Jarðskjálftinn við Seltúnshver

 

Hér er á ferð samantekt af fimm hljóðritum sem tekin voru upp 3. apríl 2011 þegar ég og vinnufélagi minn Haukur Guðmundsson fórum dagsferð um Reykjanesið.
Byrjað var á því að fara að Kleifarvatni þar sem farið var að hverum sem komu upp á yfirborðið eftir jarðskjálftana árið 2000 þegar lækkaði skyndilega í vatninu. Ekki var þorandi að fara mjög nærri, því allt eins var víst að maður stigi fætinum í sjóðandi sandpytt.
Hljóðritið byrjar á þessum hver. Eftir það eru tvo hljóðrit frá Seltúnhverum. Við eftirvinnslu þeirra hljóðrita kom í ljós að önnur upptakan skilaði einhverjum titringi inn á hljóðritið sem erfitt var að skilja nema um jarðskjálfta hafi verið að ræða. Titringur þessi var á u.þ.b. 10 riðum. Ekki er vitað á hvaða styrk en væntanlega undir 3 á Richter.
Frá Seltúnshverum lá leiðinn eftir Suðurstarandavegi um Grindavík vestur að Gunnuhver sem fyrir okkur báðum var orðin ógnvænleg hrollvekja. Hvorugur okkar hafði farið þessa leið í langan tíma, en báðir mundum við eftir þessum hver sem litlu svæði sem gufa lagði upp frá. Nú var þetta orðið gríðar stórt svæði þar sem allt sauð og blés eins og í helvíti á jörð, gersamlega óþekkjanlegt. Það er ekki að furða þó jarðfræðingar séu á tánum yfir þessu skrímsli sem Gunnuhver er orðinn í dag. Myndavélin varð óvirk í eiturgufunum og ég var logandi hræddur um að þvælast með upptökutækin í þessum ætandi gufum. Aðeins ein upptaka náðist af þessum stað þar sem hljóðnemum var vísað í holu í útjaðri hverasvæðisins. Er það fjórði hverinn í hljóðritinu .
Frá Gunnuhver lá leiðin að framhjá Reykjanesvita niður í fjöru við Valahnjúka þar sem síðasta hljóðritið var tekið upp.

Fimm samsett hljóðrit. Sækja mp3 skrá (192kbps / 22Mb) 

Hljóðrit af jarðskjálfta. Sækja mp3 skrá (192kbps / 0,9Mb)

Sjá meira og heyra á www.fieldrecording.net

Recorders: Korg MR1000 and Sound devices 552
Mics: Rode NT4 (XY) and Rode NT2a/Sennheiser ME64 (MS)
Pix: Canon 30D (sjá meira af myndum)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband