28.1.2009 | 22:52
Stuttmyndir af boðberum frjálshyggjunar
Hvað ætli sé að þjóð sem kýs svona landráðamenn yfir sig. Gleymum því ekki að enn í dag er helmingur þjóðarinnar sem aðhyllist Sjálfstæðis- og Framsóknarmafíuna. Öflum sem komu okkur, börnum- og barnabörnum í ævarandi skuldaklafa.
Allir hugsandi íslendingar mega óttast að landráðaflokkur "sjálfstæðismanna" komist aftur til valda. Samkvæmt skoðanakönnunum er enn helmingur íslensku þjóðarinnar tilbúinn til að fylgja landráðaflokkum Sjálfstæðis og Framsóknar. Þar af er helmingur sem fylgir enn "Sjálfstæðisflokknum" Þessir pólitísku villingar minna helst á kerlingu sem fer ekki að heiman þó hún sé barin af maka sínum. Slíkt fólk verður að leita sér aðstoðar, en hér vegna pólitísks ofbeldis, ofbeldis sem bitnar á allri þjóðinni og framtíð hennar. Mannkynssagan á að kenna okkur öllum að svona flokkshollusta er hættuleg. Stjórnmálaafl er ekki fótboltafélag. Ef menn ætla að hafa virkt lýðræði kostar það alltaf ábyrga hugsun.
Hér fyrir neðan má sjá nokkur myndbönd sem ætti að fá einhverja til að hugsa sitt. Stefna svokallaðra "sjálfstæðismanna" snýst ekki um hag almennings heldur að halda völdum og útdeila auðæfum þjóðarinnar til sérvaldra.
Og að lokum skemmtiefni - en bæði í gamni og í alvöru
Hannes Hólmsteinn á Næturvaktinni
Gleymum því ekki þessi Hannes er enn í bankaráði Seðlabankans og kennir við Háskóla Íslands á kostnað almennings.
Íslenska efnahagsundrið - Hannes Hólmsteinn í Íslandi í dag
Það má líka brosa í gegn um tárin
Pabbi minn er ríkari en pabbi þinn
Sagan mun kenna okkur að "Sjálfstæðisflokkurinn" er ekki stjórnmálaflokkur heldur uppsóp loddara og lögfræðinga sem kunna það eitt að græða og láta "sitt" fólk græða á kostnað almennings með eintómum blekkingum. Stefnum núna að því að afmá landráðaflokk "Sjálfstæðismanna" af kjörseðlum framtíðarinnar, baranna okkar vegna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.1.2009 kl. 09:40 | Facebook
Athugasemdir
Mæltu manna heilastur Magnús. Sjálfstæðisflokkurinn er sannarlega böl sem þjóðin á að takast á við af festu og einurð eins og hvern annan illvígan sjúkdóm.
Jóhannes Ragnarsson, 3.2.2009 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.