Ólýsanleg ósvífni og yfirgangur

Því miður kemst ég ekki upp með að segja það sem mér býr í brjósti.

Þvílík djö... framsóknarmennska.

Okkur væri nær að loka álverum fremur en að byggja enn eitt og það án þess að orka eða losunarheimild sé til staðar.

Ég lít á þetta sem tilræði við framtíð sonar míns....


mbl.is Fyrsta skóflustunga að álveri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ó mæ god!!!Semsagt þú notar ekki ál og sonur þinn kemur heldur ekki til með að nota ál??Aldrei farið í flugvél,bíl né strætó?Allir þessir hlutir innihalda ál og líka tölvugarmurinn þinn.

Vertu í bandi þegar að þú hættir að notast við ál ,stál og alla þá hluti sem að framleiðslan kann að valda mengun.....þangað til vertu heimskur hræsnari sem að vilt að allt sem að veldur mengun sé þó allavega frammleitt í öllum löndum nema því sem að þér þóknast að búa í ;)

Við hvað vinnur þú annars þar sem að engin mengun er fólgin í að búa þér þokkalega starfshætti?

Fýlupúki (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 00:35

2 Smámynd: Magnús Bergsson

Kæri Fýlupúki. Þetta er útúrsnúningur, en gott og vel.

Væri ekki nær að fara í endurvinnslu eða í fullvinnslu á áli? Við eigum ekki að hafa öll eggin í sömu körfunni. Okkur liggur ekki á að fara í aðra stóriðjuframkvæmd. Við erum rétt byrjuð að glíma við vandamálin sem tengjast bullinu fyrir austan. 

Vesturlandabúar og heimsbyggðin öll þarf aðeins að staldra við og hugsa málið. Við getum ekki haldi svona áfram. Þetta álver er t.d. hluti vandans. 

Mér líður hvergi eins vel og þegar ég hjóla eða geng út úr "menningunni" út í náttúruna með sem minnst umleikis . Satt best að segja líður mér best ef ég hef sem minnst af manngerðu drasli í kring um mig eins og t.d. bíla.

Ég vinn í tæknigeiranum, en hefði átt að velja mér eitthvað gáfulegra. Var bara svolítið vitlaus á unglingsárum þegar ég valdi mér starfsvið.

Og að lokum kæri Fýlupúki. Reyndu að hugsa fram í tímann, ekki bara næstu tvo árin. Reyndu líka að hugsa "globalt" ekki bara um þitt eigið rassgat. 

Magnús Bergsson, 7.6.2008 kl. 01:46

3 Smámynd: Magnús Bergsson

...og eitt enn kæri Fýlupúki.

Ég forðast í lengstu lög að ferðast með flugvél, þó ég hafi gaman af því. Reyni frekar að sigla. Reyni annars að sleppa öllum "fara yfir lækinn" ferðum. Ég á ekki bíl og sest helst ekki upp í slíka bölvalda. Hjóla flestra minna ferða og fer allt á því sem hugurinn girnist.  Hleyp frekar en að taka strætó þar sem ferðatíminn er svo til sá sami.

Magnús Bergsson, 7.6.2008 kl. 02:04

4 identicon

Þú varst bara svo andsk...dramatískur að ég gat ekki látið það eiga sig að böggast aðeins í þér

Fýlupúki (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband