Gott hjá Kolbrúnu

Frábært! Það eru ekki allir stjórnmálamenn jafn skynsamir og Kolbrún Halldórsdóttir.

Auðvitað eigum við ekki róta upp olíu af Drekasvæðinu ef hún verður aðallega brennd í einhverjum fáránlegum bílvélum.  Á meðan nóg framboð er af olíu þá verður hún áfram ódýr sem leiðir til þess að við breytum ekki orkunotkun okkar. Við munum áfram brenna henni öllum til tjóns.

Við munum þurfa að nota olíu í allt annað og gáfulegra í framtíðinni en að brenna henni.  Við munum því ekki gera neitt annað en að hagnast á því að bíða þar til óþarfa olíubrennsla heyrir sögunni til.


mbl.is VG gegn olíuleit á Drekasvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Ertu stórskrýtin eins og kerlingin eða ertu bara að djóka ? ertu þá ekki örugglega á móti helguvík og ESB ? skilurðu virkilga ekki að ef við finndum olíu þá mundum við selja hana erlendis fyrir hundruði milljarða mun hærri upphæðir en við græðum af fiskveiðum okkar í dag, þú verður að hugsa aðeins út fyrir húsvegginn hjá þér.

Skarfurinn, 22.4.2009 kl. 21:55

2 Smámynd: Kristinn Svanur Jónsson

Þó vinstri grænir hafi reynt að draga þessar fréttir til baka þá er þetta nákvæmlega lýsandi fyrir þá öfgastefnu sem er innan raða vinstri grænna. Drepa atvinnulífið, drepa vonina, drepa metnað fólks til að standa sig og fæla alla skynsama Íslendinga af landinu. Eftir mun standa þjóðfélag uppbyggt af metnaðarlausum einstaklingum sem búa án rafmagns og hita í nokkrum hellum á víð og dreif um landið. Afhverju flytur þetta lið ekki bara til Flateyjar, hef heyrt að Álfheiður Ingadóttir eigi þar hús sem er væntanlega hvorki upphitað né rafmagnsvætt.

Stoppum þessa sturluðu stefnu, kjósum EKKI vinstri græna!

Kristinn Svanur Jónsson, 22.4.2009 kl. 21:58

3 Smámynd: Skarfurinn

Sammála Kristni og þeir sem samt ætla að kjósa öfgfaflokk VG sem er bókstaflega á móti öllu sem er nýtt og ókannað , munið að stika yfir nafna Kolbrúnar Halldórsdóttur, þessi kona má ekki tolla á þingi eftir þetta.

Skarfurinn, 22.4.2009 kl. 22:26

4 Smámynd: Magnús Bergsson

Ef menn hefðu haft rænu á því að hlusta á þingmenn "öfgaflokksins" Vinstri græna síðastliðin 10 ár þá væri þjóðin ekki í þessum djúpa skít sem hún er í í dag. En allur málflutningur VG hefur alla tíð verin talin rugl og bull. Því miður.

Undir þeirra stjórn hefðu bankarnir ekki verið einkavæddir í þeirri mynd sem raun varð á. Þjóðin hefði ekki skuldsett sig vegna Kárahnjúka. Gera má ráð fyrir að skuldastaða okkar í dag þá aðeins vegna Kárahnjúkavirkjunar væri u.þ.b. 700 miljörðum kr. betri ef við hefðum ekki farið út í þá virkjun. Ég gæti trúað því að við stæðum þá best allra þjóða á vesturlöndum í þessari svokallaðri "heimskreppu". 

Það er sárt að þurfa segja það, við sigum ekki heiminn og náttúrulögmálin á einu augnabliki, en það er það sem við gráðugu og sauðheimsku íslendingar verðum að fara skilja.

Magnús Bergsson, 22.4.2009 kl. 23:22

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Vitna í ofangreint: "Það eru ekki allir stjórnmálamenn jafn skinsamir og Kolbrún Halldórsdóttir".

Man eftir einu ljóði í "denn" sem hljómar svona:

Sólin skín og skín.

Skín til mín og skín til þín,

og svo skoma skúririr eftir hádegi.

Hvernig væri að koma frá sér texta á íslensku? Hvenær hefur skinsemi verið skrifuð með i-i????

Sindri Karl Sigurðsson, 23.4.2009 kl. 00:17

6 Smámynd: Magnús Bergsson

Hehe, auðvitað.

Ég leiðrétti það.

Hvernig væri að útrýma "Y" eins og "Z"?

Magnús Bergsson, 23.4.2009 kl. 01:09

7 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Úff, ég sá allt í einu Miklubrautina fyrir mér, búna að breytast í 8 akreina skrímsli.  Ég er samt ekki hissa á að VG reyni að draga úr þessum ummælum, hugsa að meirihluti þjóðarinnar hoppi hæð sína í gleði ef það finnst olía þarna.  Svona yfirlýsingar rétt fyrir kosningar eru svo gott sem pólítískt sjálfsmorð.

Menn ættu samt að fara varlega í að óska sér, óskir eiga það til að rætast og þegar þær rætast verða menn kannski ekkert voðalega glaðir með það sem þeir uppskera. 

Ég hef einu sinni óskað eftir hræðilega heimskulegum hlut.  Þegar ég var lítt fjáður námsmaður olli ég smá umferðaróhappi.  Viðgerðarkostnaðurinn á mínum bíl var áætlaður 70 þúsund og ég átti ekki fyrir því.  Tryggingarnar borguðu skemmdirnar á hinum bílnum.  Meðan ég var að spá og spekúlera hvort ég ætti að láta bílinn vera svona (illa beyglaður og byrjaður að ryðga) eða betla pening hjá mömmu og pabba og láta gera við hugsaði ég með mér, "æ, hvað það væri nú gott ef einhver keyrði á mig, svo ég fengi viðgerðina bætta úr tryggingunum".  Nokkrum dögum seinna var ég kyrrstæð á rauðu ljósi þegar bíll kom aðvífandi á 70-90 km hraða og klessti aftan á mig.  Bíllinn minn skrúfaðist undir rútu sem var fyrir framan og breyttist í ógreinanlega járnahrúgu.  Ég var klippt út úr flakinu og flutt á sjúkrahús.  Ég fékk slæman hálshnykk og annar handleggurinn lamaðist.  Ég fékk bílinn hins vegar greiddan á borðið.

Pælið í hversu atvinnuskapandi það væri ef við gætum markaðssett Ísland sem paradís hjólreiðafólks yfir sumarið.  Ef hér væru góðar hjólabrautir á milli sveitarfélaganna.  Þægilegur hiti, stórbrotin náttúra og skemmtilegt mannlíf.  Það er hægt að skipuleggja alls konar ferðir við allra hæfi, rétt eins og gönguferðir eru skipulagðar.  Ég er t.d. í gönguklúbb þar sem við förum erlendis einu sinni á ári, löbbum í náttúrunni í 6-8 tíma á dag, kíkjum á vinalega heimamenn í krúttlegum fjallaþorpum, tökum svo nokkra bjóra á barnum seinnipartinn, stundum snemma í háttinn, stundum er farið á djammið og lagt af stað örlítið seinna næsta dag.  Aðrir gönguhópar vilja ganga meira, fara hærra og djamma minna, við látum venjulega vita að við viljum "menningarlegar" tveggja skóa gönguferðir þegar við erum að panta okkur ferð.  Við göngum að sjálfsögðu líka um Ísland, það er merkilega gaman að vera klesstur uppi í koju með ókunnugu fólki.

Kristinn Svanur, mér finnst einhvern veginn eins og ég hafi upplifað mun ánægjulegri æsku en börn nú til dags.  Bílar komust ekki hraðar en 40 vegna holóttra vega, við gátum leikið okkur hvar sem er án þess að hafa áhyggjur af umferðinni.  Það var hvorki sjónvarp né playstation.  Hverfið bergmálaði af krökkum sem voru úti að leika og við sameinuðumst oft í hópleikjum.  Það var svo gaman hjá okkur að foreldrar okkar hóuðu ekki í liðið inn fyrr en um og eftir miðnætti á sumrin.  Þetta sem þú lýsir sem hræðilegum hlut sé ég fyrir mér í hyllingum.  Ég væri bara alveg til í að flytja út í Flatey í smá hippa nostalgíu.

Hjóla-Hrönn, 23.4.2009 kl. 11:31

8 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég skil ekki að nokkur maður kastar skít í Kolbrúnu. Hún er umhverfisráðherra og á að sinna umhverfismálunum. Ég held að hún er fyrsti alvöru umhverfisráðherra sem Ísland hefur átt. Ekki eins og t.d. Sif Friðleifsdóttir sem var frekar iðnaðarráðherra 2 en að sinna umhverfismálunum.

Svo spyr ég einnig hvers vegna við ætlum aftur og aftur að verða ríkir á einni nóttu. Höfum við ekkert lært? Ekkert nýtt gullgrafarar -æði!

Úrsúla Jünemann, 23.4.2009 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband