Af mörgum má læra

Nú er farið að liða á námskeiðið sem ég hef verið á í Dusseldorf og tengist nýjum hafnarkrana Eimskips sem væntanlegur er til landsins næstu helgi. Ég hef reynt að nýta tímann vel í mínum frítíma til að skoða mig um í þessari annars skemmtilegu borg. Hér er mikið gengið og ekki laust við að maður finni fyrir strengjum í fótum sem vanari eru hjólreiðum. Hér hef ég lika nýtt mér strætisvagna ef vegalengdir hafa verið lengri en 10 km. Myndavélin hefur líka verið óspart notuð og þá helst til að taka myndir af gatnamótum og samspili akandi, hjólandi og gangandi vegfarenda. Þó ég geti ekki talist hrifin af Þýsku umferðarskipulagi þá verð ég að segja að borgaryfirvöld í Dusseldorf hafa lagt talsvert upp úr því að bæta aðgengi hjólreiðafólks. Hjólreiðafólk er líka mjög áberandi. Gangandi þurfa svo sem ekki að kvarta og almenningssamgöngur eru alveg til fyrirmyndar. Þó finna megi margar líflegar göngugötur þá er allt of mikið af bílum í þessari borg. En einhvernvegin þá plagar umferðin mig ekki eins mikið og í Reykjavík. Hugsanlega er það minni "háfaðasreyta". Það má finna fyrir þögn í borgini ólíkt því sem manni finnst í Reykjavík. Í Reykjavík er hana helst að finna milli kl 02:00 og 05:00 á nóttu. Þessi litla hávaðamengun hér í Dusseldorf stafar þó líklega helst af því að hér ekur enginn um á grófum dekkjum hvað þá nagladekkjum. Það sannast því enn og aftur að bílar henta ekki íslenskum aðstæðum þar sem þeir valda jafnvel enn meiri skaða á sínu umhverfi en gengur og gerist í heitari löndum.

Ég hef haft talsverðar áhyggjur af því hvað þetta viku námskið mitt í Dusseldorf hefur mengað mikið háloftin. Að fljúga alla þessa leið til þess eins að sitja u.þ.b. 30 klukkutíma á námskeiði er nánast klikkun. Þó ég hafi haft gagn og gaman af því þá verðum við að fara hugsa öðruvísi. Þetta námskeið hefði vel verið hægt að halda heima með fjarfundarbúnaði og þá hefðu jafnvel fleiri geta notið góðs af því. Það á ekki að teljast sjálfsagt mál að fara upp í svona flugrellur sem hannaðir eru fyrir svona eldsneytisbruna.

En nú ætla ég að vera eins og öll hin fíflin hætta að hugsa um þetta og reyna bara að hafa gaman af þessu.

 Ég sá á blogginu að flokksystir mín hún Sóley Tómasdóttir var í einskonar kynnisferð í Seattle, liklega á vegum Reykjavíkurborgar og með öðrum borgarfulltrúum . http://soley.blog.is/blog/soley/entry/146267/

Þetta hlýtur að vera svaka gaman ekki síst þar sem ég sé að hún er að fá kynningu á því sem ég hef mikinn áhuga á. Umferðar-umhverfis og skipulagsmál, í raun mitt sérsvið.

En það er merkilegt að fólk skuli fara til USA til að sækja sína visku í umhverfis- og skipulagsmálum. Þetta heitir að fara yfir lækinn þegar margar borgir í Evrópu standa sig mun betur en Seattle. Fram til þessa höfum við bara tekið upp ósiði USA búa í þessum málaflokkum. En gott og vel, Sjálfstæðismönnum dreymir um að "ameríkansera" höfuðborgina. Það þykir svo líklega líka svaka fínnt að fara til USA ekki síst þar sem það er langt, dýrt og mengandi flug.

En þar sem við Sóley vorum að gera sama hlutinn í sitthvorri heimsálfuni, hún í sínum vinnutíma en ég í mínum frítíma þá vogaði ég mér að gera athugasemd við bloggið hennar, sem hljóðar svo:

Frábært hvernig þeir standa að sínum málum þarna í Seattle. Í öllum greinum sem ég hef lesið um hjólreiðar og samgöngur í USA þá er Seattle talin standa sig best í aðbúnaði fyrir hjólreiðafólk. Þó það sé ekki í líkingu við það sem gengur og gerist í Hollendi, þá er það margfalt meira en gert er í Reykjavík (sem gerir reyndar ekki neitt).

Þar sem margir íslenskir stjórnmálamenn mæra amerískan hugsanahátt þá ættu þeir að taka stjórn Seattle borgar sér til fyrirmyndar. Fram til þessa þá hefur sú reykvíska haft einstakt dálæti á 30 ára gamalli hugmyndafræði Houston borgar sem gekk út á það að "nútímavæða" borgina með einkabílum og bílamannvirkjum. Í dag er Houston besta skólabókardæmið um hvernig EKKI á að skipuleggja borgir. 

Í því sambandi er hér linkur á mynd frá Houston sem talar sínu máli:

http://www.islandia.is/lhm/images/parking-houston.jpg

Ef stjórn sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu fer ekki að gjörbylta sínum hugsanahætti þá fer eins fyrir höfuðborgarsvæðinu og Houston helvíti á jörð. Við þurfum ekki að setja tugi miljarða í bílamannvirki. Við þurfum að gera það sem gert er í Hollandi og Danmörku. Þrengja að bílum og þenja út oflugt hjóleiðabrautakerfi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kveðja frá Hollandinu!

 Mikið rétt, Maggi - það er ljúft að renna eftir hjólabrautum Hollands og þegar maður hefur þörft fyrir að aka bíl, þá skráir maður sig hjá www.greenwheels.nl sem er bíl-share-ing dæmi. Hef notað þetta í tæpt ár núna og er alveg súper ánægður með að þurfa ekki að reka bíl en hafa samt aðgang að einum þegar maður þarft að skreppa lengri leiðir þegar almenningssamgöngur henta ekki.

Hjólakveðjur - alltaf velkominn ef þú átt leið um, - erum á sama stað og síðast.

Ingi 

Ingi (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband