4.1.2012 | 13:30
Pottormur
Það er vart til það sumarhús sem ekki hefur heitan pott á veröndinni. Ansi oft er hann samkomustaður barna á daginn og fullorðinna á kvöldinn. Í júli 2011 dvaldi fjölskyldan í stéttarfélagsbústað nærri Flúðum. Auðvitað var potturinn mikið notaður. Sonurinn dvaldi þar oft löngum stundum og var þá tilefni til að lauma hljóðnemum í vatnið. Margir kannast við hljóðin undir yfirborði vatnsins í svona pottum. En hér heyrist greinilega þegar fæturnir nuddast við botninn sem og orðaskil ofan vatnsborðsins. Þá heyrist þegar gengið er um á sólpallinum og stólar dregnir til.
Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Sækja mp3 skrá.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Ferðalög | Breytt 13.1.2012 kl. 21:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning