Aular á ferð

Hvernig í ósköpunum getur þetta gerst. Mennirnir virðast ólæsir á vegtálma því vegurinn var og er lokaður. Svo virðast þeir gersamlega úr tengslum við sitt nánasta umhverfi þegar þeir vaða á þessari bílbeyglu út á víðáttumikið vatn sem þekur meira og minna alla Laugarvatnsvelli. Það væri spennandi að láta þessi menn fara í vímuefnatékk
Ég segi það hér og hef sagt það áður, þessi mikla bílanotkun og oftrú á getu bílsins veldur heiftarlegu dómgreindarleysi.
mbl.is Búið að bjarga mönnum af bílþaki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru skýringar á þessu óhappi.

Tekið af vef F4x4  http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=ferdir/9566

Það ku vera rétt heyrt að nýlegur Patról hafi "drukknað" á Gjábakkavegi. Gerðist þetta á Völlunum austan-megin ef ég hef tekið rétt eftir hjá kollega mínum, leiðsögumanni sem var í umræddri ferð. Þetta mun hafa gerst þann 24. 3. . Horfðu menn á eftir Patrólinum renna hægt á glæru á bólakaf, en vindur kom honum, kyrrstæðum, af stað. Stóð rétt toppurinn uppúr. Bíllinn var í gangi (með rúðuþurkurnar á skv. lýsingunni). Tókst öllum að bjarga sér og varð engum meint af. Patrólinn var sem sagt á ferð með erlenda ferðamenn og var í hópi annara jeppa sem allir snéru við áfallalaust og komu aftur niður á Laugarvatni.

 Dagur

Dagur Bragason (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 18:31

2 identicon

Ég vil benda á að umferðin um gjábakkaveg er mjög mikil og einnig þegar vegagerðin metur hana ófæra og vil ég hrósa þeim fyrir snögg, góð og fagleg vinnubrögð í þeim málum. Hinsvegar freistast menn til að fara þessa leið þar sem hún styttir leiðina til og frá Reykjavík umtalsvert. Fljótt myndast för og menn til í að taka sénsinn. Þeir sem þarna voru á ferð voru á ágætlega búnum bíl og hefðu hugsanlega getað komist yfir ef ekki hefði verið um smá óheppni að ræða. Mikil umferð um Gjábakkaveg er til staðar og bara eykst. Er ekki kominn tími til að þrýsta á að lagður verði nýi Gjábakkavegurinn sem búið er að úthluta fjármagni í og hanna? Ég sem formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni get sagt að mjög mikið er um útköll á þennan veg og oft hefur ekki mátt miklu muna. Á  Laugarvatnsvöllum er líka afleitt símasamband og eftir að hafa setið á þaki jeppans og reynt að ná sambandi til byggða í klukkutíma, náðist loks samband og hægt að hefja björgunaraðgerðir. Það sem einnig var mönnunum til happs var að veðrið var með eindæmum gott eins og nánast undantekningalaust er hér á Laugarvatni. Þeir gerðu það eina rétta í stöðunni og vil ég hrósa þeim fyrir það. Með kveðju Bjarni dan

Bjarni Dan (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 20:36

3 identicon

Verður að teljast vítavert kæruleysi að ana svona áfram eftir lokuðum vegi. Svona menn eiga klárlega að fá sendann reikninginn fyrir öllu umstanginu sem björgunaraðgerðin hefur í för með sér.

Pétur Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 20:36

4 Smámynd: Ísdrottningin

Oftar en ekki þarf að merkja LOKAÐ í bak og fyrir til að borgaralegir jólasveinar (háðsyrði) á fólksbílum fari sér ekki að voða.

Það er annars merkilegt að um leið og einhverjum á jeppa hlekkist á og þarf björgunar við, þá reka menn upp ramakvein og dæma allt jeppafólk óalandi og óferjandi og finna þeim allt til foráttu.  Fyrir stuttu síðan var hlaupið upp til handa og fóta og allar fréttir fullar af frásögnum af jeppa og vélsleðamönnum sem þurftu aðstoð björgunarsveitarmanna.   Talað var um að óðs manns æði hafi verið að fara á fjöll því veðurspá hafi verið slæm og þar fram eftir götunum.....    En enginn minntist orði á þá staðreynd að einmitt þessa helgi var fjöldinn alllur af reyndu jeppafólki á ferð (eins og flestar helgar ársins) sem ekki þurfti björgunar við.         Af hverju mátti ekki geta þess líka?

Annars þykir mér fulldjúpt í árina tekið að kalla menn aula án þess að þekkja aðstæður eða hafa reynslu af því sem um er rætt,  jeppamennsku. 

Takk fyrir mig. 

Ísdrottningin, 27.3.2007 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband