Vetnisbull

Það eitt að Valgerður Sverrisdóttir og Framsónarflokkurinn skuli tengjast þessu vetnismáli gerir það afar ótrúverðugt svo ekki sé nú meira sagt.
Vetni er ekki orkugjafi framtíðarinnar. Það verður hugsanlega valkostur í sérstökum tilfellum en annað ekki. Ástæða þess að bílaframleiðendur sýna þessu áhuga er að færibandaframleiðsla bíla breytist svo til ekkert við að skipta út sprengihreyflinum. Svo eru það olíufélögin sem geta haldið áfram að nota dreifikerfi sitt. Að lokum vilja olíufélögin nota olíuhreinsistöðvarnar til framleiðslu á vetni. Það sorglegt hvað fer mikið fjármagn í að sinna þessum stóru úreltu fyrirtækjarisum.  Við þurfum að leita allra leiða til að spara orku, ekki bara olíu heldur líka rafmagn. 

Hættum þessu vetnisbulli. Samgöngur fratíðarinnar verða drifnar af reiðhjólum, léttum rafmagnsbílum og hjólum. Öll stærri tæki verða svo drifin áfram af metangasi.


mbl.is Ríkið setur 225 milljónir í vetnisverkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki ætla ég að fullyrða neitt um með hverju við knýjum bílana okkar í framtíðinni en það er nokkuð ljóst að vetnispartíið er búið, fánar og blöðrur komnar ofan í skúffu og vetnisstrætó á safn.  Við þurfum víst ekki að hafa áhyggjur af svona dellu í bili eftir að við komumst að því í Kyota að við eigum enn hellings mengunarkvóta eftir.  Verst að ekki má að selja þennan kvóta eins og aðra auðlindakvóta. En í dag er mengun auðlind.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.2.2007 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband