Já og hvað svo?

Ekki er þetta nú merkileg frétt, nema ef vera skyldi að hér sé komin sönnun þess að endanlega eigi að moka burt Háuhnjúkum og ráðast síðan á Lönguhlíð. Það er ekkert sem heillar við innflutning á svona drasli. Svona landeyðingartól flýta aðeins fyrir eyðileggingu á óspilltri náttúru.  Að auki eru þessi fjárans tól notuð af Síonistum til að rústa heimilum Palestínumanna og almennt palestínsku samfélagi.
Ég vona að þessi maskína verði send sem fyrst úr landi og þá beint í brotajárn.


mbl.is 117 tonna ýta komin til Krísuvíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst nú bara þessi komment lýsa vanþekkingu. Í öðru bloggi um þessa frétt þá var kommenterað á það að fréttin væri eins og skrifuð eins og af markaðsfólki Heklu. Það er nú bara raunin að það er fullt af mönnum sem hafa áhuga á þessu. Það er að segja vélinni sjálfri og hvernig hún er gerð. Alveg óþarfi að skjóta það niður. Mér fannst nú bara gott hjá þeim að hafa fréttina svona ítarlega fyrir þá sem hafa áhuga á því að vita meira um þessa stóru ýtu. Ég er nú mikill umhverfissinni og mikið menntuð á sviði náttúruvísinda. Svona umfjöllun gerir lítið annað en að spilla fyrir okkar málstað. Jarðýtur eru nú bara nauðsynlegar í nútíma þjóðfélagi. Það er enginn að tala um að fara með hana upp að náttúruperlum eða á hálendið og fara að eyðileggja óspillta náttúru. Þeir eru að fara að nota þessa ýtu í Vatnsskarðsnámum til að leysa af tvær ýtur sem þar hafa verið í notkun. Vatnsskarðsnámur eru ekkert nýjar á nálinni og þar hefur lengi farið fram efnistaka inn í hlíðina. Ég þekki reyndar vel til þessa máls og veit vel að hér er ekki um nein náttúruspjöll að ræða. Því leiðist mér að sjá svona umfjöllun.

Natura (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 23:14

2 Smámynd: Guðmundur Karl Magnússon

Þú ert nú meira svartsýna og lokuða manneskjann. Þetta er alveg svakalega græja og erfitt að gera sig grein fyrir hvað hún er stór nema maður standi hliðina á henni, þannig það er alveg jafnréttlætt að birta frétt um þessa ýtu eins hvern annan nýjan þjóðgarð. Það er nú alveg nauðsynlegt að hafa svona tæki til að vinna efni svo sé hægt er malabika handa þér hjólreiðastíga.

En síðan talarðu um það þetta séu hernaðatæki, ég verð nú að segja að ég skellti nú aðeins uppúr við þessi orð, þetta er eins og segja að Toyota pikkup séu verkfæri djöfulsins þar sem allir þessir terroistar í afríku og austurlöndum fjær eru á Toyota hilux......

Guðmundur Karl Magnússon, 18.3.2007 kl. 23:58

3 Smámynd: Magnús Bergsson

Hehe... Ég fæ nú ekki holdris yfir stórum vélum, en ég mátti svo sem vita það að aðrir fá það.

Þú hittir naglann á höfuðið. Tojóta pikkup er verkfæri djöfulsins eins og allir bílar. Bílar eru afkastamestu drápsvélar allra tíma. Á síðustu öld drápust fleiri í bílslysum en öllum styrjöldum samanlagt. Ætli það sama sé ekki ekki hægt að segja um limlestingar sem stöðugt auka kostnað samfélagsins til velferðarmála. Ekki bara vegna bílslysa heldur líka vegna hreyfingaleysis sem fylgir almennri bílanotkun. 

Magnús Bergsson, 19.3.2007 kl. 22:58

4 Smámynd: Þuríður Ósk Gunnarsdóttir

Ég sprakk úr hlátri yfir þessu öllu saman. Það er gott að menn lýsi skoðunum sínum hverju nafni sem þær nefnast og á ekkert að vera að berja það niður með einhverju þekkingarbrölti eða yfrlýsingum um vanþekkingu. Enda efast ég ekki um að Magnús hafi þekkingu á þessu sem mörgu öðru. En svo er líka spurning hvort þurfi að gera kröfu um að allar skoðanir sem menn skrifa á sína eigin heimasíðu séu byggðar á griðarlegum heimildum. Hvort menn verði nú ekki bara að fá að segja skoðanir sínar umbúðalaust og svo verðum við hin bara að geta tekið húmorinn á þetta. Þó má ekki gleyma því að það er nokkuð til í því sem Magnús segir.  

Þuríður Ósk Gunnarsdóttir, 20.3.2007 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband