Færsluflokkur: Íþróttir

Reykjavíkurmaraþon 2012

Reykjavik Marathon

Það var ákaflega notalegt og beinlínis streitulosandi að fara niður í miðbæ Reykjavíkur, morguninn sem Reykjavíkurmaraþon var haldið þann 18. ágúst 2012. Rúmlega 13 þúsund manns voru skráðar í hlaupið sem var metþátttaka. Veðrið var gott og það besta af öllu var að miðbærinn var laus við bílaumferð. Helsti hávaðinn kom frá gjallarhorni keppnishaldara og frá tveimur flugvélum sem komu til lendingar á Reykjavíkurflugvelli.

Staðsetti ég hljóðnema í runna fyrir neðan Fríkirkjuna og lét þá fanga það sem allt snerist um þennan dag. Í upphafi hljóðritsins má heyra fólk streyma frá hægri til vinstri á leið sinni frá bílastæðum við Hringbraut niður á Lækjargötu að ráslínu. Stuttu eftir að rásmerki er gefið koma hlaupararnir 13 þúsund eins og stórfljót frá vinstri til hægri sem svo hverfur á fimm mínútum. Þegar þeir eru svo horfnir úr augsýn færist allt aftur í eðlilegt horf við Fríkirkjuveg.

Download mp3 file (192kbps / 28,2Mb)

Sjá meira og heyra: www.fieldrecording.net

Recorder: Sound Devices 744
Mics: Sennheiser MKH30/20 (MS setup)
Pics: Canon 30D (see more pictures)

 


Frábær frammistaða

Þér félagar og Pétur og Hafsteinn eru greinilega í feikna góðu formi. Þeir ættu hiklaust að fá stuðning til að æfa og keppa erlendis. Við íslendingar eigum ekki aðeins þokkalega tuðrusparkara heldur líka alvöru hjólreiðamenn í heimsklassa. Við höfum svo sem áður átt athyglisverða hjólreiðamenn, en þeir fengu aldrei þann stuðning sem þeir þurftu til að ná langt. Nú þarf það að breytast. Við íslendingar getum vel átt okkar Lance Armstrong og jafnvel tvo. Menn þurfa bara stuðning til að sinna sínum hjólreiðum af fullri alvöru, ekki bara í hjáverkum eftir vinnu eins og þeir félagar Pétur og Haffi.  
mbl.is Hafsteinn og Pétur langfyrstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband