Framsókn í umhverfismálum

Það hljómar alltaf einkennilega þegar Framsóknarmenn tala um umhverfismál. Það er líklega komin einhver kosningaskjálfti í þá. En hér verð ég að vera sammála Jónínu. Vandmál heimsins er jú auðvitað brennsla jarðefnaeldsneytis hvor sem það er í formi olíu eða annar efna sem bundið hafa koltvíeldi. Við mættum þó brenna meira gas, þá metangasi. En stærsta vandamálið er taumlaus orkusóun þeirra 20% jarðarbúa sem sólunda 80% allrar núverandi orkuframleiðslu og heimtar stöðugt meira og meira. Það er fyrst og fremst heppni að við íslendingar búum við jarðhita og vatnsorku annars væri frammistaða okkar í umhverfismálum líklega sú versta sem finna mætti í mannheimum. Orkusóun okkar íslendinga og losun koltvíeldis hefur bara aukist frá því 1990 og það er ekkert sem bendir til þess að hún eigi eftir að minnka þó því hafi verið lofað. Það er staðreynd sem t.d hugviti Framsóknarflokksins er um að kenna.

mbl.is Þekking mikilvægt framlag til lausnar loftslagsvandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framsóknarflokkurinn er fyrsti græni flokkurinn á landinu, ekkert óeðlilegt að heyra þá tala um umhverfismál.

Ólafur Sveinn (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband