1.12.2011 | 19:34
Friðland í Flóa sumarið 2011 – 1. hluti
Fyrir rúmu ári setti ég á vefinn upptöku af fuglalífinu í friðlandinu í Flóa. Eftir þá ferð var ég harðákveðinn að koma aftur ári síðar.
Dagana yfir sumarsólstöður nú í sumar tjaldaði ég því við Eyrarbakka með allt mitt hafurtask.
Nú kom ég líka með suðminni magnara og hljóðnema. Rétt fyrir miðnætti lagði ég af stað frá tjaldsvæðinu við Eyrarbakka og hjólaði með tæki og tól inn á friðlandið. Það var ákveðið að taka upp alla nóttina, helst í 12 tíma, eða á meðan rafhlöður entust.
Veður var gott. Í raun nákvæmlega það sama og árið áður. Hiti u.þ.b. 5-7° C, léttskýjað og breytileg vindátt. Vindstyrkur var frá því að vera logn allt að 8 m/s sem því miður má stundum heyra í þessari löngu upptöku. Yfir daginn fór vindstyrkur upp í 15 m/s sem heyra má í hljóðfærslu frá því í ágúst s.l.
Með nýjum hljóðnemum varð útkoman skárri en árið áður.
Þó enn heyrist suð í tækjum (hvítt suð) þá skiluðu þau ágætum upptökum af ótrúlega lágværum hljóðum sem vart voru merkjanleg með berum eyrum. Þá var ekki hjá því komist að hljóðnemarnir tækju upp hljóð frá bílaumferð sem gátu ekki annað en verið í margra kílómetra fjarlægð, því ekki sást til allra þeirra sem heyrðust á hljóðritinu þessa nótt. Þá er suðið í briminu út með suðurströndinni mjög greinilegt. Breytti engu þó ég reyndi að koma hljóðnemunum í skjól og beina þeim í aðra átt.
Í upptökunni má heyra í mörgum fuglum. Ég ætla að láta hlustendur um að þekkja þá og koma með nöfn þeirra með því að Rita ummæli hér fyrir neðan.
Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Sækja mp3 skrá.
Meginflokkur: Umhverfismál | Aukaflokkur: Tónlist | Breytt 13.1.2012 kl. 21:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning