Færsluflokkur: Ljóð

Fánar í vindi

Seltjarnarnes

Ætli það séu ekki í u.þ.b. 80% þeirra ferða sem ég fer til að hljóðrita, að ekkert kemur út úr því. Oftar en ekki er ætlunin að taka upp eitt, en ég kem heim með eitthvað annað. Þá gerist stundum það óvænta að slík hljóðrit koma skemmtilega á óvart.
Eitt af slíkum tilviljunum var hljóðritað 4. júlí 2012.
Logn og blíða var í Austurbænum svo ég ákvað að skjótast út á Seltjarnarnes til að fanga dásamlegt sumarkvöld nærri sjó með fjölskrúðugu fuglalífi. En því nær sem dró Nesið því snarpari gerðist vindurinn og þegar þangað var komið var ekkert veður til að fanga nein rólegheit.
Áður en ég lét goluna feykja mér til baka þá ákvað ég að leita skjóls undir skyggninu við Golfskálann. Þar vanaði ekki hljóðin sem umsvifalaust gripu áhuga minn. Tveir golffánar á nestisborðum hömuðust þar í takt við breytilegan vind. Þegar svo við bættust önnur hljóð frá kríu, tjaldi og öðrum fuglum sem og þungum nið haföldunnar, þá hljómaði þetta eins og skemmtilegt tónverk.
Ég kveikti á upptöku og naut tónverksins í klukkutíma á meðan ég horfði á breytilegan reyk leggja frá eldsvoða í Kópavogi.
Hér má heyra 20 mínútur af þessu hljóðriti.

Download mp3 file (192kbps / 32,6Mb)
Sjá og heyra meira á http://fieldrecording.net

Recorder: Sound devices 744T
Mics: RodeNT1a (NOS 90°/30cm)
Pics: Nokia N82


Það gustar um Mariuerlu

Það var um júróvisjonhelgina 2012 sem fjölskyldan fór í orlofshús við Apavatn. Veðrið var ágætt að sunnlenskum hætti. Sól, en fremur svalt og gekk á með norðan rokum.
Mikið var um fólk á svæðinu. Því var umtalsverður skarkali, ekki síst á leiktækjasvæðinu þar sem meðal annars var risavaxið trampólín. Þar hoppuðu börn sem fullorðnir ákafast eins og heyra má í bakgrunni.
Öldur börðu grjótið við vatnið og vindur gnauðaði í trjánum. Við hvert orlofshús var grenitré og virtust fuglar hafa hreiður í þeim öllum. Maríuerla ein var stöðugt á vappi við sólpallinn og góndi reglulega inn um gluggan hjá okkur. Þegar ég svo setti hljóðnemana út fyrir hús gerði hún sér litið fyrir og tísti góða aríu í gegn um rokið.

Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Download mp3 file (192kbps / 24,6mb)

Recorder: Sound devices 744
Mic: Rode NT2a in spaced omni (60cm AB setup )


Sópransöngur í Laugarneskirkju

 img_0074

Laugarneskirkja er í Laugarnesprestakalli, Reykjavíkurprófastdæmi. Var hún teiknuð af Guðjóni Samúelssyni (f.1887 – d.1950) og vígð þann 18. desember árið 1949.
Þann 3. júlí 2011 hljóðritaði ég söng Önnu Jónsdóttur sópransöngkonu í kirkjunni við undirleik Antoniu Hevesi á pianó .
Anna hóf söngnám við Nýja tónlistarskólann hjá Alinu Dubik og lauk þaðan burtfararprófi vorið 2003.
Næsta vetur stundaði hún nám við Tónlistarháskólann í Búkarest þar sem hennar aðalkennari var
Maria Slatinaru. Anna lauk síðan einsöngvaraprófi frá Nýja tónlistarskólanum í nóvember 2004 undir handleiðslu Alinu Dubik.
Anna hélt debut-tónleika í Hafnarborg haustið 2006 þar sem Jónas Sen lék með henni. Árið 2008 gaf hún út sinn fyrsta hljómdisk, Móðurást, en á honum eru íslensk sönglög sem eiga það sameiginlegt að fjalla á einhvern hátt um móðurkærleikann.
Síðustu ár hefur Anna tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi með einsöngstónleikum og þátttöku í stærri verkum.

Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Sækja mp3 skrá


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband