Færsluflokkur: Dægurmál

Svartþröstur, Jimmy Hendrix og Janis Joplin

080620124130

 
Í byrjun febrúar kynnti Sonic Terrain bloggið skemmtilagan og áhugaverðan sjónvarpsþátt frá BBC4. Fjallaði þátturinn aðallega um David Rothenberg og bókina hans “Whay bird sing” Tekist er á um kenningar milli fræðimanna um tilgang fuglasöngs og ólíka sýn manna í þeim efnum.

Eftir að hafa séð þáttinn á YouTube í 6 bútum leiddi ég hugann að mínum fuglaupptökum þar sem segja má að fugl hafi sungið sér til ánægju fremur en annað.
Jú og viti menn ég fann eina upptöku úr garðinum frá því 9. júní 2012 undir flokknum “test”. Var ég þar að prófa parabóluskerm með Shure MX391/O hljóðnemum og biluðum PIP-Phantom power breyti sem ég hafði fengið sendan frá Sound Professionals.
Þó upptakan hafi sína galla þá hefur hún að geyma skemmtilega uppákomu úti í garði þetta kvöld.
Í nágrenninu var nokkuð fjörugt garðpartí með útitónleikum þegar svartþrösturinn í næsta garði fór upp á loftnet og tók lagið með hljómsveitinni. Fyrst þegar hann kom var hann jafn hljóðlátur og venjulega þar sem hann muldraði í barm sér. En skyndilega tók hann við sér og söng allt hvað af tók, svo mjög að ég hafði ekki heyrt annað eins úr barka hans frá því hann kom í hverfið nokkrum árum áður.
Því miður voru ekki réttu græjurnar á staðnum. Hljómurinn er því ekki eins góður og á verður kosið, auk þess sem hávaði frá bílaumferð er allt of mikill að vanda. En upptakan er engu síður þess virði að á hana sé hlustað.

Download mp3 file (192kbps / 38,3Mb)
 

Recorder: Sound Devices 744T
Mics: Shure MX391 fit into 54cm parabolic disk, connected to SP-XLRM-MINI-2-PHANTOM
Pics. Nokia N82


Umferð starra

Starling Starri

Ég hef gert mikið af því undanfarnar helgar að taka upp umhverfishljóð úti í garði. Oft er ég að prófa hljóðnema, hljóðnemauppsetningar, vindhlífar eða rafhlöður. Oftar en ekki eru spörfuglar sem ég fóðra úti í garði viðfangsefnið þó ég láti mig alltaf dreyma um hið óvænta. Þessar upptökur geta verið margra klukkustunda langar og fátt annað á þeim en hávaðasöm bílaumferð. En áður en upptökunum er hent er þeim rennt í gegnum forrit sem sýna í fljótheitum hvort eitthvað áhugavert sé á þeim að finna. Ef svo er þá er það geymt.
Hér er á ferðinni eins slík upptaka. Eftir nærri fjögurra klukkustunda upptöku kom stór starrahópur í fóðrið sem lagt hafði verið fyrir þá.
Þarna spígspora og flögra fuglarnir umhverfis hljóðnemana, en stór hópur þeirra er uppi í trjánum. Hrafn er í hverfinu og fær hund til að gelta og hræðir síðan fuglana þegar hann flýgur of nærri.
Þetta er að mörgu leyti lífleg og skemmtileg upptaka. En það var eitt atriði sem varð til þess að ég var nærri búinn að henda þessari upptöku.
Ég ætla ekki að segja hvað það er, en ætla að lát hlustendum eftir að dæma upptökuna og segja frá því hvað hafi hugsanlega misfarist og fá þá til að rita ummæli hér fyrir neðan. Ég mun svo segja hvað mér finnst fyrir jól.

Download mp3 file (192kbps / 23,3Mb)

Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net 

Recorder: Sound Devices 744
Mics: Sennheiser MKH30/40 (MS setup)
Pix: Canon 30D (see more pictures)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband