12.9.2011 | 00:21
Hvað er undir kajaknum?
Þau skipti sem ég hef róið kajak á sjó hef ég oft leitt hugann að því að líklega væri meira spennandi að vera neðansjávar en ofan. Áhugi minn á lífinu neðansjávar minnkaði svo ekkert við það þegar ég fékk mér neðansjávarhljóðnema og gat farið að hlusta á þann hljóðheim sem þar er. Hljóðin sem hér heyrast voru tekin upp fimmtudaginn 11. ágúst 2011, austan við bryggjukantinn við Áburðarverksmiðjuna. Hljóðin sem þarna heyrast geta komið frá rækjum, skeljum og hrúðurkörlum en hæst heyrist í einhverju sem líkist því að verið sé að róta í möl á botninum. Þá heyrast líka hljóð sem hugsanlega koma frá sel eða hval og tíst sem líkist tísti hjá auðnutitlingi. Þó það hafi verið stafalogn á meðan á upptöku stóð þá eru drunurnar líklega tilkomnar vegna þess að létt gola leikur um hljóðnemakaplana. Fljóðtlega í upphafi hljóðritsins má heyra eitthvað snerta hljóðnemana í nokkur skipti en það er annaðhvort þang eða nart fiskiseiða sem mikið er af á þessum slóðum á þessum árstíma. Á 12. mínútu kemur stór hópur kajakræðara fyrir hornið á viðlegukantinum. Þá heyrist greinilega í áratökunum á leið þeirra inn í Eiðsvík.
Ef einhver veit hvaða skepnur það eru sem gefa frá sér hljóð í þessu hljóðriti þá er um að gera segja frá því í hér.
Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Sækja mp3 skrá.
Meginflokkur: Umhverfismál | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | Breytt 13.1.2012 kl. 21:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning