20.2.2007 | 22:00
Æ, þessi auma bílaþjóð
Æ þessi auma þjóð, henni verður ekki bjargað. Ef hún þarf að snúa höfðinu þá startar hún bílvélum.
Loksins þegar smá vitglóra læðist inn í vegalög og samgönguáætlun þá reynir ráðuneytið að leita allra leiða til að komast hjá því að framfylgja því. Þessi litla viðbót um "göngu- og hjólastíga" í vegalögum er það eina sem samgönguráðuneytið hefur lagt fram í sjálfbærum samgöngum svo ég viti til. En auðvitað er það svo bara tálsýn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur það eitt til málana að leggja að fólk fái frelsi til að menga á kostnað umhverfis og náttúru. Merkilegt hvað þessi flokkur er utan við sig í umhverfismálum. Það er lika merkilegt hvað fúskarar Samgönguráðuneytisins hafa lítinn metnað til að stuðla að sjálfbærum samgöngum. Ég hef allar forsendur til að ætla að Þórunn Sveinbjarnadóttur sé ekki að bulla þegar hún segir að fjárveitingar vanti til uppbyggingar "hjóla- og göngustíga". Það sé í raun ekki nóg að nefna þetta í samgönguáætlun, það verði lika að nefna fjármagnið. Sturla hefur þó sagt það í fjölmiðlum að nú muni "göngu- og hjólastígar" lúta sömu lögmálum og reiðvegir. Það bendir þá vonandi til þess að veittar verði 240 miljónir í "hjólreiða- og göngustíga" næstu misserum.
Okkar nýsamda samgönguáætlun er handónýt samanborið við samgönguáætlanir nágrannaþjóða okkar þar sem tillit er tekið til hjólreiða í allri hönnun samgönguleiða. Það er sorglegt að Samgönguráðuneytið hafi ekki fagmenn á sínum snærum til að sinna samgöngum allra vegfarenda. Hjólreiðar eru afar hentugar á þéttbýlum svæðum eins og á höfuðborgasvæðinu hvað þá í minni bæjum út á landi. En bíllinn hefur alltaf verið dyggur þjónn letinnar og þar sem letin er eins og hvert annað ópíum þá er sárt að sjá hvernig komið er fyrir þessari aumu þjóð. Ísland er kjörland hjólreiða, hvorki of kalt eða heitt og ákaflega sjaldan hvasst (allavega síðustu ár).
Því miður þá eru Sjálfstæðismenn búnir að fara með málefni Samgönguráðuneytisins í ALLT OF LANGAN TÍMA. Þetta ráðuneyti er í raun ekkert samgönguráðuneyti. Það er mun frekar bíla- og vélamálaráðuneyti. Sjálfstæðismenn virðast ennþá stjórna því eins og þeim sé mútað af bílasölum og olíufélögum. Er það líklega arfleið frá þeim tíma sem bókhald flokksins var leyndamál fram á þetta ár.
Sturla virðist þó átta sig á því að margt er ógert áður en hægt verði að leggja þessa "hjóla- og göngustíga". Það er ágætt því þá hefur hann líklega lesið umsagnir Landsamatak hjólreiðamanna. Hugsanlega hefur hann áttað sig á því að hjólreiðabraut er ekki sama og gangstétt eins og skilja má á samgönguáætlun. Ekki frekar en akbraut sé sama og reiðvegur. Ef hann hefur áttað sig á því þá er það mikil framför.
Til að fólk átti sig á því hvað hjólreiðabrautir séu er best að birta smá bút úr umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna á nýjustu vegalögum.
Hvað eru hjólreiðabrautir?
Hér á landi hafa gangstéttir ekki verið hannaðar með hjólreiðar í huga. Því hafa þær ekki verið góður kostur í samgöngum. Hröð hjólandi umferð á ekki samleið með gangandi vegfarendum, fremur en hestar með bílaumferð. Að frumkvæði Reykjavíkurborgar hafa aðgreindar hjólreiðabrautir aðeins verið lagðar mjög stuttar vegalengdir og því engin reynsla komin á þær.
Þriðjungur ferða í Reykjavík er styttri en einn kílómetri, og tveir þriðju styttri en þrír kílómetrar. Það er því stór hópur fólks, sem auðveldlega gæti ferðast með öðrum hætti en með bílum.
Hjólreiðabraut er smækkuð mynd akvegar fyrir bíla og því ekki gangstétt. Ef rétt er að málum staðið hafa hjólreiðabrautir sama vægi í samgöngum og akbrautir.
Kostnaður við gerð hjólreiðabrauta er óverulegur, ef þær eru lagðar samtímis annarri vegaframkvæmd. Arðsemi hjólreiðabrauta er margfaldur, sé aðeins litið til heilbrigðisþátta. Að sama skapi lækka hjólreiðabrautir rekstrarkostnað akvegakerfisins, þar sem reikna má með fækkun ökuferða sem nemur fjölgun hjólreiðamanna. Því fleiri sem kjósa að hjóla, þeim mun betri verður álagsdreifing í samgöngukerfinu í heild og skilvirkni þess um leið mun betri. Rekstrarkostnaður hjólreiðabrauta er óverulegur samanborið við rekstur akbrauta, þar sem afl og þyngd reiðhjóla er einungis örlítið brot af afli og þyngd vélknúinna ökutækja. Hjólreiðabrautir taka ekki aðeins við umferð reiðhjóla heldur lika rafmagnsreiðhjóla sem eru í hraðri framþróun um þessar mundir. Þær opna möguleika fyrir marga sem fara vilja ferða sinna með vistvænum hætti og án þess að vera í hættu af bílaumferð eða reyna mikið á sig. Þannig taka hjólreiðabrautir við umferð farartækja sem ekki er talið óhætt að séu á hættulegum akbrautum.
Innan íbúðahverfa með 30 km hámarkshraða geta hjólreiðabrautir og gangstéttir haft forgang fram yfir akvegi. Þannig mætti auka öryggi óvarinna vegfarenda innan þeirra svæða með því að þrengja götumyndina með hjólreiðabrautum fremur en hraðahindrunum og umferðareyjum. Hjólreiðabrautir ætti að leggja meðfram öllum vegum þar sem umferðin er umfram ákveðinn fjölda ökutækja eða þar sem hætta er talin stafa af hraðri umferð. Eðlilegur meðalhraði á hjólreiðabrautum er u.þ.b.30 km/klst. Slysahætta er því talsvert minni þar en á akbrautum. Forðast ber að leggja hjólreiðabrautir í hlykkjum eða um mishæðótt landsvæði. Samræmdar umferðarreglur gilda um akandi og hjólandi vegfarendur. Umferðarljós, skilti og vegmerkingar eru af sama toga svo að vegfarendur þurfa ekki að fara eftir mismunandi reglum hvort sem þeir eru akandi eða hjólandi. Þá verða ökumenn að horfast í augu við aukinn rétt annarra vegfarenda s.s. aðalbrautarrétt hjólreiðabrautar o.s.frv. Hjólreiðabrautir kalla því á endurbætta hönnun akbrauta ekki síst við gatnamót.
Vegagerðir norðurlandaþjóðanna (sem og margra annarra þjóða) hafa þegar gefið út handbækur um stefnu sína og til leiðbeiningar um gerð hjólreiðabrauta. Hér skulu nefndar handbækur frá tveimur löndum:
Danmörk: Idékatalog for cykeltrafik. Einnig fáanleg á ensku. Collection of Cycle Concepts.
Noregur: Nasjonal Sykkelstrategi, og í enskri útgáfu: National Cycling Strategy
Arðsemi hjólreiðabrauta er ótvíræð.
Tæplega þarf að minnast á allan þann heilsufarslega ávinning sem í hjólreiðum felst. Jafnframt má gera ráð fyrir því, að limlestingum og dauðsföllum í umferðinni fækki þar sem færri taka þá áhættu að aka bíl. Því fleiri sem kjósa að nota reiðhjól spara samfélaginu gríðarlegar upphæðir. Arðsemi hjólreiðabrauta er því margfaldur á við akvegi þótt aðeins sé litið til heilbrigðisþátta.
Hér á landi hefur ekki verið farið út í arðsemisútreikninga á hjólreiðum en það hefur verið gert víða erlendis. Hér eru nefnd tvö dæmi:
Norðurlandaráð hefur gefið út skýrslu um úrval rannsókna sem sýna fjárhagslegan ávinning af hjólreiðum. Einhverra hluta vegna tóku Íslendingar ekki þátt í þessari úttekt: CBA of Cycling
Frá Noregi kemur Gang- og sykkelvegnett i norske byer (og stutt samantekt á norsku og ensku).
Skuldbinding Íslands um aðgerðir gegn losun gróðurhúsalofttegunda
Hjólreiðar til samgangna eru sjálfbærar. Frá þeim stafar ekki hávaði, svifryksmengun, losun koldíoxiðs eða annarra eiturefna. Landnýting hjólreiðabrauta gerist vart betri. Förgun reiðhjóla og spilliefna vegna þeirra er óveruleg. Aukin hlutdeild hjólreiða í samgöngum er því langbesti kosturinn til að fullnægja skuldbindingarloforðum s.s. mælt er með í Staðardagskrá 21 sem og öðrum alþjóðaskuldbindingum sem varða stefnu í loftslagsmálum.
Nú þegar stefnir í neyðarástand í loftslagsmálum heimsins (http://www.ipcc.ch/). Ísland getur ekki skorast undan því að bregðast við með afgerandi hætti. Þriðjungur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi stafar af samgöngum (pdf 3.0Mb). Það ætti því að vera skylda samgönguráðuneytisins og sveitafélaga að bregðast við nú þegar og breyta stefnu sinni í samgöngumálum. Ísland stendur öðrum þjóðum langt að baki við að hvetja almenning til notkunar sjálfbærra farartækja. Engin lausn í samgöngumálum er jafn áhrifarík og að byggja upp hjólreiðabrautakerfi sem er samkeppnishæft við akbrautir, ekki síst í þéttbýli. Samgönguráðuneytið verður að móta verklagsreglur eins og nágrannalöndin hafa gert, svo að hreppapólitík sveitafélaganna stöðvi ekki þá framþróun. Til að svo geti orðið verða skýrar verklagsreglur um gerð hjólreiðabrauta að komast í vegalög og samgönguáætlun til jafns við akbrautir.
Vefsíður, fylgiskjöl og upplýsingar í tölum
Idékatalog for cykeltrafik. (Sjálf handbólkin pdf. 15.3Mb)
http://www.vejdirektoratet.dk/dokument.asp?page=document&objno=9178
Collection of Cycle Concepts:
http://www.vejdirektoratet.dk/dokument.asp?page=document&objno=17291
http://www.vejdirektoratet.dk/dokument.asp?page=document&objno=11566
Nasjonal sykkelstrategi:
http://www.vegvesen.no/
CBA of Cycling
http://www.norden.org/pub/sk/showpub.asp?pubnr=2005:556
Gang- og sykkelvegnett i norske byer
http://www.shdir.no/
http://miljo.toi.no/index.html?25810
Cycling: the way ahead for town and cities (European Commission)
http://ec.europa.eu/environment/cycling/cycling_en.htm
UK National Cycling Strategy. (Department for Transport)
http://www.dft.gov.uk/
Trafikdage på AAU, 2002 (Civilingeniør Troels Andersen, Odense Kommune)
http://www.cykelby.dk/pdf/cykelvenliginfrastruktur.pdf (pdf 1.0 Mb)
http://www.sykkelby.no
http://cykelby.dk
Odense - Danmarks Nationale Cykelby
http://www.cykelby.dk/pdf/cykel_inet.pdf (pdf 2.5Mb)
http://www.nationaler-radverkehrsplan.de/
Odense Magasinet 2002 (pdf 7,6 MB)
Odense Magasinet 2001 (pdf 1,3 MB)
http://www.completestreets.org/
http://www.share-the-road.org/
Þingsályktunartillgaga sem lýtur að því að koma hjólreiðabrautum í vegalög.
http://www.althingi.is/altext/133/s/0082.html
Umsagnir Landssamtaka hjólreiðamanna við tillögu að breytingu á vegalögum má finna á vef samtakana http://hjol.org
http://islandia.is/lhm/BrefLHM/2006/071106.htm
http://islandia.is/lhm/BrefLHM/2006/081106.htm
Skýrsla Vegagerðarinnar frá 2001 um losun gróðurhúsalofttegunda og samgöngur
http://www.samgonguraduneyti.is/media/Skyrsla/grodurhusaloft.pdf (pdf 3.0Mb)
Fjórða skýrsla Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. http://www.ipcc.ch/
Engir hjólreiðastígar í samgönguáætlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.2.2007 kl. 02:53 | Facebook
Athugasemdir
Finnst þú fara einum of geist í geðshræringuna, Maggi vinur, eins og margoft hefur verið bent á. En kannski þarf þess stundum til að fá viðbrögð eða athygli..
Ég vona að sem flestir sem hafa áhuga á samgöngumál, umhverfismál, heilsu barna og annarra, taki sér til og kanna einhverjum af skjölunum sem þú bendir á, Maggi.
Annars finnst mér að það ætti að bæta ástandið á fleir vigstöðum en í vegagerð. Það vantar upp á jafnræði, ekki bara varðandi fjármögnun samgöngubóta fyrir mísmunandi heilbrigðum samgöngumátum.
- Viða eru ekki ókeypis bílastæði við vinnustaði. Í Seattle hafa nokkur (mörg ?) fyrirtæki farið þá leið að gefa öllum launauppbót sem samsvarar 50% af því það sem kostar að bæta við bílastæði (að mig minnir) , og svo er sömu upphæð rukkuð af þeim sem nota bílastæðin. Fyrst bílastæðin séu í raun ekki ókeypis fyrir vinnustaði, né fyrir samfélaginu er annars verið að borga undir með notendur bílastæðna, og verið að mismuna þá sem nota þá ekki.
Og enn eru mörg fleiri dæmi um ójafnræði og leiðis sem hafa verið farnar til að leiðrétta þessu.Morten Lange, 21.2.2007 kl. 15:22
Sem sagt strafsmenn margra sveitarfélaga fá jafn mikið borgað á kílómeter ef þeir skreppa á fund á reiðhjóli og ef þeir nota bíl. Prestar í Horðalandi,
starfsmenn norska ríkisins fengu ívið meiri borgað á reiðhjóli en á bíl, í tilraun sem var
vel tekið og jók hjólreiðar töluvert. Mér skilst að tilraunin var framlengt. Ekki held ég að gróðinn hafi skipt aðalmálið fyrir prestana, heldur kom þarna svo skýrt í ljós að samfélagið mat þess ávinnings fyrir samfélaginu sem það sé þegar umferð mengar minna og bætir heilsu manna og umferðaröryggi töluvert.
Morten Lange, 21.2.2007 kl. 22:27
Æi . Sé stafsetningavillur ofl hjá mér núna, og athugasemdakerfið pínu stirt...
Morten Lange, 21.2.2007 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.