Sópransöngur í Laugarneskirkju

 img_0074

Laugarneskirkja er í Laugarnesprestakalli, Reykjavíkurprófastdæmi. Var hún teiknuð af Guðjóni Samúelssyni (f.1887 – d.1950) og vígð þann 18. desember árið 1949.
Þann 3. júlí 2011 hljóðritaði ég söng Önnu Jónsdóttur sópransöngkonu í kirkjunni við undirleik Antoniu Hevesi á pianó .
Anna hóf söngnám við Nýja tónlistarskólann hjá Alinu Dubik og lauk þaðan burtfararprófi vorið 2003.
Næsta vetur stundaði hún nám við Tónlistarháskólann í Búkarest þar sem hennar aðalkennari var
Maria Slatinaru. Anna lauk síðan einsöngvaraprófi frá Nýja tónlistarskólanum í nóvember 2004 undir handleiðslu Alinu Dubik.
Anna hélt debut-tónleika í Hafnarborg haustið 2006 þar sem Jónas Sen lék með henni. Árið 2008 gaf hún út sinn fyrsta hljómdisk, Móðurást, en á honum eru íslensk sönglög sem eiga það sameiginlegt að fjalla á einhvern hátt um móðurkærleikann.
Síðustu ár hefur Anna tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi með einsöngstónleikum og þátttöku í stærri verkum.

Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Sækja mp3 skrá


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband