25.2.2007 | 02:40
Augnablik...
Ég þarf líklega að blanda mér í þessa umræðu þar sem ég hóf hana.
Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að við vorum tveir sem höfðum mætt á hjóli og seinna þrír. Eftir á að hyggja þá var spurningin svolítið óréttlát. Stór hópur fundargesta var utan af landi. Þaðan komu flestir á sínum bíl enda eru almenningssamgöngur við landsbyggðina í skötulíki. Þá kom í ljós að fólk hafði samnýtt bíla á höfuðborgarsvæðinu. Liklega voru það svo u.þ.b. 15% sem notuðu stræto og gengu.
Þó Reykjavík geti seint talist hjólavæn borg þá hefði samt átt að vera sægur af hjólum fyrir utan fundarstaðinn. Það skiptir ákaflega miklu máli að við kjósum vistvænustu og hollustu samgöngumáta sem völ er á. Ekkert er betur til þess fallið en reiðhjólið.
Það sannaðist núna um helgina að batnandi fólki er best að lifa. Vinstri grænir hafa mótað skýrustu og bestu stefnuna sem varða sjálfbærar samgöngur og geri aðrir betur.
Einn á hjóli hjá VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:15 | Facebook
Athugasemdir
Að 15 % sem komu öðruvísi en á einkabíl verður að teljast ágætt. Auk þess voru sem sagt sumir í samfloti á bíl. Það er ekki svo ýkja langt á eftir meðaltalið fyrir Reykjavík um hávetur, samkvæmt könnun Gallup. Og eins og þú bendir á voru margir þarna komnir utan af landi.
Jafnvel fólk sem daglega ferðist öðruvisi en á einkabíl hafa margir sennilega mætt þannig vegna þess að ferðir sé ekki eins tíðar á strætó um helgar, þeir voru ekki búnir að finna góð leið til að hjóla, og lítil sem engin aðstæða til þess að skipta um föt á staðnum, ólíkt á vinnustað hjá mörgum.
En ein og allir benda á ( sem er jákvætt) betur má ef duga skal. Þá verð ég minnast á að ég átti leið þarna fram hjá bílunum og mér blöskraði að sjá hvernig fólki hefðu lagt upp á gangstéttir og þess háttar í bílaflæminu.
Nú er vonandi að Morgunblaðið leiðrétti frétt sinn og líka að sams konar könnun verði gert á öðrum fundum af svípuðum toga.
Finnst þér ekki við hæfi að biðja mbl um að leiðrétta ?
Morten Lange, 25.2.2007 kl. 15:48
Ég vill minna á niðurstöðu helgarinnar.
http://mberg.blog.is/blog/mberg/entry/132785/
og
http://johannbj.blog.is/blog/johannbj/entry/132300/
Magnús Bergsson, 26.2.2007 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.