Hjálmlaus ökumaður í hljóðeinangruðum bíl

Hverskonar fréttamennska er nú þetta. Þjóðin þarf að að fá að vita hvort stúlkan hafi verið í rauðum eða bláum sokkum, ekki hvor hún hafi verið að hlusta á einhverja músík eða með hjálm á höfði.

Má ég minn fréttamenn á að ökumaðurinn var örugglega líka að hlusta á útvarp og jafnvel að tala í síma (það er þó aldrei rannsakað). Hann var í hljóðeinangruðum bíl með sjóntruflandi yfirbyggingu svo hann hefur örugglega ekki heyrt í henni og jafnvel ekki séð hana. Ökumaðurinn var svo líklega líka hjálmlaus þó færa megi að því rök því að hjálmur geti bjargað honum í slysum.

Svo hafði ég heyrt í einhverri frétt að þetta hafi gerst á eða við gangbraut, svo ég spyr: Hvað var þessi ökumaður að hugsa? Heyrnarlaus gangvart umhverfi sínu, hjálmlaus og með nokkuð skert sjónsvið.  Fór hann kannski of nálægt stúlkunni? Var hann að taka fram úr henni á gangbraut?

Ég segi bara, burt með bíla úr þéttbýli, endurheimtum göturnar fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.

 


mbl.is Hjálmlaus með heyrnartól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Góður   

Morten Lange, 4.6.2008 kl. 16:02

2 Smámynd: Morten Lange

Hér eru upplýsingar úr athugasemd á bloggi Johnny Bravo :

"Ég keyrði fram hjá þessu og get sagt það að þetta var á gangbraut. Þessvegna fynnst mér þessi frétt vera skrítin því að hún virðist vera að kenna stelpunni á hjólinu um slysið, eins og maður megi ekki hjóla og hlusta á tónlist"

 Og hér  frá Vísir (Spurning hvort þetta sé sama slysið ):

"Ungur maður meiddist og missti meðvitund, þegar hann hjólaði annarshugar á bíl á Akureyri í gærkvöldi.

Hann komst brátt til meðvitundar og meiðsl hans voru ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu.

Hann var hjálmlaus, en með I- Pot í eyrum og virðist hvorki hafa séð né heyrt í bílnum þótt hann hafi hjólað um stund samsíða honum, áður en hann sveigði fyrir hann."  

Samsiða  á  gangstétt og "sveigði"  út á gangbraut, þá ?  Dæmigert gangstéttarslys.   Að minnstu kosti jafn mikið bílstjóranum að kenna og hjólreiðamannin. 

Morten Lange, 4.6.2008 kl. 16:10

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Góður Magnús!

Sigurður Viktor Úlfarsson, 4.6.2008 kl. 20:26

4 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Úpps! Ég er svosem alveg til að sleppa að hlusta á tónlist þegar ég hjóla ef allir bílstjórar gera það sama - og hætta að tala í síma á meðan þeir aka.

Úrsúla Jünemann, 5.6.2008 kl. 09:57

5 Smámynd: Magnús Bergsson

Sammála þér Úrsúla...nema hvað við hjólreiðamenn heyrum og sjáum yfirleitt margafalt betur en ökumenn þó við séum að hlusta á útvarp.

En finnst þér ekki athyglisvert að "velliðnir ökufantar" þurfa að vera með hjálma í keppnum, en almenningur þarf þess ekki þegar hann sest undir stýri.  Á sama tíma er bílamafía eins og Umferðastofa að kefjast þess að hjólreiðamenn hreyfi sig ekki nema með hjálm á höfði og nú síðast fái ekki að hlusta á útvarp.  Skrítinn fasismi það..

Magnús Bergsson, 7.6.2008 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband