Framsóknarmennska

Merkilegt.
Þar sem Sjálfstæðisflokkurinn stjórnar í tveimur samliggjandi sveitafélögum verður verklagið hrein Framsóknarmennska.
Formúlan er svo sem ekki flókinn: xD+xD=xB.
Þrjú X er merkingin fyrir eitur ekki satt?
mbl.is Framkvæmdir stöðvaðar við vatnsleiðslulögn í Heiðmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á föstudaginn mætti harðsnúinn flokkur verktaka og tók til við að moka skóginum upp á vörubíla, þaðan sem hann var fluttur til urðunar í Álfsnes. Fyrir barðinu á vinnutækjunum urðu landnemaspildur sem ræktaðir höfðu verið undanfarna áratugi af Kiwanisklúbbum, Unifem og reykvískum unglíngum (í unglingavinnuflokkum).

Verktakarnir unnu fyrir Klæðningu ehf., kópavogskt fyrirtæki sem er í eigu manns að nafni Dr. Gunnar I. Birgisson. Sami Gunnar I. Birgisson er bæjarstjóri í Kópavogi og hefur undanfarin ár lagt sig í líma við að rústa flestum trjáreitum og útivistarsvæðum sem er að finna innan bæjarmarka Kópavogshrepps og leggja þá undir nýbyggingar og önnur mannvirki. En nú fara trjáreitir og útivistarsvæði innan marka Kópavogs senn að verða búnir. Því neyðist hann til að senda menn sína í útrás, inn í nágrannasveitarfélögin, til þess að fá útrás fyrir hugsjón sína í pólitík ("framkvæmdastjórnmál" = andstæðan við "umræðustjórnmál").

Og af því Dr. GIB liggur svo á að fá útrás fyrir þessa þörf sína, má hann ekki einu sinni vera að því að bíða eftir framkvæmdaleyfi frá reykvískum flokksbróður sínum, vini og kollega, V.V. Hvað þá að hann megi vera að því að skoða núgildandi lög um náttúruvernd (1999), skipulags- og byggingarmál (1997) og skógrækt (1955) sem öll voru þverbrotin.

Annar hugsanlegur tilgangur með þessari aðför Dr. GIB að Heiðmörk gæti líka verið sá að spilla sem mest útivistargildi og ásýnd Heiðmerkur, svo að hann og fleiri lóðabraskarar geti átt hægara með að kaupa Heiðmerkurlandið fyrir slikk (og án mótmæla frá almenningi) af landeigandanum, Orkuveitu Reykjavíkur, og geti óátalið bútað landið sundur í dýrar byggingarlóðir.  Frekar en að landið sé nytjað til náttúruverndar, lýðheilsu og útivistar fyrir íbúa Kópavogs og annarra íbúa Stór-Kópavogssvæðisins. Og frekar en að því fórnfúsa skógræktarstarfi sem þar hefur verið unnið af sjálfboðaliðum og unglíngavinnuflokkum undanfarna hálfa öld sé sýnd sú lágmarksvirðing sem það fólk ætti skilið.

Gapripill (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 16:47

2 identicon

Gapripill (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 06:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband