5.5.2007 | 13:45
Krefjumst kosninga á hverju ári.
Ef þessi framganga kallast ekki framsóknamennska eða hræsni, þá veit ég ekki hvað. Það er teljandi á fingrum annarrar handar þegar Framsóknarflokkurinn hefur gert eitthvað af viti í sínum ráðuneytum. Þetta er eitt af þeim þó það sé ekki stórt. En það er greinilegt að við þurfum að hafa kosningar á hverju ári. Það ætti að vera ein mikilvægasta krafa þjóðarinnar til næstu ríkisstjórnar, ekki síst þegar þjóðin hefur ekki vit á því að skipta stöku sinnum um ráðamenn.
Samið um tannlæknaþjónustu og forvarnarskoðanir 3 og 12 ára barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Alveg er það merkilegt hvernig þið látið. Siv hefur verið að vinna af alefli í heilbrigðismálunum allt kjörtímabilið og skrifað reglulega undir mikilvæga samninga. Þið farið síðan af hjörunum þegar hún heldur áfram sínu striki og heldur áfram að skrifa undir mikilvæga samninga alveg fram að kosningum!
Það er hins vegar rétt að betur má ef duga skal, en bendi á eftirfarandi í yfilýsingu samhliða undirrituninni:
Það er sameiginlegur skilningur samningsaðila að með þessu sé stigið fyrsta skrefið í forvarnareftirliti barna og unglinga, sem leggja mun grunn að bættri tannheilsu barnsins um alla framtíð. Í framtíðinni verður hugað að því að þétta þetta eftirlitsnet með því að taka fleiri árganga inn til eftirlits á þennan hátt.
Meira um þetta í pistlinum Siv flott í gervi tannálfsins!
Hallur Magnússon, 5.5.2007 kl. 13:53
Sæll Maggi,
Mig vantar mynd af gatnamótunum við Kringlumýrarbraut sem sýnir aðstæður hjólreiðamanna þar. Kannski eitthvað úr Stekkjarbakkanum líka. Áttu svoleiðis handa mér? Ef svo er væri gott að fá það á thuridur05@ru.is Ef ekki þá nær það bara ekki lengra.
Kv. Þurý
Þuríður Ósk Gunnarsdóttir, 9.5.2007 kl. 19:57
Mér skilst að það sé ekki einu sinni búið að semja við tannlæknana um þetta mál og því sé þessi samningur lítils virði.
Ingibjörg Stefánsdóttir, 9.5.2007 kl. 22:04
Eigum við ekki barasta að kjósa á hverjum degi. Þá myndast klíka sérvitringa sem nennir þessu ráða og allir venjulegir menn gefast upp gagnvart henni.
Jón Sigurgeirsson , 14.5.2007 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.