Sagan endalausa

.... þetta er sagan endalausa. Ef ég man rétt þá varð umferðaslys á sama stað í gær, ekki satt?.
 
Ég endurtek, er ekki búið að ljúga því að okkur landsmönnum að svona aðgreindar þriggja akreina hraðbrautir séu þær öruggustu sem völ er á?
Gott að það hefur ekki orðið slys á fólki. En satt best að segja þá eru þessar uppákomur á draumaakbraut allra íslendinga ansi tíðar. Í raun kjánaleg tíðar. Á ferðum mínum yfir göngubrúnna við Rauðagerði liður varla sá mánuður sem ég verð ekki vitni að umferðatöfum og bláblikkandi ljósum vegna einhverskonar slysa á Miklubrautinni. Svo ætlar núverandi meirihluti í Borgarstjórn Reykjavíkur að gera "enn betur" en síðasti meirihluti og greiða enn frekar úr bílaumferð með mislægum gatnamótum og hraðbrautum til að "auka öryggi og fækka slysum".

Ég hef sagt það áður og segi það aftur. Lækkum hámarkshraða á öllum vegum niður í 30km. Þannig má fækka slysum svo til niður í núll auk þess að minnka loft og hávaðamengun. Mótmælum þessu bílabulli.
Hættum að aka, förum að hjóla.
 
mbl.is Tafir á umferð vegna áreksturs í Ártúnsbrekkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta sýnir bara enn og aftur að við íslendingar kunnum bara ekki að keyra. Maður er sífellt að sjá fólk sem keyrir á ofsahraða (langt umfram hámarkshraða), heldur sig á vinstri akrein, gefur aldrei sjéns og notar ekki stefnuljós (sem er ótrúlega vanmetinn öryggisbúnaður).

Ég er líka sífellt að sjá fólk sem byrjar að beygja, horfir og gefur svo stefnuljós þegar það er komið hálfa leið á næstu akrein. 

Randor (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband