Fánar í vindi

Seltjarnarnes

Ætli það séu ekki í u.þ.b. 80% þeirra ferða sem ég fer til að hljóðrita, að ekkert kemur út úr því. Oftar en ekki er ætlunin að taka upp eitt, en ég kem heim með eitthvað annað. Þá gerist stundum það óvænta að slík hljóðrit koma skemmtilega á óvart.
Eitt af slíkum tilviljunum var hljóðritað 4. júlí 2012.
Logn og blíða var í Austurbænum svo ég ákvað að skjótast út á Seltjarnarnes til að fanga dásamlegt sumarkvöld nærri sjó með fjölskrúðugu fuglalífi. En því nær sem dró Nesið því snarpari gerðist vindurinn og þegar þangað var komið var ekkert veður til að fanga nein rólegheit.
Áður en ég lét goluna feykja mér til baka þá ákvað ég að leita skjóls undir skyggninu við Golfskálann. Þar vanaði ekki hljóðin sem umsvifalaust gripu áhuga minn. Tveir golffánar á nestisborðum hömuðust þar í takt við breytilegan vind. Þegar svo við bættust önnur hljóð frá kríu, tjaldi og öðrum fuglum sem og þungum nið haföldunnar, þá hljómaði þetta eins og skemmtilegt tónverk.
Ég kveikti á upptöku og naut tónverksins í klukkutíma á meðan ég horfði á breytilegan reyk leggja frá eldsvoða í Kópavogi.
Hér má heyra 20 mínútur af þessu hljóðriti.

Download mp3 file (192kbps / 32,6Mb)
Sjá og heyra meira á http://fieldrecording.net

Recorder: Sound devices 744T
Mics: RodeNT1a (NOS 90°/30cm)
Pics: Nokia N82


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband