Færsluflokkur: Lífstíll
11.5.2013 | 21:54
Fuglar í Seltjarnarnes fjöru 25. maí 2000
Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að taka upp fuglasöng við veðurskilyrði eins og voru þessa nótt á Seltjarnarnesi 25. júní 2000. Veður var einstaklega stillt og allir fuglar voru komnir með unga. Einkenni þessarar upptöku er návígið við æðarkollur og unga þeirra sem leita fæðu í flæðarmálinu. Í mikilli nálægð er hægt að heyra buslið í ungunum og hvernig kollan kennir þeim og ver þá gegn varasömum gestum. Að auki má heyra í öðrum fuglum sem einkenna Seltjarnarnesið s.s. kríu, tjaldi, lóu og hrossagauk. Hljóðin eru síðan síbreytileg þar sem heyra má fuglahópa koma og fara í stöðugri leit sinni að fæðu.
Á sínum tíma þótti upptakan svo góð að hún endaði á CD útgáfu (sjá nánar á sölusíðu).
Download mp3 file (192kbps / 46Mb)
Sjá meira og heyra: www.fieldrecording.net
Fleiri hljóðdæmi hjá Xeno-Canto and AudioBoo
Recorder: Sony TC-D5M (TDK MA-90mín).
Mic. Sennheiser K3U / ME20 (40cm/100° apart. Hi-Pass filter on level 1).
Pix: Canon 30D (pictures taken 2010).
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2013 | 21:39
Reykjavíkurmaraþon 2012
Staðsetti ég hljóðnema í runna fyrir neðan Fríkirkjuna og lét þá fanga það sem allt snerist um þennan dag. Í upphafi hljóðritsins má heyra fólk streyma frá hægri til vinstri á leið sinni frá bílastæðum við Hringbraut niður á Lækjargötu að ráslínu. Stuttu eftir að rásmerki er gefið koma hlaupararnir 13 þúsund eins og stórfljót frá vinstri til hægri sem svo hverfur á fimm mínútum. Þegar þeir eru svo horfnir úr augsýn færist allt aftur í eðlilegt horf við Fríkirkjuveg.
Download mp3 file (192kbps / 28,2Mb)
Sjá meira og heyra: www.fieldrecording.net
Recorder: Sound Devices 744
Mics: Sennheiser MKH30/20 (MS setup)
Pics: Canon 30D (see more pictures)
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2012 | 12:39
Ertu náttúruunnandi á ferðalgi?
Ertu einn/ein af þeim sem fara reglulega út úr þéttbýlinu til að njóta náttúrunnar í þögn frá skarkala höfuðborgarinnar? Stundar þú skoðunarferðir, göngur, veiðar, ljósmyndun, hljóðritun eða rannsóknir í kyrrlátu umhverfi utan borgarmarkana?
Ég ver talverðum tíma í umhverfis- og náttúruhljóðritun. Þar á meðal hljóðritanir af fuglasöng, ekki þá aðeins til að njóta heldur líka til greiningar í víðu samhengi. Fuglasöngur er ekki aðeins "einhver tjáskipti" fugla, heldur gefa hljóðin líka upplýsingar um landsvæðið sjálft, gerð þess og heilbrigði. Hljóðrit fugla og dýra geta því verið áhugaverð til frekari greiningar á vistkerfum. Það er því nokkuð ljóst að þetta verkefni getur tekið mörg ár
Gera má ráð fyrir að vistkerfi og fjölbreytileiki fugla á Suðurlandi hafi breyst mikið við framræslu mýrlendis í upphafi síðustu aldar. Nú má segja að vistkerfi á Suðurland standi aftur á tímamótum vegna trjáræktar. Fuglalíf á því eftir að breytast mikið á næstu árum, bæði þar sem og annars staðar.
Þá vita margir um breytingar hjá sjófuglum síðustu misseri um land allt sem vert er að skoða nánar.
Ég geri ráð fyrir að menn séu stöðugt að fylgjast með vistfræðilegum fjölbreytileika hér á landi en ég veit ekki til þess að nokkur sé að safna hljóðum í slíka vinnu (ef svo er væri gaman að vita af því).
Og þá kem ég að mínum vanda í þessari hljóðritasöfnun.
Ég á ekki og mun ekki fá mér bíl, því hann nýtist mér ekki neitt nema flytja upptökubúnað um langan veg. Því biðla ég til fólks sem á erindi út á land hvort það hafi tök á því að hafa hljóðmann meðferðis? Hljóðbúnaðurinn er misjafnlega fyrirferðamikill en getur tekið pláss á við "sæmilegan bakpoka"
Ég hef einnig áhuga á því að komast í samband við fólk sem sér notagildi í svona hljóðritasöfnun og hefur skoðun á því hvernig best sé að standa að verki s.s. með skráningu ýmissa umhverfisþátta. Þá væri gott að fá hugmyndir um svæði þar sem vert væri að hljóðrita og hugmyndir frá fagfólki sem sýnir þessari vinnu áhuga. Þá skal það líka tekið fram að ég get hljóðritað í vatni. Lífríki sjávar og vatna eru því allt eins á verkefnalista mínum. Sama gildir um tónlist, samkomur, mannvirki, jökla, hveri og jarðskorpuna. Í raun allt sem getur gefið frá sér hljóð frá 1Hz upp í 100Khz.
Hljóðritun á náttúru á ýmislegt sameiginlegt með kvikmyndun á náttúru. Maður þarf tíma og þolinmæði og vera á réttum stað og tíma til að takast á við viðfangsefnið. En oftar en ekki er það hið óvænta á tökustað sem gefur viðfangsefninu gildi.
Þeir sem áhuga hafa á þessu viðfangsefni og/eða eiga tök á því að hafa hljóðmann meðferðis í ferðir út úr skarkala höfuðborgarinnar mega endilega hafa samband við mig hvenær sem er, á hvaða árstíma sem er.
Magnús Bergsson
fieldrecording.net@gmail.com
simi: 6162904
Að lokum sendi ég hér linka á viðtöl við tvo hljóðmenn með svipað efni.
http://www.cbc.ca/thecurrent/episode/2012/05/16/the-great-animal-orchestra-bernie-krause/
http://being.publicradio.org/programs/2012/last-quiet-places/
Lífstíll | Breytt 24.5.2012 kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2011 | 21:19
Hafsjór orða
Einn er sá hljóðbloggari sem ég fylgist reglulega með. Er það Des Coulam í Paris sem heldur úti blogginu Soundlandscape. Er það rómað fyrir skemmtilega frásögn af borgarlífinu og því sem borgin hefur að geyma í fortíð og nútíð. Oftar en ekki beitir hann Binaural tækni við upptökur sínar. Eru litlir hljóðnemar þá staðsettir sem næst eyranu. Gefur það mjög skemmtilega hljóðmynd ef hlustað er á upptökurnar með heyrnartólum.
Mér hefur gengið ótrúlega illa að hljóðrita með Binaural tækni úti á götu. Er það ekki síst fyrir það að ég er varla búinn að ganga um með hljóðnemana nema í nokkrar mínútur sem ég er truflaður af fólki í kring um mig, oftast nær fólki sem ég þekki á einhvern hátt. Það fylgir oft ekki sögunni í mínum Binaural upptökum eins og Kringlan og Tunnumótmæli á Austurvelli að beggja vegna er skornir burt atburðir þar sem einhver kemur að tali við mig á meðan á upptöku stendur.
Það var því 17. júní 2011 sem ég ákvaða að prófa Blimp á bómu og með heyrnartól á höfði. Taldi ég líklegt að allir myndu sjá að ég væri við upptöku. Ég ætti því ekki að verða truflaður.
En það kom í ljós að það var ekkert skárra. Heyrist það t.d. ágætlega í hljóðritinu Harmonikkuball í Ráðhúsi Reykjavíkur, sem ég tók upp þennan sama dag. Þar er ég spurður hvort ég sé að taka upp. En af nokkrum upptökum hér og þar í Reykjavík þennan þjóðhátíðardag þá tókst mér einu sinni að standa sem steinrunninn með hljóðnemann á lofti án þess að vera truflaður í 20 mínútur. Var það á þeim stað sem myndin sýnir, við inngang Landsbanka Íslands í Austurstræti.
Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Sækja mp3 skrá.
Lífstíll | Breytt 13.1.2012 kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.7.2011 | 19:22
Drottning drepur þernu
Vorið 2011 benti allt til þess að geitungar myndu eiga erfitt uppdráttar. En það gerðist þó að trjágeitungur byrjaði að búa til hreiður yfir skúrhurðinni hjá mér. Ekki leið á löngu þar til hreiðrið var á stærð við mandarínu. Eggin, sem líklega voru allt að því 15 að tölu, fóru dag frá degi stækkandi og dökknuðu. Að staðaldri var ekki annað að sjá en að í því væru tvær þernur að sísla við eggin. Á daginn var drottningin í stanslausum ferðum, eða að meðaltali inn og út um opið á 2-4 mínútna fresti. En um nóttina fækkaði ferðum sem urðu þá á 20 30 mínútna fresti.
Daginn eftir að þessi upptaka fór fram, sem var 7. júlí, eyddi ég búinu því eggin voru greinilega að klekjast út, sem gert hefði alla eyðingu erfiðari.
Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Sækja mp3 skrá #1 Sækja mp3 skrá #2
Lífstíll | Breytt 13.1.2012 kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)