26.8.2007 | 23:28
Ásættanlegt slys?
Fyrir um ári síðan fór ruslabíll frá Hringrás út af á sama stað. Hann flaug þó aðeins lengra. Það slys sem og þetta snýst fyrst og fremst um hraða, ekki öryggisbelti eins og einhverjir bloggar halda fram á öðrum stað.
Bílar eru alltaf til vandræða. Þetta slys er bara eitt af þessum "ásættanlegu slysum" sem verða alla daga vegna bílaumferðar. Það breytir engu hvort menn nota öryggisbelti eða ekki. Ef vegirnir verða betri og ökumenn telja sig finna til öryggiskenndar þá auka þeir bara hraðann upp í "þægileg adrenalínmörk". Þessi mörk eru oftast nær of há, því sjaldnast má eitthvað út af bera. Það hefði aldrei átt að malbika þessa brekku. Ökumenn fóru hægar um hana þegar hún var ómalbikuð. Ef við teldum þetta slys vera eitt af þessum "óásættanlegu slysum" þá mundum við lækka hámarkshraða á vegum landsins niður í 60 km hraða, jafnvel neðar. Því miður verður það ekki gert, við kjósum frekar að hafa örlítið meiri hraða þó það kosti slys, limlestingar, dauðsföll og ómæld fjárútlát einstaklinga og samfélagsins.
Tveir á gjörgæslu eftir rútuslys í Fljótsdal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.8.2007 kl. 00:48 | Facebook
Athugasemdir
Skil ekki þetta tal um of mikinn hraða, hemlar bifreiðar biluðu og því hefðu einhver skilti með hraðatakmörkunum, ekki gert eitt eða neitt.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 26.8.2007 kl. 23:39
Það er aldrei hægt að tala um ásættanlegt slys.
Mjög líkleg orsök slysanna í þessari löngu brekku er að ökumenn fara á of háum gír og nota bremsurnar of mikið og þegar þær hitna verða bílarnir bremsulausir.
Þetta getur alveg eins skeð á malarvegum og oftast má kenna reynsluleysi bílstjóranna um.
Að aka rútu er og öðrum stórum bílum ekki það sama og að aka litlum bílum.
Stefán Stefánsson, 26.8.2007 kl. 23:46
Hárrétt Stefán
Högni Jóhann Sigurjónsson, 27.8.2007 kl. 00:04
Mér er alveg sama um gíra og bremsur. Það er endalaust af reynslulausn bílstjórum, ekki hægt að ætlast til þess að þeir séu ekki á vegunum.
Málið er að finna einhverja betri aðferð til að fylgjast með hraðakstri út á þjóðveginum. Það er alveg fáránlegt hvað fólk er brjálað þarna úti, akandi frá 20-40 km yfir hámarkshraða, í kröpum beygjum og yfir blindhæðir. Sem dæmi í dag þegar ég var að keyra gengum Hraun í Langárdal. ég var á um 100 sem er að sjálfsögðu of hratt fyrirfram, en þrátt fyrir það eru bílar, þá helst jeppabifreiðar og rútur, jafnvel með tengivagna að taka fram úr mér á yfir 120 km hraða. Hvað ætla þeir að gera þegar þeir lenda framan á bíll í þessum endalausum framúraksrti og ofan í hraunin þarna. Þetta er algjörlega óásættanlegt, aðalega upp á öryggi aðra í kringum þessa brjálæðinga, hvað þá þegar börn eru í bílum þeirra.
Einar Ólafsson (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 01:23
Þetta er nú meira endemis bullið. Á ekki bara að stöðva allt og ekki stíga upp á eitt eða neitt. Þá verður enginn fyrir hnjaski hvorki af völdum hraða né falls.
ps, ég hef ekki orðið var við að nokkur maður kenni beltunum um að slysið varð. Beltin bjarga hinsvegar, á því er ekki nokkur vafi.
Ég held ég láti vera að segja meira hér.
Birgir Þór Bragason, 27.8.2007 kl. 08:36
Einar,
Þeir sem hafa meirapróf eiga að vita að það skiptir máli að vera í lágum gír og hlífa bremsum þegar farið er niður langar brekkur. Sumir meiraprófsbílstjórar virðast þó ekki hafa þolinmæði (eða aga?) til að lágmarka áhættu samferðamanna sinna. Tek það skýrt fram að ég veit ekkert um ástæður slyssins í gær. Það skortir þó oft á að ökumenn minni bíla sýni skilning og tillitssemi þegar hægt er á stórum bílum við þessar aðstæður.
Flestir (eða allir?) stórir bílar eru í seinni tíð búnir hraðatakmarkara þannig að ekki er hægt að aka þeim hraðar en u.þ.b. 105 km/klst. Fullyrðing þín um að rútur, jafnvel með tengivagn taki framúr þér á yfir 120 km/klst telst því hæpin, að ekki sé meira sagt.
Ég get þó staðfest að jeppum með tengivagn (skuldahala) í eftirdragi (og eiga þ.a.l. að hlíta 80 km/klst hámarkshraða) er oft ekið framúr stærri bílum sem ekið er á (löglegum) 90 km/klst hámarkshraða. Þessir ökumenn eru líklega orðnir of seinir í fríið með fjölskyldunni...
TJ
TJ (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 10:26
Strákar þetta er mjög einfallt þegar maður er búinn að vera að keyra undann halla þá er maður að hita bremsurnar með því að tilla á þær annað slagið og svo þegar maður kemur í brekku sem er brött og löng og hægir ekki niður nógu tímannlega s.s. ætlar að nota bremsurnar til þess að halda við niður brekkuna þá yfirhitar maður bremsurnar menn hafa farið flatt hérna í Kömbunum á þessu sem dæmi svo getur líka verið ílla hert útí og þá er hann bara að hita bremsurnar hitt er svo annað þetta með reynslulittla bílstjóra það er einfaldlega okkar sem eldri eru í faginu og erum með unga bílstjóra í kringum okkur eða að ég ekki tali um í vinnu hjá okkur eigum að sjá til þess að kunnáttan og þekkingin gangi til þeirra, það er ljótt að henda óreyndum manni upp í stórann bíl og segja honum bara hvert hann á að fara og svo bless, en við vitum ekki hvað gerðist í rauninni þarna.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 27.8.2007 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.