Færsluflokkur: Tónlist

Svartþröstur, Jimmy Hendrix og Janis Joplin

080620124130

 
Í byrjun febrúar kynnti Sonic Terrain bloggið skemmtilagan og áhugaverðan sjónvarpsþátt frá BBC4. Fjallaði þátturinn aðallega um David Rothenberg og bókina hans “Whay bird sing” Tekist er á um kenningar milli fræðimanna um tilgang fuglasöngs og ólíka sýn manna í þeim efnum.

Eftir að hafa séð þáttinn á YouTube í 6 bútum leiddi ég hugann að mínum fuglaupptökum þar sem segja má að fugl hafi sungið sér til ánægju fremur en annað.
Jú og viti menn ég fann eina upptöku úr garðinum frá því 9. júní 2012 undir flokknum “test”. Var ég þar að prófa parabóluskerm með Shure MX391/O hljóðnemum og biluðum PIP-Phantom power breyti sem ég hafði fengið sendan frá Sound Professionals.
Þó upptakan hafi sína galla þá hefur hún að geyma skemmtilega uppákomu úti í garði þetta kvöld.
Í nágrenninu var nokkuð fjörugt garðpartí með útitónleikum þegar svartþrösturinn í næsta garði fór upp á loftnet og tók lagið með hljómsveitinni. Fyrst þegar hann kom var hann jafn hljóðlátur og venjulega þar sem hann muldraði í barm sér. En skyndilega tók hann við sér og söng allt hvað af tók, svo mjög að ég hafði ekki heyrt annað eins úr barka hans frá því hann kom í hverfið nokkrum árum áður.
Því miður voru ekki réttu græjurnar á staðnum. Hljómurinn er því ekki eins góður og á verður kosið, auk þess sem hávaði frá bílaumferð er allt of mikill að vanda. En upptakan er engu síður þess virði að á hana sé hlustað.

Download mp3 file (192kbps / 38,3Mb)
 

Recorder: Sound Devices 744T
Mics: Shure MX391 fit into 54cm parabolic disk, connected to SP-XLRM-MINI-2-PHANTOM
Pics. Nokia N82


Fánar í vindi

Seltjarnarnes

Ætli það séu ekki í u.þ.b. 80% þeirra ferða sem ég fer til að hljóðrita, að ekkert kemur út úr því. Oftar en ekki er ætlunin að taka upp eitt, en ég kem heim með eitthvað annað. Þá gerist stundum það óvænta að slík hljóðrit koma skemmtilega á óvart.
Eitt af slíkum tilviljunum var hljóðritað 4. júlí 2012.
Logn og blíða var í Austurbænum svo ég ákvað að skjótast út á Seltjarnarnes til að fanga dásamlegt sumarkvöld nærri sjó með fjölskrúðugu fuglalífi. En því nær sem dró Nesið því snarpari gerðist vindurinn og þegar þangað var komið var ekkert veður til að fanga nein rólegheit.
Áður en ég lét goluna feykja mér til baka þá ákvað ég að leita skjóls undir skyggninu við Golfskálann. Þar vanaði ekki hljóðin sem umsvifalaust gripu áhuga minn. Tveir golffánar á nestisborðum hömuðust þar í takt við breytilegan vind. Þegar svo við bættust önnur hljóð frá kríu, tjaldi og öðrum fuglum sem og þungum nið haföldunnar, þá hljómaði þetta eins og skemmtilegt tónverk.
Ég kveikti á upptöku og naut tónverksins í klukkutíma á meðan ég horfði á breytilegan reyk leggja frá eldsvoða í Kópavogi.
Hér má heyra 20 mínútur af þessu hljóðriti.

Download mp3 file (192kbps / 32,6Mb)
Sjá og heyra meira á http://fieldrecording.net

Recorder: Sound devices 744T
Mics: RodeNT1a (NOS 90°/30cm)
Pics: Nokia N82


Fuglar í Seltjarnarnes fjöru 25. maí 2000

Common Eider

Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að taka upp fuglasöng við veðurskilyrði eins og voru þessa nótt á Seltjarnarnesi 25. júní 2000. Veður var einstaklega stillt og allir fuglar voru komnir með unga. Einkenni þessarar upptöku er návígið við æðarkollur og unga þeirra sem leita fæðu í flæðarmálinu. Í mikilli nálægð er hægt að heyra buslið í ungunum og hvernig kollan kennir þeim og ver þá gegn varasömum gestum. Að auki má heyra í öðrum fuglum sem einkenna Seltjarnarnesið s.s. kríu, tjaldi, lóu og hrossagauk. Hljóðin eru síðan síbreytileg þar sem heyra má fuglahópa koma og fara í stöðugri leit sinni að fæðu.
Á sínum tíma þótti upptakan svo góð að hún endaði á CD útgáfu (sjá nánar á sölusíðu).

Download mp3 file (192kbps / 46Mb)

Sjá meira og heyra: www.fieldrecording.net 

Fleiri hljóðdæmi hjá Xeno-Canto and AudioBoo

Recorder: Sony TC-D5M (TDK MA-90mín).
Mic. Sennheiser K3U / ME20 (40cm/100° apart. Hi-Pass filter on level 1).
Pix: Canon 30D (pictures taken 2010).


Rita við Arnarstapa

Arnarstapi

Um miðjan júlí 2012 fór fjölskyldan í fimm daga ferðalag umhverfis Snæfellsnes. Eins og venja var fylgdi upptökutækið með við hvert fótmál.
Skemmtilegasta hljóðritið sem ég náði í þessari ferð var við Arnarstapa. Ekki að furða því þar er af nægu að taka. Hefði ég getað verið þar við hljóðritanir í marga daga.
Sunnan við löndunarbryggjuna er lítil klettaskora sem gefur skemmtilegan endurhljóm. Teygði ég þar hljóðnemann fram yfir klettabrúnina. Opnaðist þá afar skemmtilegur hljóðheimur sem varð til þess að ég steingleymdi mér í um klukkutíma án þess að hreyfa legg eða lið.
Allt um kring flaug rita vælandi í dagsins önn og á klettasillum mátti sjá og heyra að mikið var af ungum. Fyrir neðan hjalaði svo aldan blíðlega við klettana.
Í bakgrunni má hyra í erlendum ferðamönnum staldra við, spjalla og taka myndir. Þá heyrist einnig umgangur frá bryggjunni þar sem verið var að landa afla og eitthvað í þotuumferð.

Download mp3 file (192kbps / 45Mb)

Recorder: Sound devices 744
Mic: Audio Technica  BP4025
Pix: Canon 30D

Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net  


Friðland í Flóa 2012 - 4. hluti

Óðinshani

Hér er framhald af fyrri upptökum úr friðlandi í Flóa 2012. Þessar upptökur er frá u.þ.b. kl 4:00 til 5:00, að morgni 25 júní. Hér má heyra í fuglum s.s. óðinshana, hrossagauk, stelk, lómi, spóa, kríu, hettumáfi, músarindli og maríuerlu sem og mörgum öðrum fuglum.
Nú fer flugumferð að hefjast af alvöru. Tvær millilandaþotur rjúfa þögnina í þessu hljóðriti. Er það aðeins smjörþefur af því sem síðar kom og sett verður á vefinn síðar.
Hlustist með góðum heyrnartólum.

Download mp3 file (192kbps / 53Mb)
Sjá meira og heyra á www.fieldrecording.net

Recorder: Sound Devices 744
Mics: Rode NT1a (NOS setup)
Pix: Canon 30D (see more pictures)

Friðland í Flóa 2012 - 3. hluti

Flói

Hér er framhald af fyrri upptökum úr friðlandi í Fóa 2012. Þessar upptökur er frá u.þ.b. kl 3:30 til 4:00, að morgni 25 júní.
Fyrri upptakan inniheldur fremur þögula hljóðmynd af fuglalífi svæðisins. Heyra má þó í óðinshana busla í nálægri tjörn og stöku sinnum stingur kría sér í tjörnina í fæðuleit. Vindkviður eiga það svo til að trufla upptökuna.
Í seinni upptökunni má heyra í fyrstu þotunni þennan morguninn fljúga milli Evrópu og Ameríku. Sólargeislar brjótast nú í gegnum skýin yfir Ingólfsfjalli og verma svæðið. Þegar vind svo lægir þá lyftir flugan sér í þéttum skýsveipum og með miklu suði. Önd með unga kjagar með unga sína í þéttu mýrargrasinu umhverfis hljóðnemana í fæðuleit.
Báðar upptökurnar njóta sín best sem bakgrunnshljóð heima við eða á vinnustað.

3:30 Download mp3 file (192kbps / 32Mb)

4:00 Download mp3 file (192kbps / 31,2Mb)

Recorder: Sound devices 744
Mics: Rode NT1a (NOS setup)
Pix: Canon 30D (See more pictures)
Listen to other parts of  “nature reserve in Flói 2012

 Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net


Friðland í Flóa 2012 - 2. hluti.

IMG_5662

 

Hér er á ferðinni svo til beint framhald af 1. hluta, nema nú hafa hljóðnemarnir verið færðir út að tjörn norðaustur af fuglaskoðunarhúsinu. Upptakan er frá því 25. júní u.þ.b. kl. 3 eftir miðnætti. Heyra má í ýmsum fuglum í dagsins önn. Meðal fugla voru lómur, lóa, hrossagaukur, óðinshani, spói, auðnutittlingur, jaðrakan, stelkur, álft, tjaldur hettumáfur, kría, kjói og sílamáfur. Einhverjar andategundir voru svo á vappi og sveimi um svæðið á meðan á upptöku stóð. Í fjarska heyrist jarm, hundgá, hanagal og hnegg í hestum. Þegar fyrstu sólargeislarnir gægjast yfir Ingólfsfjall og verma svæðið lyftir flugan sér í þykkum sveimum með þéttu suði.
Aldrei þessu vant fer ekki mikið fyrir umferðarhávaða í þessu hljóðskeiði. Greina má þó bíla fara niður Kambana í 20 km fjarlægð. Í raun má greina ferðir þeirra frá Kömbum og fylgja þeim eftir austur fyrir Selfoss á upprunalegu upptökunni og fullum gæðum.
Þetta er lágvær upptaka. Það er því besta að spila hana á lágværum nótum eins og setið sé við opinn glugga. En fyrir þá sem vilja greina fuglategundir og önnur hljóð er mælt með að hlustað sé á upptökuna með góðum opnum heyrnartólum.
Margra klukkutíma efni var tekið upp á þessum stað. Fleiri upptökur munu því heyrast á komandi mánuðum.

Download mp3 file (192kbps / 40,3Mb)

Recorder: Sound Devices 744T
Mics: Rode NT1a (NOS setup)
Pix: Canon EOS30D (see more pictures)

 


Hljóðin í Víðgelmi í Hallmundarhrauni

Viðgelmir í Hallmundarhrauni

Víðgelmir er einn af lengstu (1.585 m) hellum landsins og rúmtaksmestu (148.000 m³) hraunhellum heims. Hann er í Hallmundarhrauni, u.þ.b. 2 km suðaustur af Fljótstungu í Hvítársíðu. Þak hellisins hefur hrunið á allstórum kafla, nærri norðurenda hans, og er það eini inngangurinn. Hellirinn er víður fremst en þrengist á köflum þegar innar dregur. Þar var, í október árið 1991 sett upp járnhlið af félagsmönnum í Hellarannsóknafélagi Íslands til að vernda þær dropasteinsmyndanir sem ekki hafa þegar verið eyðilagðar. Mannvistarleifar sem fundust í hellinum eru varðveittar í Þjóðminjasafninu og eru að líkindum frá víkingaöld. Hellirinn er á köflum afar erfiður yfirferðar og tæpast ráðlegt að fara um hann nema með leiðsögumanni. Leiðsögn og aðgangur að innri hluta hellisins er fáanleg frá Fljótstungu.
Hellirinn var lokaður af ís frá árinu 1918 til ársins 1930 en hann lokaðist aftur um veturinn 1972-1973. Í apríl 1990 fór hópur á vegum Hellarannsóknafélags Íslands með tól og tæki og freistaði þess að opna hellinn. Ekki tókst það að þessu sinni en árið eftir tóku nokkrir heimamenn af bæjum í Hvítársíðu og Hálsasveit sig saman, undir forystu Kristleifs Þorsteinssonar bónda í Húsafelli og kláruðu verkið (*Wikipedia)

Download mp3 file. (192kbps / 28,1Mb)
Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net

Recorder. Sound devices 788
Mic: Rode NT1a (NOS)
Pic: Canon 30D. Sjá fleiri myndir pictures at Google. Og myndir sem teknar voru í þessari upptökuferð þó myndavélin hafi ekki virkað sem skildi.

Tónverk fyrir háspennustrengi, bassa, vind og fugla.

 

Það er ekki á hverjum degi sem maður fær frið frá þrúgandi véladrunum höfuðborgarinnar. En þegar það gerist þá opnast heimur ýmissa annarra hljóða sem venja er að framhjá manni fari. Það gerðist einmitt við Krossholt á Barðaströnd í byrjun júní 2012.
Nótt eina var einhver í nágrenninu að spila tónlist með þungum bassa alla nóttina. Rétt fyrir miðnætti tók vindinn upp og áttin breyttist. Þá gerðist það undraverða. Háspennulína í nágrenninu fór að klappa saman strengjum og gefa frá sér són. Skyndilega breyttust pirrandi taktföstu bassadrunurnar í skemmtilegan og framandi undirleik með strengjaleik háspennulínunnar. Söngur mó- og bjargfugla bættist svo við í bakgrunni eins og til að fullkomna tónverkið. Í fúlustu alvöru, þetta tónverk slær flestu því sem ég hef heyrt í langan tíma. Tónleikarnir stóðu frá kvöldi og langt fram undir morgun með ýmsum blæbrigðum með fjölbreyttu lagavali. Því miður tók ég aðeins upp tvö og hálft tónverk. Er fyrra heila tónverkið að finna hér.
Mælt er með að á þetta sé hlustað með góðum heyrnartólum.

Download mp3 file (192kbps / 34,7Mb)
Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net

Recorder: Sound Devices 744 (24bit/48Khz)
Mics: Rode NT1a.  NOS setup.
Pix: Canon 30D
Áhugaverður linkur: Wired Lab


Harmónikudagurinn 5. maí 2012

Harmonikur á Hallærisplani

 

Um allt land virðist sem þann 5. maí 2012 hafi “harmonikudagur” verið haldinn  með pomp og prakt. Það kom ekki skýrt fram á heimasíðu harmonikufélaganna en um það mátti lesa á ýmsum öðrum blogg- og vefsíðum. Þennan dag var þó auglýst harmonikuball á Hallærisplaninu í Ríkisútvarpinu.
Það var því kjörið að bruna þangað á reiðhjólinu með upptökutæki og heimatilbúna “Binaural” hljóðnema. Það er því best að hlusta á upptökuna í góðum heyrnartólum.

Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Download mp3 file (192kbps / 24,2Mb)

Recoder: Olympus LS10 (24hz/48Khz)
Mic. Binaural (Primo EM172)
Pix: Sony DSC-P120


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband