Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
27.1.2013 | 21:36
Setning alþingis september 2012
Það var nokkuð sérstakt að mæta niður á Austurvöll 11. september 2012. Helmingur Austurvallar hafði verið girtur af með álgirðingu og lögreglan var búinn að koma sér fyrir í öllum götum umhverfis Alþingishúsið. Úr hátalarakerfi glumdi orðræða postula ríkiskirkjunnar. Aðeins örfáir mótmælendur höfðu mætt og létu í sér heyra. Austurvöllur var þétt setinn af lögreglumönnum sem voru uppáklæddir til að taka þátt í óeirðum og berja á lýðnum. Helst voru það fatlaðir sem höfðu komið sér fyrir undir styttu Jóns Sigurðssonar til að mótmæla sínum bágu kjörum og erlendir ferðamenn sem gengu hjá. Þá var nokkuð um róna sem voru á heimavelli, en nú að hlusta á messu.
Upptakan hér að neðan er af síðustu mínútum messunnar sem og látunum þegar þingmenn gengu frá kirkju til alþingis.
Download mp3 file (192kbps / 24Mb)
Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Recorder: Sound Devises 744T
Mics: Sennheiser MKH30/20 (MS setup)
Pix: Sony CyberShot DSC-P120 (see more pictures)
7.6.2008 | 00:29
1508 eða 2008 ?
Ég er svo sem sammála Kaþólikkum, menn ættu að dissa Símann. Ímynd þess fyrirtækis var eyðilögð með sóðalegri hf-væðingu.
En varðandi þessa ágætu auglýsingar Símanns þá þarf líklega að minna öfgasinnaða kaþólikka í Hafnarfirði á að Rannsóknarrétturinn var settur á fót árið 1474 og formlega lagður niður árið 1834. Rannsóknarrétturinn heyrir því fortíðinni til, vonandi líka í Hafnarfirði. Við eigum að hafa þroska til að geta séð spaugilegu hliðina á annars ömurlegri fortíð trúarbragðanna.
Um leið og við dissum Símann ættum við að dissa trúarbrögðin. Þau gera ekkert annað en að bögga jörðina og jarðarbúa.
Segja upp viðskiptum við Símann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 02:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2008 | 14:36
Ég trúi því að guð sé dauður
Ég var að hlusta á þáttinn "Lárétt eða lóðrétt" á Rás 1. Þar ræddi Ævar Kjartansson við Gunnar Jóhannesson prest í Hofsós- og Hólaprestakalli.
Ég get ekki orða bundist því ég er orðinn hundleiður á því að trúarpostular haldi því statt og stöðugt fram að maðurinn verði að trúa á eitthvað. Trúarpostularnir eru svo sannfærðir um að lífið hafi tilgang að það hljóti að vera skapað af guði. Ef maður trúi því ekki þá hljóti lífið að vera ein allsherjar tómhyggja og svartnætti. Gunnar hélt því fram að miklihvellur væri skapaður af guði því þá er talið að tími og rúm hafi orðið til. Fram að því hafi verið "ekkert". Því sé það í raun sönnun þess að guð hafi skapað heiminn í þeirri mynd sem við þekkjum í dag.
Í þessum efnum trúi ég engu nema því að allt sé óendanlegt, þ.e.a.s. svo langt sem skilningarvitin ná. Ég sætti mig fullkomlega við að fá aldrei fullnægjandi svar við því hvers vegna við erum til. Ég þarf ekki að halla mér að einhverjum "guði" svo ég fái "svar" við þessari áleitnu spurningu. Þó ég virðist lifa í tíma og rúmi sem virðist eiga upphaf í miklahvelli og ná að endamörkum útþenslu "alheimsins" þá er allt sem bendir til þess að til sé eitthvað annað sem við þekkjum ekki s.s. annars konar "tími og rúm" sem t.d. miklihvellur er liklega sprottin af.
Hvers vegna þarf að blanda einhverjum guði og Biblíu í þetta mál. Vissulega er eitthvað skrifað um sköpun heimsmyndar manna í Biblíunni, en menn eiga ekki að vera svo helteknir af þessari fornu bók að þeir reyni stöðugt að aðlaga texta hennar að nýrri þekkingu til að sanna tilvist guðs og þar með réttlæta valdabrölt kirkjunnar. Biblían er ágætis bók en hún er ekki merkilegri en margar aðrar bókmenntir.
Þar sem ég er laus við heimsmynd Biblíunnar þá finnst mér alveg fullnægjandi að til sé óútskýranlegur "tími, rúm eða efnisheimur" sem skilningarvit og þekking ná ekki til. Mér finnst jafnvel líklegt að ég noti þar ranga skilgreiningu. Ég þarf ekki að nota orðið "GUÐ" fyrir þetta "eitthvað annað". Það ruglar bara guðstrúaða einfeldninga og viðheldur valdatafli trúarbragðanna sem og árekstrum milli þerra. Ég þarf ekki að útskýra óútskýranlega heimsmynd með orðinu "guð" sem gerir heimsmyndina bara enn óútskýranlegri. Einhver trúboðinn gæti haldið því fram að það sem ég telji vera "eitthvað annað" sé guð (sem t.d. hlýtur að hafa verið til fyrir miklahvell), en þar sem ég er trúlaus þá vill ég fremur gefa mér að miklihvellur hafi verið breyting á einum efnisheimi yfir í annan.
Gunnar hélt því líka fram að kristin trú væri nauðsynleg svo halda mætti uppi "kristnum" siðferðisgildin. Sú þvæla er er orðin óþolandi og ögrar bæði mínu siðferðisgildi og umburðarlyndi sem trúlausum manni. Engin trúarbrögð hafa úthellt meira blóði en kristin trúarbrögð. Í þessari hræsni liggur einmitt ein ástæða þess að ég er trúlaus. Góð siðferðisgildi koma trúarbrögðum ekkert við, að öðru leyti en því að trúarbrögð kasta þeim fram sjálfum sér til framdráttar. Það hafa trúarbrögð gert alla tíð, ekki aðeins þau kristnu heldur líklega öll trúarbrögð.
Kristin trúarbrögð gera ráð fyrir að maðurinn sé kóróna "sköpunarverksins". Þessi skoðun "trúaðra" manna hefur leitt til þess að þeir sjá manninn ekki í heildstæðu samhengi við náttúruna eða annað líf. Ég, sem trúlaus maður, tel sjálfan mig í heimsmyndinni ekkert merkilegri en mýflugu. Ég tel mig hafa þeim skyldum að gegna að sjá mig í samhengi við náttúru og umhverfi. Ég verð því að reyna gera allt til þess að lifa sjálfbæru lífi, hvort heldur gagnvart náttúru eða mannlegu samfélagi.
Tilvist okkar er aðeins einu að þakka þ.e. sólinni. Tilvist okkar varð til vegna hennar og tilvist okkar mannanna mun að öllum líkindum enda áður en sólin endar sitt lífskeið. Mannskepnan er ekki merkilegri en baktería á sandkorni í stórum garði og vitund okkar er ekki meiri vitund bakteríunnar á umhverfi sínu.
Sá alheimur sem við lifum í í dag er annaðhvort að þenjast út út í hið óendanlega og kólna eða dragast saman með auknum árekstrum og einni endanlegri sprengingu. Sú heimsmynd sem við lifum í í dag er full af endurtekningum. Hver veit nema ný heimsmynd skapist við að heimurinn dragist aftur saman í miklahvelli.....
Telur fólk í alvöru að hægt sé að finna einhvern "GUÐ" í þessari heimsmynd. Þvílík þvæla. Trú er aðeins haldið að fólki til að viðhalda eigna- og valdabrölti stofnunar frá miðöldum.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)