekist er á um kenningar milli frćđimanna um tilgang fuglasöngs og ólíka sýn manna í ţeim efnum.

Eftir ađ hafa séđ ţáttinn á YouTube í 6 bútum leiddi ég hugann ađ mínum fuglaupptökum ţar sem segja má ađ fugl hafi sungiđ sér til ánćgju fremur en annađ.
Jú og viti menn ég fann eina upptöku úr garđinum frá ţví 9. júní 2012 undir flokknum “test”. Var ég ţar ađ prófa parabóluskerm međ Shure MX391/O hljóđnemum og biluđum PIP-Phantom power breyti sem ég hafđi fengiđ sendan frá Sound Professionals.
Ţó upptakan hafi sína galla ţá hefur hún ađ geyma skemmtilega uppákomu úti í garđi ţetta kvöld.
Í nágrenninu var nokkuđ fjörugt garđpartí međ útitónleikum ţegar svartţrösturinn í nćsta garđi fór upp á loftnet og tók lagiđ međ hljómsveitinni. Fyrst ţegar hann kom var hann jafn hljóđlátur og venjulega ţar sem hann muldrađi í barm sér. En skyndilega tók hann viđ sér og söng allt hvađ af tók, svo mjög ađ ég hafđi ekki heyrt annađ eins úr barka hans frá ţví hann kom í hverfiđ nokkrum árum áđur.
Ţví miđur voru ekki réttu grćjurnar á stađnum. Hljómurinn er ţví ekki eins góđur og á verđur kosiđ, auk ţess sem hávađi frá bílaumferđ er allt of mikill ađ vanda. En upptakan er engu síđur ţess virđi ađ á hana sé hlustađ.

Download mp3 file (192kbps / 38,3Mb)
 

Recorder: Sound Devices 744T
Mics: Shure MX391 fit into 54cm parabolic disk, connected to SP-XLRM-MINI-2-PHANTOM
Pics. Nokia N82


Fánar í vindi

Seltjarnarnes

Ćtli ţađ séu ekki í u.ţ.b. 80% ţeirra ferđa sem ég fer til ađ hljóđrita, ađ ekkert kemur út úr ţví. Oftar en ekki er ćtlunin ađ taka upp eitt, en ég kem heim međ eitthvađ annađ. Ţá gerist stundum ţađ óvćnta ađ slík hljóđrit koma skemmtilega á óvart.
Eitt af slíkum tilviljunum var hljóđritađ 4. júlí 2012.
Logn og blíđa var í Austurbćnum svo ég ákvađ ađ skjótast út á Seltjarnarnes til ađ fanga dásamlegt sumarkvöld nćrri sjó međ fjölskrúđugu fuglalífi. En ţví nćr sem dró Nesiđ ţví snarpari gerđist vindurinn og ţegar ţangađ var komiđ var ekkert veđur til ađ fanga nein rólegheit.
Áđur en ég lét goluna feykja mér til baka ţá ákvađ ég ađ leita skjóls undir skyggninu viđ Golfskálann. Ţar vanađi ekki hljóđin sem umsvifalaust gripu áhuga minn. Tveir golffánar á nestisborđum hömuđust ţar í takt viđ breytilegan vind. Ţegar svo viđ bćttust önnur hljóđ frá kríu, tjaldi og öđrum fuglum sem og ţungum niđ haföldunnar, ţá hljómađi ţetta eins og skemmtilegt tónverk.
Ég kveikti á upptöku og naut tónverksins í klukkutíma á međan ég horfđi á breytilegan reyk leggja frá eldsvođa í Kópavogi.
Hér má heyra 20 mínútur af ţessu hljóđriti.

Download mp3 file (192kbps / 32,6Mb)
Sjá og heyra meira á http://fieldrecording.net

Recorder: Sound devices 744T
Mics: RodeNT1a (NOS 90°/30cm)
Pics: Nokia N82


Harmónikudagurinn 5. maí 2012

Harmonikur á Hallćrisplani

 

Um allt land virđist sem ţann 5. maí 2012 hafi “harmonikudagur” veriđ haldinn  međ pomp og prakt. Ţađ kom ekki skýrt fram á heimasíđu harmonikufélaganna en um ţađ mátti lesa á ýmsum öđrum blogg- og vefsíđum. Ţennan dag var ţó auglýst harmonikuball á Hallćrisplaninu í Ríkisútvarpinu.
Ţađ var ţví kjöriđ ađ bruna ţangađ á reiđhjólinu međ upptökutćki og heimatilbúna “Binaural” hljóđnema. Ţađ er ţví best ađ hlusta á upptökuna í góđum heyrnartólum.

Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Download mp3 file (192kbps / 24,2Mb)

Recoder: Olympus LS10 (24hz/48Khz)
Mic. Binaural (Primo EM172)
Pix: Sony DSC-P120


Arlo Guthri og Franz Anton Hoffmeister

Ţann 27. nóvember 2011 hélt Sinfóníuhljómsveit áhugamanna stórskemmtilega tónleika. Á efnisskrá voru Mozart og fleiri furđufuglar. Tónleikarnir einkenndust af skemmtiatriđum milli og á međan flutningi tónverka stóđ ţar sem Dean Ferrell bassaleikari, Gissur Páll Gissurarson tenor og Oliver Kentish stjórnandi voru í ađalhlutverkum. Hluta af tónleikunum má sjá hér á Youtube.
Tvö lög ţar sem Dean Ferrell fer á kostum má heyra hér fyrir neđan. Fyrra lagiđ er The Pause of Mr. Claus eftir Arlo Guthri og seinn lagiđ er Menuett eftir Franz Anton Hoffmeister.
Dean er óvenulega fjölhćfur tónlistamađur. Hann leikur á fjölmörg bassahljóđfćri og er nánast jafnvígur á ţau öll. Hann er sérfrćđingur í afbrigđilegum stillingum kontrabassa (scordatura) og standa honum ţar fáir á sporđi. Hann hefur sótt fundi Alţjóđlega bassaleikarfélagsins undanfarin ár og getiđ sér ţar frćgđ fyrir sérlega frumleg atriđi sem finna má á Youtube. Ţar sameinar hann afburđa fćrni sína á hljóđfćri, leikrćna tilburđi og afrakstur rannsókna sinna á gamalli tónlist og hljóđfćrum.
Lögin tvo sem hér má heyra eru birt međ leyfi Dean og Olivers

Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Sćkja mp3 skrá.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband