11.5.2009 | 12:18
Nýr hreingerningarráðherra í Sóðalandi
Það er sorglegt að þurfa sjá eftir Kolbrúnu úr umhverfisráðuneytinu. Það eru ekki margir þingmenn sem voru/eru jafn vel til þess fallnir og hún. En maður getur ekki annað en verið sáttur við að fá Svandísi. Hún hefur sýnt að hún er með bein í nefinu.
Ef Kolbrúnu hefði ekki verið hafnað af sínum flokkssystkinum hefði þjóðin áfram haft best til þess fallna þingmanninn í stóli Umhverfisráðherra. Kolbrún hefur alla tíð staðið vörð um náttúru landsins. Þar hefur hún látið málefnin ráða fremur en vinsældir. Það er ákaflega sjaldgæfur kostur í fari pólitíkusa í jafn mikilvægu málefni. Mig grunar að slæm útkoma Kolbrúnar í forvali flokksins sé nýju ungu fólki um að kenna sem hafði ekki pólitískt minni og lét því rótgróið baktal ráða för fremur en málefni síðustu ára. Kolbrún hefur alla tíð verið á milli tannanna á virkjana- og stóriðjusóðum þessa lands. Hún á sér því ekki marga stuðningsmenn. Helst er þá að finna í röðum einlægra náttúruverndarsinna sem því miður eru enn allt of fáir í okkar Sóðalandi.
Nú er bara að vona að VG þurfi ekki að fórna Svandísi í þessu mikilvæga ráðuneyti. Það sýndi sig í síðustu kosningum að Þórunn Sveinbjarnar fékk margar útstrikanir líklega aðeins fyrir það eitt að standa sig vel í þessu mikilvæga umhverfisráðuneyti. Svandísi bíður því það mikilvæga verkefni að koma vitinu fyrir heimska og þröngsýna sóðaþjóð sem hefur engan skilning á sjálfbærri þróun.
Svandís tekur við embætti umhverfisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.