Fimmtíu árum of seint.

Það er gott að sumir ráðamenn þjóða heims eru farnir að vakna. Þetta eru rannsóknir sem við hefðum átt að stunda alla tíð. Skilningur okkar í dag á vistkerfinu hefði þá orðið meiri en hann er í dag. Nú þegar allt stefnir í óefni og jafnvel orðið of seint að bjarga málum, þá hlaupa allir upp til handa og fóta og ætla að öðlast skilning á náttúrunni og atburðarás sem einhvernvegin hefur verið svo fyrirsjáanleg um margra ára skeið.  Ánægjuleg frétt en um leið lika dapurleg


mbl.is Umfangsmestu heimskautarannsóknir í hálfa öld hafnar í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voðalega eru allir sannfærðir um að þessi nýjasta heimsendaspá rætist eitthvað frekar en allar hinar sem búið er að moka út undanfarin árhundruð.

Gulli (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 09:58

2 Smámynd: Magnús Bergsson

Gulli minn, hver var að tala um heimsenda. Ég lit ekki á þetta sem heimsenda þó ég hafi skoðun á þeim veðurbreytingum sem eru í nánd. Ég hlýt t.d. að hafa skoðun á því að við hækkun yfirborðs sjávar mun stuðla að flóttamannavanda, kannski innan minnar fjölskildu en líklega einhverra hinum megin á hnettinum. Ég veit það líka að þessi veðurbreyting mun útrýma fjölda dýrategunda, kannski ekki snígla úti í garðinum mínum. En ég get haft áhyggjur af því að ísbyrnir hverfi af norðurheimskautinu. Gallin við ykkur efasemdamenn er að þið eruð óskaplega illa upplýstir

Magnús Bergsson, 3.3.2007 kl. 13:14

3 identicon

Eða kannski við séum aðeins betur upplýstir en svo að halda að koldíoxíð sé eini möguleiki orsakavaldurinn í þessum málum? Hefurðu t.d. kynnt þér rannsóknir sem sýna fram á að undanfarin milljón ár hafa verið ísaldir mjög reglulega á u.þ.b. 100.000 ára fresti. Á undan amk tveimur síðustu ísöldum (sú síðasta hófst fyrir rúmlega 110.000 árum) hækkaði hitastig jarðarinnar mjög snöggt, lækkaði síðan og hækkaði á víxl í nokkur þúsund ár áður en þær ísaldirnar skullu á? Eða nýjar og jafnvel eina 100 ára gamla kenningu um breytingar á sporbaug jarðar umhverfis sólu sem færa jörðina nær sólinni með reglulegu millibili? Nú eða jafnvel glænýja kenningu um sveiflur í segulsviði sólarinnar sem orsakar hitasveiflur í henni um á nokkra tugi þúsunda gráða með ca. 100.000 ára millibili? Nú eða að vísindamenn telja að á milli síðustu ísalda hafi hitastig jarðar verið að meðaltali rúmlega 5°C hærra en meðaltal síðustu ára?

Ég efast ekkert um að koldíoxíð hafi neikvæð áhrif í þessu en ég er ekki nægilega einfaldur að halda að maðurinn sé eini orsakavaldurinn í þessu. Sérstaklega þegar svipaðar aðstæður hafa komið upp hundruðum þúsundum ára áður en forfeður mannsins fóru að príla í trjám.

Lestu t.d. þessa grein ef þú vilt kynna þér síðustu ísaldir:
http://www.esd.ornl.gov/projects/qen/nerc130k.html

Gulli (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 20:36

4 identicon

Staðreyndin er sú Gulli að flestir vísindamenn hafa verið sammála um gróðurhúsaáhrifin og orsökhennar í öllum helstu megindráttum.  Hinsvegar hefur voru nokkrir þeirra ( lesis mikill minnihluti ) ósammála þessu.  Og þessi minnihluti fékk hlutfallslega miklu meiri fjölmiðlaumfjöllun, því það hentaði ákveðnum pólitískum sjónarmiðum. -  Nú er þessu ekki lengur að fagna.  Vísindamenn og margir pólitíkusar eru nú loks sammála um að meirihluti vísindamanna hafði allan tíman rétt fyrir sér.  -  Hver ætti svo sem að vera hissa á því? -  Og þetta eru nú öll tíðindin.  Vísindamennirnir vissu þetta allan tímann! ( Eigum við ekki bara að treysta því að þeir viti hvað þeir eru að segja, eða eigum við að fara að deila við þá um mælingar og stærðfræðilíkön? Af því niðurstöðurnar henta okkur ekki alveg núna á þessari stundu. )

Arnþór L. Arnarson (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband