Mikil gæfa að svona fór

Það er mikill gæfa að Framtíðarlandið bauð sig ekki fram sem stjórnmálaflokkur.

En þar sem ég veit að það eru ekki allir mér sammála þá verð ég að koma eftirfarandi á framfæri:

Grundvöllur að allri ákvarðanatöku í mannlegu samfélagi  á að vera græn. Græn hugsun á að vera nátengd öllu því sem mannshöndin gerir.

Græn málefni meiga ekki vera einkamál vinstri flokka eða einhvers sérstaks flokks heldur eiga þau að vera gegnheil í stefnuskrá allra flokka.

Það er ákaflega líklegt að framboð Framtíðarlandsins hefði verið stimplað til vinstri af fjölmiðlum ef það hefði boðið sig fram. Það hefði sjálfkrafa eyðilagt hugmyndina að framboðinu

Það eitt úr hverju Framtíðarlandið spratt sem fjöldahreyfing lýsir mjög vel grænni hugsun. Ég sem og fleiri höfðum þann skilning á Framtíðarlandinu að það væru  ópólitík málefnasamtök. Þar gæti fólk rætt um græn málefni án þess að blindast eða vera bundinn flokkspólitískum kennisetningum.

Það er mikilvægt að bæði Vinstri grænir og vinstri hægri sjónarmið geti skipst á skoðunum í samtökum sem hafa ekki þann pólitíska stimpil að vera hægri eða vinstri.

Þó svo komi fram eitthvað sérstakt grænt stjórnmálaafl þá verður alltaf þörf á samtökum eins og Framtíðarlandinu. Framtíðarlandið á hinsvegar að vera yfir það hafið að tengjast því.

Það er heimskulegt að stofna stjórnmálaafl nokkrum vikum fyrir kosningar. Það eitt bendir til að málefnavinnan innan Framtíðarlandsins hafi ekki verið gáfuleg.

Ef vel á að vera þá tekur það minnst eitt kjörtímabil að stofa og þróa stjórnmálaafl sem gæti verið trúverðugt.

Hvað sem hver segir þá hefði framboð Framtíðarlandsins tekið hlutfallslega fleiri atkvæði frá núverandi stjórnarandstöðu en stjórnarliðum. Það er því mjög líklegt að Framtíðarlandið hefði lent í stjórnarandstöðu.

Því miður þá hefur núverandi stjórnarmeirihluti Alþingis tamið sér þau vanþroskuðu vinnubrögð að taka ekki upp mál sem borin eru fram af stjórnarandstöðu. Skiptir þá engu hversu góð málefnin eru. Það verður því mikill skaði ef núverandi stjórnarmeirihluti verður við völdum enn eitt kjörtímabilið.

Þau 30-40% landsmanna sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn kjósa hann ekki vegna grænna málefna.  Til að fá þetta fólk til að hugsa um græn málefni verða grænu málin að birtast því innan flokksins.

Græn málefnastaða Framsónar- og Sjálfstæðismanna er 50 til 20 árum á eftir  málefnastöðu t.d. Vinstri grænna sem nýverið vegna fortíðar sinnar hafa þurft að endurskipuleggja alla sína málefnastöðu.

Þessi sama málefnavinna verður að fara fram innan Framsónar-og Sjálfstæðisflokksins og þá í þeirra eigin flokksstarfi. Það mun ekki gerast vegna þrýstings frá öðrum stjórnmálaflokkum.

Framtíðarlandið á að vera einskonar uppspretta málefna fyrir stjórnmálasamtök og  einstaklinga sem vilja koma grænum málum að í grasrótinni. Það gerist ekki nema Framtíðarlandið sé viðurkennt sem óflokkspólitískt.


mbl.is Fellt á fundi Framtíðarlandsins að bjóða fram til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Góðar pælingar, Magnús. Ég er alveg sammála þér t.d. um það að það sé komið alltof nálægt kosningum og að svona framboð hefði verið stimplað til vinstri og því tekið af stjórnarandstöðunni.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 12.2.2007 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband