Færsluflokkur: Ferðalög

Rita við Arnarstapa

Arnarstapi

Um miðjan júlí 2012 fór fjölskyldan í fimm daga ferðalag umhverfis Snæfellsnes. Eins og venja var fylgdi upptökutækið með við hvert fótmál.
Skemmtilegasta hljóðritið sem ég náði í þessari ferð var við Arnarstapa. Ekki að furða því þar er af nægu að taka. Hefði ég getað verið þar við hljóðritanir í marga daga.
Sunnan við löndunarbryggjuna er lítil klettaskora sem gefur skemmtilegan endurhljóm. Teygði ég þar hljóðnemann fram yfir klettabrúnina. Opnaðist þá afar skemmtilegur hljóðheimur sem varð til þess að ég steingleymdi mér í um klukkutíma án þess að hreyfa legg eða lið.
Allt um kring flaug rita vælandi í dagsins önn og á klettasillum mátti sjá og heyra að mikið var af ungum. Fyrir neðan hjalaði svo aldan blíðlega við klettana.
Í bakgrunni má hyra í erlendum ferðamönnum staldra við, spjalla og taka myndir. Þá heyrist einnig umgangur frá bryggjunni þar sem verið var að landa afla og eitthvað í þotuumferð.

Download mp3 file (192kbps / 45Mb)

Recorder: Sound devices 744
Mic: Audio Technica  BP4025
Pix: Canon 30D

Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net  


Friðland í Flóa 2012 - 4. hluti

Óðinshani

Hér er framhald af fyrri upptökum úr friðlandi í Flóa 2012. Þessar upptökur er frá u.þ.b. kl 4:00 til 5:00, að morgni 25 júní. Hér má heyra í fuglum s.s. óðinshana, hrossagauk, stelk, lómi, spóa, kríu, hettumáfi, músarindli og maríuerlu sem og mörgum öðrum fuglum.
Nú fer flugumferð að hefjast af alvöru. Tvær millilandaþotur rjúfa þögnina í þessu hljóðriti. Er það aðeins smjörþefur af því sem síðar kom og sett verður á vefinn síðar.
Hlustist með góðum heyrnartólum.

Download mp3 file (192kbps / 53Mb)
Sjá meira og heyra á www.fieldrecording.net

Recorder: Sound Devices 744
Mics: Rode NT1a (NOS setup)
Pix: Canon 30D (see more pictures)

Friðland í Flóa 2012 - 2. hluti.

IMG_5662

 

Hér er á ferðinni svo til beint framhald af 1. hluta, nema nú hafa hljóðnemarnir verið færðir út að tjörn norðaustur af fuglaskoðunarhúsinu. Upptakan er frá því 25. júní u.þ.b. kl. 3 eftir miðnætti. Heyra má í ýmsum fuglum í dagsins önn. Meðal fugla voru lómur, lóa, hrossagaukur, óðinshani, spói, auðnutittlingur, jaðrakan, stelkur, álft, tjaldur hettumáfur, kría, kjói og sílamáfur. Einhverjar andategundir voru svo á vappi og sveimi um svæðið á meðan á upptöku stóð. Í fjarska heyrist jarm, hundgá, hanagal og hnegg í hestum. Þegar fyrstu sólargeislarnir gægjast yfir Ingólfsfjall og verma svæðið lyftir flugan sér í þykkum sveimum með þéttu suði.
Aldrei þessu vant fer ekki mikið fyrir umferðarhávaða í þessu hljóðskeiði. Greina má þó bíla fara niður Kambana í 20 km fjarlægð. Í raun má greina ferðir þeirra frá Kömbum og fylgja þeim eftir austur fyrir Selfoss á upprunalegu upptökunni og fullum gæðum.
Þetta er lágvær upptaka. Það er því besta að spila hana á lágværum nótum eins og setið sé við opinn glugga. En fyrir þá sem vilja greina fuglategundir og önnur hljóð er mælt með að hlustað sé á upptökuna með góðum opnum heyrnartólum.
Margra klukkutíma efni var tekið upp á þessum stað. Fleiri upptökur munu því heyrast á komandi mánuðum.

Download mp3 file (192kbps / 40,3Mb)

Recorder: Sound Devices 744T
Mics: Rode NT1a (NOS setup)
Pix: Canon EOS30D (see more pictures)

 


Hljóðin í Víðgelmi í Hallmundarhrauni

Viðgelmir í Hallmundarhrauni

Víðgelmir er einn af lengstu (1.585 m) hellum landsins og rúmtaksmestu (148.000 m³) hraunhellum heims. Hann er í Hallmundarhrauni, u.þ.b. 2 km suðaustur af Fljótstungu í Hvítársíðu. Þak hellisins hefur hrunið á allstórum kafla, nærri norðurenda hans, og er það eini inngangurinn. Hellirinn er víður fremst en þrengist á köflum þegar innar dregur. Þar var, í október árið 1991 sett upp járnhlið af félagsmönnum í Hellarannsóknafélagi Íslands til að vernda þær dropasteinsmyndanir sem ekki hafa þegar verið eyðilagðar. Mannvistarleifar sem fundust í hellinum eru varðveittar í Þjóðminjasafninu og eru að líkindum frá víkingaöld. Hellirinn er á köflum afar erfiður yfirferðar og tæpast ráðlegt að fara um hann nema með leiðsögumanni. Leiðsögn og aðgangur að innri hluta hellisins er fáanleg frá Fljótstungu.
Hellirinn var lokaður af ís frá árinu 1918 til ársins 1930 en hann lokaðist aftur um veturinn 1972-1973. Í apríl 1990 fór hópur á vegum Hellarannsóknafélags Íslands með tól og tæki og freistaði þess að opna hellinn. Ekki tókst það að þessu sinni en árið eftir tóku nokkrir heimamenn af bæjum í Hvítársíðu og Hálsasveit sig saman, undir forystu Kristleifs Þorsteinssonar bónda í Húsafelli og kláruðu verkið (*Wikipedia)

Download mp3 file. (192kbps / 28,1Mb)
Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net

Recorder. Sound devices 788
Mic: Rode NT1a (NOS)
Pic: Canon 30D. Sjá fleiri myndir pictures at Google. Og myndir sem teknar voru í þessari upptökuferð þó myndavélin hafi ekki virkað sem skildi.

Það gustar um Mariuerlu

Það var um júróvisjonhelgina 2012 sem fjölskyldan fór í orlofshús við Apavatn. Veðrið var ágætt að sunnlenskum hætti. Sól, en fremur svalt og gekk á með norðan rokum.
Mikið var um fólk á svæðinu. Því var umtalsverður skarkali, ekki síst á leiktækjasvæðinu þar sem meðal annars var risavaxið trampólín. Þar hoppuðu börn sem fullorðnir ákafast eins og heyra má í bakgrunni.
Öldur börðu grjótið við vatnið og vindur gnauðaði í trjánum. Við hvert orlofshús var grenitré og virtust fuglar hafa hreiður í þeim öllum. Maríuerla ein var stöðugt á vappi við sólpallinn og góndi reglulega inn um gluggan hjá okkur. Þegar ég svo setti hljóðnemana út fyrir hús gerði hún sér litið fyrir og tísti góða aríu í gegn um rokið.

Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Download mp3 file (192kbps / 24,6mb)

Recorder: Sound devices 744
Mic: Rode NT2a in spaced omni (60cm AB setup )


Skepnurnar í lauginni

Snail in the sea pool

Í fjöruborðinu fyrir neðan Europe Villa Cortes GL hótelið á Tenerife er sjávarlaug. Sá ég fáar manneskjur synda í þessari laug. Hún leit því út fyrir að vera frekar líflaus. En þegar betur var að gáð var hún full af lífi. Í lauginni var urmull krabba, snigla og annarra kvikinda sem ég kann lítil deili á.
Síðla dags þann 22. desember 2011, rétt fyrir sólsetur, stakk ég hljóðnemum í laugina og gleymdi mér í rúman klukkutíma við að hlusta á einhver kvikindi gefa frá sér hljóð. Í bland við öldunið og fótatak fólks sem gekk um laugarbakkann mátti heyra ýmis hljóð. Öðru hvoru skvettust öldur inn í laugina en háværastir voru líklega sniglar sem nörtuðu botn og veggi laugarinnar í ætisleit.

Stutt hljóðrit Sækja mp3 skrá (192kbps / 4,2Mb) 

Langt hljóðrit Sækja mp3 skrá (192kbps / 28Mb)

Sjá meira og heyra á www.fieldrecording.net

Recorder: Sound Devices 744 (24bit / 48Khz)
Mic: Aquarian H2a-XLR
Pix: Olympus 4040 (underwater) and Canon 30D (See more pictures)


Ertu náttúruunnandi á ferðalgi?

hljóðnemar í náttúru

Ertu einn/ein af þeim sem fara reglulega út úr þéttbýlinu til að njóta náttúrunnar í þögn frá skarkala höfuðborgarinnar? Stundar þú skoðunarferðir, göngur, veiðar, ljósmyndun, hljóðritun eða rannsóknir í kyrrlátu umhverfi utan borgarmarkana? 

Ég ver talverðum tíma í umhverfis- og náttúruhljóðritun. Þar á meðal hljóðritanir af fuglasöng, ekki þá aðeins til að njóta heldur líka til greiningar í víðu samhengi. Fuglasöngur er ekki aðeins "einhver tjáskipti" fugla, heldur gefa hljóðin líka upplýsingar um landsvæðið sjálft, gerð þess og heilbrigði. Hljóðrit fugla og dýra geta því verið áhugaverð til frekari greiningar á vistkerfum. Það er því nokkuð ljóst að þetta verkefni getur tekið mörg ár
Gera má ráð fyrir að vistkerfi og fjölbreytileiki fugla á Suðurlandi hafi breyst mikið við framræslu mýrlendis í upphafi síðustu aldar. Nú má segja að vistkerfi á Suðurland standi aftur á tímamótum vegna trjáræktar. Fuglalíf á því eftir að breytast mikið á næstu árum, bæði þar sem og annars staðar.
Þá vita margir um breytingar hjá sjófuglum síðustu misseri um land allt sem vert er að skoða nánar.
Ég geri ráð fyrir að menn séu stöðugt að fylgjast með vistfræðilegum fjölbreytileika hér á landi en ég veit ekki til þess að nokkur sé að safna hljóðum í slíka vinnu (ef svo er væri gaman að vita af því).

Og þá kem ég að mínum vanda í þessari hljóðritasöfnun.
Ég á ekki og mun ekki fá mér bíl, því hann nýtist mér ekki neitt nema flytja upptökubúnað um langan veg. Því biðla ég til fólks sem á erindi út á land hvort það hafi tök á því að hafa hljóðmann meðferðis? Hljóðbúnaðurinn er misjafnlega fyrirferðamikill en getur tekið pláss á við "sæmilegan bakpoka"
Ég hef einnig áhuga á því að komast í samband við fólk sem sér notagildi í svona hljóðritasöfnun og hefur skoðun á því hvernig best sé að standa að verki s.s. með skráningu ýmissa umhverfisþátta. Þá væri gott að fá hugmyndir um svæði þar sem vert væri að hljóðrita og hugmyndir frá fagfólki sem sýnir þessari vinnu áhuga. Þá skal það líka tekið fram að ég get hljóðritað í vatni. Lífríki sjávar og vatna eru því allt eins á verkefnalista mínum. Sama gildir um tónlist, samkomur, mannvirki, jökla, hveri og jarðskorpuna. Í raun allt sem getur gefið frá sér hljóð frá 1Hz upp í 100Khz.
Hljóðritun á náttúru á ýmislegt sameiginlegt með kvikmyndun á náttúru. Maður þarf tíma og þolinmæði og vera á réttum stað og tíma til að takast á við viðfangsefnið. En oftar en ekki er það hið óvænta á tökustað sem gefur viðfangsefninu gildi.

Þeir sem áhuga hafa á þessu viðfangsefni og/eða eiga tök á því að hafa “hljóðmann” meðferðis í ferðir út úr skarkala höfuðborgarinnar mega endilega hafa samband við mig hvenær sem er, á hvaða árstíma sem er.

Magnús Bergsson
fieldrecording.net@gmail.com
simi: 6162904

http://fieldrecording.net


Að lokum sendi ég hér linka á viðtöl við tvo hljóðmenn með svipað efni.
http://www.cbc.ca/thecurrent/episode/2012/05/16/the-great-animal-orchestra-bernie-krause/
http://being.publicradio.org/programs/2012/last-quiet-places/


Friðland í Flóa 2011 – annar hluti

 Floi IMG_9617

Hér er svo til beint framhald af “Friðland í Flóa 2011 – fyrsta hluta” sem birt var í nóvember s.l.
Hér er klukkan líklega milli 02-03. Fátt meira er um þetta hljóðrit að segja en sagt var í fyrri færslu, nema að hér er bílaumferðin í lágmarki og í hennar stað er farið að heyrast í flugumferð.
Þeir sem telja sig þekkja fuglana sem heyrist í, ættu endilega að segja frá því með því að smella á linkinn hér fyrir neðan; ”Bæta við athugasemd”.

Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Sækja mp3 skrá.  

Recorder: Korg MR1000 w/Sound devises 552 mixer. 24bit/48Khz
Mics: Rode NT1a.  NOS setup 30cm/90°
Pix: Canon 30D (see more pictures)


Áramót á Las Américas, Tenerife

Fireworks at Tenerife

Áramótin 2011-2012 voru heldur óvenjuleg þetta skiptið þar sem ég dvaldi með tengdafjölsyldu minni á Tenerife. Eins og á Íslandi þá var skotið upp flugeldum. En á Tenerife er það ekki almennt almenningur sem skítur upp flugeldum heldur sjá hótelin um það, allavega á suðvestur horni eyjarinnar. Á H10 Conquistador hótelinu þar sem ég gisti hafði flugeldum verið skotið upp á Jóladag í tveimur tilkomumiklum sýningum. Hótelið var því ekki með flugeldaskothríð á áramótum. Þess í stað sáu nágrannahótelin um það.
Hljóðnemarnir voru á svölum á 4 hæð og snéru til norðurs. Staðsetningin var því ekki upp á hið besta til að fanga flugeldana sjálfa, en það sem einkennir þessa hljóðritun er skemmtilegt bergmál sprengingana frá eldfjallinu Teide og háum hótelbyggingum. Flugeldasýningin á Las Américas var þægilega hófstillt miðað við íslenska gauraganginn þar sem venja er að upplifunin hverfi í ofboðslegum hávaða og þykkum eitruðum reyk.
Varúð! Þessi upptaka getur skaðað heyrn og hátalara á háum styrk.

Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Sækja mp3 skrá. 

Recorder: Sound Devices 744 (24bit/48K)
Mics: Sennheiser ME62 30cm/110°
Pix: Canon 30D
Hlusta á Fireworks in Iceland


Pottormur

Pottormur

Það er vart til það sumarhús sem ekki hefur heitan pott á veröndinni. Ansi oft er hann samkomustaður barna á daginn og fullorðinna á kvöldinn. Í júli 2011 dvaldi fjölskyldan í stéttarfélagsbústað nærri Flúðum. Auðvitað var potturinn mikið notaður. Sonurinn dvaldi þar oft löngum stundum og var þá tilefni til að lauma hljóðnemum í vatnið. Margir kannast við hljóðin undir yfirborði vatnsins í svona pottum.  En hér heyrist greinilega þegar fæturnir nuddast við botninn sem og orðaskil ofan vatnsborðsins. Þá heyrist þegar gengið er um á sólpallinum og stólar dregnir til.

 Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Sækja mp3 skrá.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband