26.5.2008 | 20:54
Á Íslandi er ekki enn komin hægri umferð
Þetta var nú fyndin uppákoma við gamla útvarpshúsið. Þarna var saman kominn öll bíla-dellu-elítan á einn stað til að fagna 40 ára afmæli H-dagsins. Meira að segja sjálfur bílamálaráðherrann var mættur á svæðið. Ég vildi óska að hann gæti staðið undir því nafni að kallast í alvöru Samgönguráðherra. Þessu fólki væri nær að vera í vinnuni og sinna sínum lögbundu skyldum, að bæta umferðaröryggi og flæði allra samgangna, líka þeirrar óvélvæddu
Það þarf líklega að minna þetta bílafólk á að hægri umferð hefur ekki enn komist á á göngustígum. Þó er margsinnis búið að biðja um það. Meira um það hér: http://mberg.blog.is/blog/mberg/entry/539057/
og hér: http://www.islandia.is/lhm/greinasafn/2008/mbl130508.htm
og hér: http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2008/080108.htm
Sögulegur atburður endurtekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir þessa athugasemd. Það er mjög passlegt að kalla samgönguráðherrann "bílamálaráðherra" því öðrum samgönguflokkum sinnir hann ekki.
Úrsúla Jünemann, 28.5.2008 kl. 14:54
Góður punktur. Þessir merkingar á stígunum eru mjög ruglandi og þótt það séu merkingar við upphaf stíganna, þá gleymast þær fljótt. Gangandi vegfarendur virða "regluna" í ca 10% tilfella. Og ótrúlega margir eru með einhverja skrítna röskun, þurfa alltaf að labba á hvítu línunni.
Það væri voða gaman að skyggnast fram í tímann um 20 ár eða svo. Sjá hvernig ástandið verður í samgöngumálum þá hérlendis.
Ég myndi vilja fá brotalínu málaða á miðjan stíginn og örvar öðru hvoru til að minna fólk á að halda sig á stígnum hægra megin. Og algjört möst að aðskilja göngustíg og hjólreiðabraut þar sem umferð gangandi og hjólandi er mikil.
Hjóla-Hrönn, 4.6.2008 kl. 13:15
Ég held að hjólafélöginn séu ásátt um að biðja ekki um brotna miðjulínu á gangstíga. Hönnun gangstíga tekur ekki mið af hjólandi umferð. Því er óþarfi að gera kröfu til gangandi að þeir lúti umferðareglum sem helst eiga við þar sem umferð er hröð. Best að krefjast aðgreiningar á gangandi og hjólandi vegfarendum þar sem þess gerist þörf. Er það t.d. meðfram öllum stofnbrautum þéttbýlisstaða á landinu og líka meðfram ansi mörgum stofnstígum sem Reykjavíkurborg hefur flokkað "hjóla-" og gangstíga.
Magnús Bergsson, 7.6.2008 kl. 02:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.