Kosningalykt frá umhverfsráðuneytinu

Sei sei... fallegt að sjá umherfisráðherra í vinnunni. Það heyrist ekki oft í þessu umhverfisráðuneyti enda hefur það verið eins og aðstoðarráðuneyti iðnaðarráðuneytisins í mörg ár, líklega alveg frá stofnun þess. Umhverfisráðuneytið ætti að vera eitt fyrirferðamesta ráðuneyti stjórnkerfisins með náttúru, umhverfi og sjálfbærri þróun að leiðarljósi.
Það er mikil kosningalykt af yfirlýsingu eins og þeirri að lækka beri álögur á ónegldum hjólbörðum. Það er engin þörf á að lækka álögur á neinu sem tengist bílum. Sá rekstur er svo ódýr allir kjósa að fara leiðar sinnar á einkabílum með tilheyrandi afleiðingum. Við það bætist líklega að 30% allra höfuðborgarbúa leyfa sér að aka um á stórum jeppum þó þeir hafi ekkert að gera innan borgarmarkana. Áhrifaríkasta leiðin til að minnka svifryksmengun er að lækka  hámarkshraðan á öllu höfuðborgarsvæðinu í 30Km, líka á stofnbrautunum. Það mundi minnka háfaða- og loftmengun og í kaupbæti fækka slysum svo til niður í NÚLL.
Umhverfisráðuneytið ætti að beita sér fyrir lækkun tolla á reiðhjólum, bæði fót- og rafknúnum ef gera á eitthvað róttækt. Frá þeim stafar eingin svifryksmengun. Það þarf að beita öllum tiltækum ráðum til að fólk kjósi eitthvað annað farartæki en einkabíl í sínum ferðum. Það verður að breyta hugsanahætti almennings ekki bara bíða þar til  “tæknin” eða “markaðsöflin" gera það.  
Það er fagnaðarefni ef fella á niður virðisaukaskatt af almenningssamgöngum. Það er búið að ræða það í mörg ár án þess að þetta auma umhverfisráðuneyti hafi nokkuð gert í því. Það er því greinilegt að kosningar ættu að vera á sex mánaða fresti.

mbl.is Vilja lækka gjöld á ónegldum hjólbörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála síðasta ræðumanni.

Mér finnst að það ætti að vera búið að fella niður eitthvað af tollum og gjöldum fyrir löngu á reiðhjólum og búnaði til hjólreiða. Því ef eitthvað er þjóðhagslega hagkvæmt þá er það reiðhjólið. Bætt aðstaða til hjólreiða s.s. fjölgun hjólreiðastíga og aukið tillit til hjólandi verfarenda hefur veruleg jákvæð áhrif á svifryksmengun og umferð um höfuðborgarsvæðið. Lækkun gjalda á dekk eða bílahluti verður ekki til að bæta umferð borgarinnar sem nú þegar er allt of þétt, hröð og umfram það sem umferðarmannvirki þola slysalaust. Það eitt sýnir tölfræðin okkur svart á hvítu.

 Ég segi með þér: Lækkum gjöld á reiðhjól frekar en hjólbarða undir bíla.

Kveðja einn sem hjólar í vinnuna allt árið.

Fjölnir Björgvinsson (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 16:51

2 Smámynd: Morten Lange

Umhverfisráðuneytið hefur nú gert ett og annað gótt, en ekki nærri nóg.  

Jónina nefndi þetta með að minnka álögur ríkisins á almenningssamgöngum þegar Samgönguvikan var í September í fyrra.  Mjög jákvætt skref , en enn er bara verið að tala, virðist vera, og ekki hefur verið sagt frá því hvort stuðning sé (væntanleg) við þessu í ríkisstjórn eða á Alþingi.  


Varðandi hjólreiðar, þá held ég að það ætti að afnema alla skatta/gjöld á reiðhjólum og varahlutum.  Og umbuna fyrirtækj / vinnustaði / skóla þar sem hlutfallslega færri nota einkabíl, eða fleiri hjóla.  Þetta er gert á Bretlandi og viðar.  Í mörgum norskum sveitafélögum er borgað jafnhátt kílómetragjald þegar menn skjótast á reiðhjóli og ef þeir skjótast á bíl.  Prestar í Horðalandi fengu ( fá ?)  aðeins meira ef þeir hjóla.

Morten Lange, 3.2.2007 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband