Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Vista óvistvænt

Þetta stýrikerfi veldur vonbrigðum. Þó ódýrasta útfærslan kosti u.þ.b. 10 þúsund krónur þá kallar stýrikerfið líka á mjög öflugan vélbúnaði. Það gæti því kostað hátt í 200 þúsund krónur að fara úr XP yfir í Vista. Þessi eina staðreynd ætti að duga til að enginn ætti að kaupa Windows Vista. Stýrikerfið er einfaldlega gallað ef það kallar á sóun verðmæta.

Sjá nánar:  http://www.edie.net/news/news_story.asp?id=12542&channel=0

 Windows Vista er aðallega nýtt útlit. Ef einhverjum dreymir um að hressa upp á skjáborðið þá ættu menn t.d. að skoða CrystalXP   http://crystalxp.net

Ég hef trú á því að Windows Vista verði síðasta stýrikerfið sem sóðafyrirtækið Microsoft platar upp á heimsbyggðina.

 


mbl.is Öryggi stóreflt og notendaviðmótið gert aðgengilegra í Windows Vista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband