25.9.2011 | 21:19
Hafsjór orða
Einn er sá hljóðbloggari sem ég fylgist reglulega með. Er það Des Coulam í Paris sem heldur úti blogginu Soundlandscape. Er það rómað fyrir skemmtilega frásögn af borgarlífinu og því sem borgin hefur að geyma í fortíð og nútíð. Oftar en ekki beitir hann Binaural tækni við upptökur sínar. Eru litlir hljóðnemar þá staðsettir sem næst eyranu. Gefur það mjög skemmtilega hljóðmynd ef hlustað er á upptökurnar með heyrnartólum.
Mér hefur gengið ótrúlega illa að hljóðrita með Binaural tækni úti á götu. Er það ekki síst fyrir það að ég er varla búinn að ganga um með hljóðnemana nema í nokkrar mínútur sem ég er truflaður af fólki í kring um mig, oftast nær fólki sem ég þekki á einhvern hátt. Það fylgir oft ekki sögunni í mínum Binaural upptökum eins og Kringlan og Tunnumótmæli á Austurvelli að beggja vegna er skornir burt atburðir þar sem einhver kemur að tali við mig á meðan á upptöku stendur.
Það var því 17. júní 2011 sem ég ákvaða að prófa Blimp á bómu og með heyrnartól á höfði. Taldi ég líklegt að allir myndu sjá að ég væri við upptöku. Ég ætti því ekki að verða truflaður.
En það kom í ljós að það var ekkert skárra. Heyrist það t.d. ágætlega í hljóðritinu Harmonikkuball í Ráðhúsi Reykjavíkur, sem ég tók upp þennan sama dag. Þar er ég spurður hvort ég sé að taka upp. En af nokkrum upptökum hér og þar í Reykjavík þennan þjóðhátíðardag þá tókst mér einu sinni að standa sem steinrunninn með hljóðnemann á lofti án þess að vera truflaður í 20 mínútur. Var það á þeim stað sem myndin sýnir, við inngang Landsbanka Íslands í Austurstræti.
Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Sækja mp3 skrá.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Lífstíll | Breytt 13.1.2012 kl. 21:19 | Facebook
Athugasemdir
Ég lendi iðulega í því sama ef ég er að taka upp myndband. "Er þetta video?", "Ertu að taka upp?" Ég fer að verða nokkuð sjóuð í að aðskilja hljóð og mynd, skipta út bútnum með umhverfishljóði. En þú hefur nú skemmt hjá mér nokkrar upptökur á hjólaferðalögum undanfarin ár, alveg merkilegt hvernig sum hljóð sem maður tekur ekkert eftir í daglega lífinu verða hrikaleg þegar maður hlustar á þau eftir á.
Þegar þú sýgur upp í nefið er eins og fellibylur hafi riðið yfir, ótrúlegur hávaði og ég þarf alltaf að deyfa hljóðið á þeim stað eða klippa burt.
Hjóla-Hrönn, 28.9.2011 kl. 18:59
Hehehe fellibylur úr nösum með úrkomu.
Ég lendi oft í því að eyðileggja binaural upptökur vegna þess að blístrið heyrist í nasahárunum þegar maður dregur andann. Ég hef því þurft að vera stundum gapandi og draga andann hægt og rólega á meðan á upptöku stendur. Ég tek því miður vanalega ekkert eftir þessu fyrr en komið er heim með upptökuna.
Skrjáf í fötum er líka vandamál. Heyrist það ágætlega í upptökuni af hjólaráðstefnuni í Iðnó. Vanalega er lækkað í því með EQ, en ég er ekkert hrifinn af slíku. Það heyrist því oft á tíðum ýmislegt sem fer fram hjá manni dags daglega.
Magnús Bergsson, 30.9.2011 kl. 02:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning