Rita við Arnarstapa

Arnarstapi

Um miðjan júlí 2012 fór fjölskyldan í fimm daga ferðalag umhverfis Snæfellsnes. Eins og venja var fylgdi upptökutækið með við hvert fótmál.
Skemmtilegasta hljóðritið sem ég náði í þessari ferð var við Arnarstapa. Ekki að furða því þar er af nægu að taka. Hefði ég getað verið þar við hljóðritanir í marga daga.
Sunnan við löndunarbryggjuna er lítil klettaskora sem gefur skemmtilegan endurhljóm. Teygði ég þar hljóðnemann fram yfir klettabrúnina. Opnaðist þá afar skemmtilegur hljóðheimur sem varð til þess að ég steingleymdi mér í um klukkutíma án þess að hreyfa legg eða lið.
Allt um kring flaug rita vælandi í dagsins önn og á klettasillum mátti sjá og heyra að mikið var af ungum. Fyrir neðan hjalaði svo aldan blíðlega við klettana.
Í bakgrunni má hyra í erlendum ferðamönnum staldra við, spjalla og taka myndir. Þá heyrist einnig umgangur frá bryggjunni þar sem verið var að landa afla og eitthvað í þotuumferð.

Download mp3 file (192kbps / 45Mb)

Recorder: Sound devices 744
Mic: Audio Technica  BP4025
Pix: Canon 30D

Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband