13.8.2011 | 12:47
Sópransöngur í Laugarneskirkju
Laugarneskirkja er í Laugarnesprestakalli, Reykjavíkurprófastdæmi. Var hún teiknuð af Guðjóni Samúelssyni (f.1887 d.1950) og vígð þann 18. desember árið 1949.
Þann 3. júlí 2011 hljóðritaði ég söng Önnu Jónsdóttur sópransöngkonu í kirkjunni við undirleik Antoniu Hevesi á pianó .
Anna hóf söngnám við Nýja tónlistarskólann hjá Alinu Dubik og lauk þaðan burtfararprófi vorið 2003.
Næsta vetur stundaði hún nám við Tónlistarháskólann í Búkarest þar sem hennar aðalkennari var
Maria Slatinaru. Anna lauk síðan einsöngvaraprófi frá Nýja tónlistarskólanum í nóvember 2004 undir handleiðslu Alinu Dubik.
Anna hélt debut-tónleika í Hafnarborg haustið 2006 þar sem Jónas Sen lék með henni. Árið 2008 gaf hún út sinn fyrsta hljómdisk, Móðurást, en á honum eru íslensk sönglög sem eiga það sameiginlegt að fjalla á einhvern hátt um móðurkærleikann.
Síðustu ár hefur Anna tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi með einsöngstónleikum og þátttöku í stærri verkum.
Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Sækja mp3 skrá
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkur: Ljóð | Breytt 13.1.2012 kl. 21:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning